Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 24
Haukur Helgason, cand. oecon.: Almenningshlutafélög Hatikur Helgason er Í5 ára aíV aldri og lank kandidatsprófi í viðskiptal'ræðum frá Háskóla Islands vorið 19ö0. Hann hlaut styrk þann til framltaldsnáms, er Egill Vilhjálmsson hf. veitti í tilefni af 30 ára afmæli fyrirtækisins haustið 1950. Er Jtað Jtriggja ára styrkur. Haukur býr sig nú undir doktorspróf í Jtióðhagfræði við há- skólann í Hamborg. Hvað er „almenningshlutafélag"? Þótt hugtakið „almenningshlutafélag“ hafi enn ekki öðlazt hefð í íslenzkri tungu, mun það helzt svara til þess, er á þýzku hefur verið nefnt „Volks- aktienunternehmen“ („Volksaktiengesellschaft"), og þykir mér rétt að styðjast við það. Til samræmis mætti ef til vill þýða þýzka orðið „Volksaktie“ sem „almenningshlutabréf“ til aðgreiningar frá „venju- legum“ hlutabréfum. Hvorugt þessara hugtaka, „al- menningshlutabréf“ eða „almenningshlutafélag", hefur hlotið afmarkaða skilgreiningu í lögum, hér- lendum eða erlendum, en óhætt mun að fullyrða, að þau hafi a. m. k. í Vestur-Þýzkalandi og Austur- ríki fengið nokkuð ákveðna merkingu í hugum manna'. Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri, scm öðrum frem- ur hefur látið almenningshlutafélög til sín taka i ræðu og riti og haft lofsverða forgöngu um þetta nýmæli hér á landi, mun jafnan hafa miðað við eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu „almennings- hlutafélag“ (sem fyrst mun hafa komið fram í tímaritinu „Stefni“ haustið 195!)): „Almennings- hlutafélag er félagsskapur stofnaður í atvinnuskyni með þátttöku sérhvers, sem leggja vildi fram fé til að eignast hlut í félaginu í von um hagnað“ (Frjáls verzlun, 3. hefti 1961). Enda þótt skilgreining þessi sé mjög víðtæk, virð- ist það þó hafa vakað fyrir höfundi, að um veru- lega dreifingu hlutafjárins meðal almennings væri að ræða, ef réttlæta ætti Jiessa nafngift, enda kem- ur það jafnan fram hjá Eyjólfi, að hann telur Jiað eitt helzta vandamál við stofnun almenningshluta- félaga, að hlutabréfin kunni að „safnast í hendur hinna efnaðri, svo að þegar fram í sækir verði ekki um nein almenningshlutafélög að ræða“ (Mbl. 11. okt. 1959). Leikur Jiá ekki á tveim tungum, að of- angreind skilgreining er óþarflega víð, þar sem samkvæmt henni mætti t. d. kalla hlutafélag „al- menningshlutafélag", þótt einungis 5 menn reyndust vilja leggja fram fé til að eignast hluti í því (t. d. sakir áhættu, er bundin væri atvinnurekstri þeim, sem stunda skyldi). Gæti hér verið um hið merkasta hlutafélag að ræða, en fáir mundu verða til þess að kalla það „almenningshlutafélag". Sé miðað við venjulega merkingu hugtaksins „hlutafélag“, mætti ef til vill segja, að almennings- hlutafélag væri hlutafélag, þar sem hlutafé væri dreift á mjög margra hendur og hamlað væri með sérstökum ráðstöfunum gegn því, að hlutaféð safn- aðist á fárra hendur. Enn fremur gengju hluta- bréfin kaupum og sölum á almennum verðbréfa- markaði eftir ákveðnum reglum. Þcssi skilgreining virðist mér í samræmi við Jiað, sem erlendis tíðkast. Til samanburðar vil ég geta skilgreiningar, sem dr. Hermann Lindrath, fyrrum ráðherra í vestur- Jiýzku stjórninni (hann lézt í ársbyrjun 1960), gaf sambandsjiinginu í Bonu á hugtakinu „almennings- hlutabréf“: — Hanuhafahlutabréf að nafnverði 100 þýzk mörk. — Hlutafénu er dreift á mjög margra hendur og ráðstafanir gerðar til að hindra söfnun þess í heridur fámennra hagsmunahópa. — Hluthafinn hefur rétt til að ráðstafa hlut sínum að vild. -— Útgáfugengi bréfsins er ekki ákveðið með til- liti til væntanlegs gengis Jiess á almennum verð- bréfamarkaði, heldur haft talsvert lægra. Það kom í hlut dr. Lindraths að annast undir- 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.