Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 31
eitt btærsta fyrirtæki Vestur-Þýzkalands og tví- mælalaust vinsælasti bifreiðaframleiðandi. Fjárhag- ur þeirra hefur jafnan staðið með blóma, og endur- bygging var gerð án lánsfjár. Samkvæmt síðustu reikningsskilum námu varasjóðir 240 milljónum marka. Velta var árið 1955 1,44 milljarðar marka, 1959 3,54 og 1960 var hún komin upp í 4,4 mill- jarða. Fjöldi starfsmanna var um 32 þúsund árið 1955, en um 54 þús. 1960 og yfir 60 þús. 1961. Bif- reiðaverksmiðjurnar „Daimler-Benz A. G.“, Stutt- gart, munu á ýmsan hátt sambærilegar við Volks- wagenwerk. Velta hins fyrr nefnda var árið 1960 um 3,8 milljarðar marka, en hlutafé nam 180 millj- ónum. Samanborið við veltu Volkswagenverksmiðj- anna og hlutafé mátti að öðru jöfnu búast við, að gengi hlutabréfa í þeim yrði á almennum markaði um þriðjungur af gengi bréfa í Daimler-Benz, eða um 740%, og virðist það ekki hafa orðið fjarri lagi (sbr. síðar). Stjórnarandstaðan í Vestur-Þýzkalandi hélt því fram, að gengi bréfanna við útgáfu hefði af stjórn- málaástæðum verið ákveðið um helmingur þess, sem „rétt“ hefði verið, þ. e. til að örva áhuga almenn- ings með hinum auðfengna gróða og afla stjórnar- flokknum fylgis. Ríkisstjórnin taldi hins vegar, að óhæfa hefði verið að hafa gengið hærra en 350 af hundraði. í fyrsta lagi væri þess enginn kostur að að sjá fyrir með nokkurri vissu, hvert það gengi yrði, sem myndaðist á almennum verðbréfamarkaði fyrir tilstilli framboðs og eftirspurnar. t öðru lagi hefði mátt saka liið opinbera um „spákaup- mennsku“, ef hið óvenjulega háa gengi hlutabréfa almennt á árunum 1960—61 hefði verið lagt til grundvallar. Um „sóun á almannafé“ væri ekki að ræða, þótt gengið hefði getað verið hærra. Hið síðast nefnda atriði kom raunar ásamt fleiri ákvæð- um laga til kasta stjórnlagadómstólsins í Karlsruhe, og töldu kærendur hið lága útgáfugengi hlutabréf- anna brjóta í bág við það lagaákvæði, að óheimilt sé að selja eignir ríkisins lægra verði en því, scm svari til fulls verðmætis þeirra. Dómstóllinn vísaði öllum kæruatriðum á bug. Kauptilboð starfsfólks verksmiðjanna gengu fyr- ir öðrum, og áttu starfsmenn völ á allt að tíu bréf- um, og voru engin takmörk sett um tekjur þeirra til þess að „styrkja tengsl allra starfsmanna við fyrirtækið og forðast óæskilega skiptingu þeirra í hagsmunahópa“. Verksmiðjurnar gáfu hverjum starfsmanni kost á einu klutabréfi án endurgjalds, enda fór svo, að nær allt starfsfólkið eignaðist bréf. í lilnt starfsmanna mnnu hafa komið 8,4 af hundr- aði allra seldra bréfa. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutum stóð í tvo mánuði, frá 16. janúar til 15. marz 1961. Söfnun hlutafjár annaðist fyrir hönd hins opinbera félag nokkurt (Konsortium), er komið var á fót í því skyni og að stóðu bankar, sparisjóðir og lánastofn- anir samvinnufélaga bænda. Um hálf önnur milljón tilboða barst, eða talsvert fleiri en ráð hafði verið fyrir gert. Þar sem nafnverð hvers bréfs var eitt hundrað mörk og tala þeirra 3,6 milljónir, koinu aðeins í hlut hvers einstalcs lduthafa '2,lt bréf að ?neðaltali í stað þeirra fimm bréfa, sem flestir höfðu óskað eftir. Fór þess vegna svo, að þeir einir komu til greina, sem kost áttu á afslætti, þannig að há- tekjumenn voru útilokaðir. Oll kauptilboð starfs- fólks Volkswagenverksmiðjanna hlutu afgreiðslu (allt að tíu bréfum). Af öðrum fékk hver sá er þess æskti, 2 bréf, en hlutkesti var látið ráða um hið þriðja. Of langt mál yrði að brjóta hér til mergjar ein- stök lagaákvæði og framkvæmdaratriði, en fróð- legt er að athuga nánar þá þætti, sem ætlað er að stuðla að sem varanlegastri dreifingu hlutafjár í Volkswagenverksmiðjunum. Talið er fullvíst, að fæstir „almenningshluthafanna“ hafi nokkru sinni áður eignazt hlut í fyrirtæki. Nú er markaður sá, þar sem verksmiðjurnar selja mestan hluta fram- leiðslu sinnar, „oligopol“ í víðari merkingu, ]). e. fjöldi seljenda er ekki meiri en svo, að framboðs- magn hvers einstaks þeirra er verulegur hluti heild- arframboðsmagnsins. Ekki væri að undra, þótt aðrir bifreiðaíramleiðendnr, þ. e. einkum Daimler-Benz, Ford og Opel, hefðu nokkurn áhuga á því að öðlast tangarhald á Volkswagenverksmiðjnnum. Verður nú birt yfirlit yfir helztu atriði, er hamla eiga gegn „koncentration“: 1) / hlut hvers einstaks „almenningshluthafa“ lcomu aðeins 2—3 af samtals 3,6 milljónum hluta- bréfa. 2) Nafnverð hvers bréfs var aðeins 100 mörk 3) Atkvœðisréttur hvers einstaks hluthafa var takmarkaður við 1/10000 alls hlutafjár, eða 60000 mörk, þótt hann kynni að eignast meira (þegar hlutabréfin ganga kaupum og sölum á almennum markaði). 4) Atkvœðisréttur á grundvelli umboða var talc- markaður við 1/50 alls hlutafjár, eða 12 milljón mörlc. 5) Þeir einir máttu kawpa hlutabréfin, auk starfs- FRJArS VERZLUN S1

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.