Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 8
um og nú í augnablikinu (okt. ’57) eru nær allar við- gerðir stöðvaðar fyrir efnisskort. Almennur gjald- eyrisskortur á þar nokkra og mikla siik, en val á varahlutum og skökk innkaup valda þar þó mestu um“. Að áliti Ríkisútvarpsins hefur þannig verið orðið tímabært árið 1957, að ráðin yrði bót, á því vand- ræðaástandi, sem þá ríkti í þessum efnum. Þess hefur þó ekki orðið vart, að neinar verulegar breyt- ingar til bóta á ríkjandi ástandi hafi síðan átt sér stað, þar sem stöðugur skortur hefur verið bæði á viðtækjum og varahlutum. Það kann að vera, að Viðtækjaverzhmin hafi átt í örðugleikum með að afla nauðsynlegra leyfa vegna innflutnings á vara- hlutum. Líklegra er þó, að trassaskapur og fvrir- hyggjuleysi valdi þar meiru um, þar sem algert skipulagsleysi virðist vera mjög áberandi í þessum efnum hjá stofnuninni. Einkasalan hefur margoft sjálf sýnt og sannað, að hún er algerlega óhæf um að annast þá þjónustu við útvarpsnotendur í landinu, sem gera verður kröfur til í þessari grein viðskipta. í fáum greinum viðskipta á heimsmarkaðinum er um að ræða meiri samkeppni en í viðtækjum, enda þar ekki um að ræða neinn almennan „standard“. Stöðugar fram- farir í tækni og frágangi eiga sér stað á þessu sviði og sérhver viðtækjaframleiðandi býður upp á við- tæki með eiginleikum, sem aðrir framleiðendur hafa ekki upp á að bjóða. Af þessu leiðir, að útvarps- notandinn á sjálfur og vill hafa úrslitavald um val þess tækis, sem honum hentar bezt, þar sem um mikið úrval getur verið að ræða, jafnvel frá einum og sama framleiðanda. Einkasala á viðtækjum hér á landi mun vera algert einsdæmi í hinum frjálsa heimi nú ekki síður en árið 1930, þegar henni var komið á fyrir ofríki þáverandi ríkisstjórnar. Mjög má draga það í efa, að hún hafi í nokkru tilliti orðið útvarps- notendum í landinu til annars en ógagns, enda varla við því að búast, að einn maður eða nefnd manna með vafasaman smekk geti með góðu móti annazt val viðtækja fyrir heila þjóð, þótt lítil sé, jafnvel þó að þessir aðilar byggi mat sitt á einhverj- um landsföðurlegum sjónarmiðum, sem þjóna eiga stofnun eins og Ríkisútvarpinu. Það verður að taka tillit til fleiri sjónarmiða í nútíma þjóðfélagi, sem komið er í mun nánari tengsl við umheiminn, en þjóðfélag okkar árið 1930. Viðtækjaverzlun ríkisins hefur frá upphafi vcrið illa stjórnað og án alls skipulags. Hún hefur alls ekki tryggt útvarpsnotendum betri eða ódýrari við- tæki, en verzlun hins frjálsa framtaks hefði gert miðað við þá reynslu, sem fengin var, þegar hún tók til starfa og hirti umboð fyrirtækja þeirra, sem þá störfuðu hér við mjög erfið skilyrði. Viðtækjaverzlunin hefur oftast vanrækt að sjá til þess, að öflun varahluta væri í því horfi, sem nauðsynlegt hefði verið, og innkaup varahluta jafn- an verið mjög af handahófi og ófullnægjandi. Viðtækjaverzlunin hefur oft mjög mismunað við- skiptamönnum sínum, og hafði það komið áþreif- anlega í Ijós á erfiðum árum síðustu heimsstyrj- aldar, þegar erfitt var um öflun viðtækja og flest eftirsóknarverð tæki seld svokallaðri bakdyra- verzlun. Viðtækjaverzlunin er nú laus úr öllum tengslum við Ríkisútvarpið, síðan hagnaður af henni var tekinn af því árið 1950 samkvæmt ákvörðun Al- þingis. Viðtækjavinnustofa útvarpsins var stofnuð um sama leyti og Viðtækjaverzlun ríkisins. Henni var ætlað það ldutverk að annast viðgerðir og viðhald á viðtækjakosti landsmanna. Viðtækjavinnustofa útvarpsins hefur nú fyrir nokkru verið Higð niður, sökum margra ára tapreksturs, sem Ríkisútvarpið hefur borið. Þjónustuhlutverki því, sem Viðtækja- vinnustofunni var ætlað að inna af höndum í sam- vinnu við Viðtækjaverzlunina, er þannig lokið. Hún stóðst ekki samkeppni við viðtækjavinnustofur einkaframtaksins. En viðtækjaverzlun er ekki mögulegt að reka án einhverrar þjónustu í við- gerðum, eftirliti og uppsetningu ta;kja. Vinnustofum útvarpsvirkja er ætlað að taka við hlutverki Viðtækjavinnustofu útvarpsins. Enda þótt fæstar þeirra annist sölu viðtækja sem um- boðsmenn Viðtækjaverzlunarinnar, munu þær flest- ar reknar án reikningshalla, þrált fyrir ströng verð- lagsákvæði og tíðan skort á nauðsynlegum vara- hlutum til viðgerðar tækja. Einkaframtakið hefur þannig sannað yfirburði sína yfir opinberan rekstur Ríkisútvarpsins á þessu sviði. En hefur nú ekki einnig Viðtækjaverzlun ríkisins lokið hlutverki sínu í þjónustu útvarps- notenda í landinu? Eins og gefur að skilja hefur Viðtækjaverzlunin skilað nokkrum hagnaði árlega, og er það ekki að undra, þar sem álagning hennar hcfur verið mun hærri en verðlagsyfirvöldin mundu hafa heimilað einkafyrirtækjum á sama tíma, enda ætlunin, að fram komi einhver einkasöluágóði, sem verðlags- 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.