Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Page 25

Frjáls verslun - 01.04.1962, Page 25
búaing að fyrstu tilraununum, er gerðar hafa ver- ið í Vestur-Þýzkalandi með slík bréf. Því fer að vísu fjarri, að allir vestur-þýzkir hagfræðingar séu á einu máli um áðurnefnda skilgreiningu, og rétt er að taka hana með fyrirvara, en varla mun ástæða til að fara frckar út í þá sálma á þessum vettvangi. Efnahagslegar framfarir Mikið hefur að undanförnu verið rætt um nauð- syn aukinnar stóriðju hér á landi til þess að nýta þá orku, sem býr í elfum landsins og iðrum jarðar. Sjónarmið þetta réttlætist ekki sízt af einhæfni atvinnuveganna, og þá einkum útflutningsatvinnu- veganna, þar sem sjávarútvegur er eini útflutn- ingsatvinnuvegurinn, sem verulegu máli skiptir. Af- köst sjávarútvegs og landbúnaðar eru mjög komin undir ýmsum ófyrirsjáanlegum aðstæðum, svo sem misinunandi aflabrögðum og árferði, og það miklu fremur en ætla má um t. d. iönað. Verulegar sveifl- ur hljóta því að verða á þeim frá ári lil árs. Sakir einhæfni útflutningsins er hætt við, að verðfall á einhverjum útflutningsvörum okkar á heimsmark- aði stofni gjaldeyrisafkomunni í tvísýnu, en verð- sveiflur jafnast síður en vera mundi, ef um fjöl- breyttari útflutning væri að ræða, enda þótt sjávar- útvegur sé allfjölbreyttur atvinnuvegur. Jafnframt erum við háðari innflutningi en flestar aðrar þjóð- ir. Reynslan hefur sýnt, að örðugt er að safna nægilegum gjaldeyrisvarasjóðum til að mæta áföll- um, þegar illa árar. Óhætt mun að fullyrða, að nokkuð hefur skort framsýni og arðscmitillit við fjárfestingu hér á landi hin síðari ár og hin gífurlega festing fjár í luisbyggingum og landbúnaði hefur ekki verið að öllu lcyti þjóðhagslega hagkvæm. Vænlegra væri að beina fjármagninu til arðvænlegra fvrirtækja, svo sem stórfyrirtækja í iðnaði, er mundu væntanlega skila þjóðarbúinu meiri afköstum, þegar fram Hða stundir. Nú mun það naumast á valdi fárra manna hér- lendis að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til stofnunar og rekstrar stórfyrirtækja. Kæmi þá til greina, að hið opinbera hefði forgöngu um stofn- un þeirra, um opinber fyrirtæki yrði að ræða, og nauðsynlegs fjár aðallega aflað með lántökum er- lendis. Enn fremur mætti leyfa erlendum aðiljum að koma hér á fót fyrirtækjum undir eftirliti hins opinberra og væntanlega með aðild þess og/eða annarra aðila hérlendis að rekstrinum. Ættu lands- menn sjálfir hins vegar að leggja fram verulegt fjármagn tii stórrekstrar, enda þótt sú leið ein mundi tæpast fullnægj- andi, þvrfti þátttakan að vera sem almennust, og í því efni gætu almennings- hlutafélög gegnt mikil- vægu hlutverki, ef vel tekst til. Má benda á, að við stofnun Eimskipafé- lags íslands fékkst veru- leg þátttaka almennings, þar seni stofnendur munu hafa verið um 1400 (þar af allmargir vestan hafs). Af þessu dæmi verður þó ekki ráðið, hvernig slíkar tilraunir mundu takast nú, hálfri öld síðar. A þessari öld tækni- framfara gætir mikillar fjárþarfar í atvinnulífinu, ekki einungis í hinum vanþróuðu ríkjum, heldur einnig í háþróuðum iðn- aðarríkjum. Fræðilega séð FKJÁLS VERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.