Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 10
markaðinum og útvegar hún það, þegar engir sér- stakir örðugleikar cru fyrir hendi“. Þessir sérstöku örðugleikar virðast löngum hafa verið fyrir hendi, þar sem Viðtækjaverzlunin hefur jafnan verið mjög ófús til að uppfylla óskir út- varpsnotenda í þessu tilliti. Þar hcfur skömmtunar- og landsföðurhugsjónin ætíð orðið ofan á og öllum sérstökum óskum oftast vísað á bug, enda ekki þýðingarmikið markmið að þjóna viðskiptavinum stofnunarinnar og öðrum útvarpsnotendum. Það kann að vera réttlætanlegt, að ríkið hafi einkasölu á lyfjum og áfengi, en það er engan veginn réttlætanlegt, að ríkið hafi einkasölu á við- tækjum. Þar hefur það engin skilyrði til að veita þá þjónustu útvarpsnotendum til handa, sem óhjá- kvæmilegt er, að sé fyrir hendi, ef vel á að fara í þessari grein viðskipta. Viðtækjaverzlun ríkisins hefur aldrei veitt út- varpsnotendum í landinu neina þjónustu að ráði. Viðgerðarstofu útvarpsins var ætlað að veita nauð- synlega þjónustu vegna viðhalds og viðgerða við- tækja Iandsmanna. Ríkisútvarpið hcfur nú gefizt upp á rekstri Viðgerðarstofunnar eftir stórkostleg- an taprekstur um langt árabil. Ríkisútvarpið sjálft veitir heldur enga ])jónustu á þessu sviði, enda starfssvið þess allt annars eðlis. Reynslan hefur sannað, að cinkaframtakið eitt befur skilyrði til að láta í té þá þjónustu, sem útvarpsnotendur óska eftir í sambandi við viðhald og viðgerðir viðtækja og skyldra tækja. Viðtækjaverzlun ríkisins á að hverfa úr við- skiptalífi þjóðarinnar og fáir munu sakna hennar. Reynslan mun einnig sanna, að innflutningur og dreifing viðtækja og hluta til þeirra er bezt borgið í höndum einkaframtaksins í landinu, því óhætt er að fullyrða, að einkafyrirtæki gætu boðið viðtæki frá viðurkenndum framleiðendum á fyllilega sam- bærilegu verði við verð það, sem er á viðtækjum frá Viðtækjaverzluninni, cn varahlut.i og viðgerðar- efni jnundu þau geta boðið á mun lægra verði en nú er á þeim vörum hjá Viðtækjaverzluninni, mið- að við gildandi verðlagsákvæði, sem þau verða að hlíta. Enn fremur mundu þau bjóða upp á mun betri þjónustu en Viðtækjaverzlunin veitir, eins og þau verzlunarfyrirtæki, sem verzla með margs konar heimilistæki, sýna bezt, enda þótt álagning þeiría sé allmiklu lægri en verzlunarálagning Viðtækja- verzlunarinnar. Það verður því aðeins séð fyrir þörfum og hags- munum íslenzkra útvarpsnotenda, hvað tækjakost og viðhald snertir, að Viðtækjaverzlun ríkisins verði lögð niður. Með því móti verða enn fremur bezt tryggð hagkvæmust útvarpsnot í þágu menningar þjóðarinnar. Vilhjcdmux H. Vilhjctlmsson: Hvað sparasf ríkis- sjóði við samein- ingu Áfengis- og tóbakseinkasölu ríkisins! Þegar farið var þess á leit við mig, að ég segði hér nokkur orð um Tóbakseinkasöluna sálugu eða Tóbaksverzlun ríkisins, eins og hún heitir nú end- urreist, varð mér það ljóst, að ég hafði hvorki að- stöðu né tíma til að gera því máli þau skil, sem skyldi, sérstaklega vegna skorts á gögnum um reksturinn undanfarið, svo og hins, að hið nýja fyrirtæki — Áfengis- og Tóbaksverzlun ríkisins — er fyrir svo stuttu tekið til starfa, að lítil reynsla hefur fengizt fyrir því, hvernig hið nýja fyrirkomu- Iag gefst. Það eina sem ég man eftir í bili að hafa heyrt um þetta opinberlega, er að fjármálaráð- herra lýsti því yfir, að fækkað hefði verið um 11 starfsmenn, er sameiningin átti sér stað. Mér fannst það skylda mín sem stuðningsmanns stjórnarinnar að reyna að leggja liönd á plóginn og styrkja hana í þeirri viðleitni, sem hún hefur marglýst yfir og sýnt, að hún vill sparnað í opin- berum rekstri, ef verið gæti, að liægt væri að benda á leið til sparnaðar í þjóðarbúinu, þó þannig að þjónustan við almenning minnkaði ekki frá því, sem hún nú er. Þær eru orðnar margar áskoranirnar til ríkisstjórna undanfarinna ára frá Verzlunarráði íslands, Félagi ísl. stórkaupmanna, iðnrekendum, kaupmannasamtökunum og mörgum öðrum félögum um að leggja niður eitthvað af einkasölum og ýmsum ríkisfyrirtækjum, en litill árangur náðst, þar cð Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft þingmeirihluta til að koma þeim málum fram þrátt fvrir góðan 10 FRJÁLS VERZLUV

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.