Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 20
Fyrirtæki Haraldar Böðvars- sonar & Co. er eitt þeirra, sem nátengdust eru íram- farasögu Akraness á síð- ustu áratugum. Það má segja, að þróun staðarins og fyrirtækisins hafi fylgzt að á órjúfandi hátt — hag- ur annars hefir verið hagur beggja. Sömu fyrirtæki ásamt tveim öðrum starfrækja og aðra fiskverkun, svo sem söltun, skreiðarverkun o. fl. Síldar- og fiskimjölsverksmiðja var reist árið 1938 og var sú fyrsta við Faxaflóa er unnið gat nýja síld. Afkastageta verksmiðjunnar er nú 1000 mál á sólarhring. Annar iðnaður en sá, sem að sjávarútvegi lýtur, er allmikill orðinn á Akranesi. Ber þar fyrst að telja Sementsverksmiðju rikisins, sem hóf vinnslu á íslenzku sementi árið 1958. Er Sementsverksmiðj- an stærsta fyrirtæki á Akranesi með yfir 100 manns í þjónustu sinni. Næststærsta iðnfyrirtækið á Akranesi mun vera Dráttarbraut Akraness og Vélsmiðja Þorgeirs og Ellerts. Er nú fyrirhuguð mikil stækkun á þessum fyrirtækjum, en framkvæmdastjóri þeirra og aðal- eigandi cr Þorgeir Jósefsson. Þá eru á Akranesi starfræktar fjölmargar trésmíðavinnustofur (8), raf- tækjavinnustofur eru 3, bifreiðaverkstæði 4, vél- smiðjur 3. Auk þess má nefna blikksmiðju, báta- stöð, prentverk, 2 brauðgerðarhús, 2 þvotta- og efnalaugar, 2 glerslípanir, ljósmyndastofu og 2 rak- arastofur. Á Akranesi eru nú yfir 20 verzlunarfyrirtæki og sum allstór, svo sem Kaupfélag Suður-Borgfirðinga, Verzlunin Staðarfell og Sláturfélag Suðurlands. Þá skal Sparisjóðs Akraness getið, en hann er undir öruggri stjórn Árna Böðvarssonar orðinn einn iifl- ugasti sparisjóður hérlendis. Áður hefir verið á það minnzt, að fyrsta skóla- hús á Akranesi var reist árið 1879. Nýr barnaskóli var svo tekinn í notkun 1912, og enn var flutt í nýtt og vandað barnaskólahús 1950. Er það nú þegar orðið of lítið og ráðgerð stækkun eða bygg- ing nýs húss. Gagnfræðaskóli var stofnaður á Akra- nesi árið 1943. Var hann fyrst til húsa í húsi bæj- arins við Kirkjubraut, þar sem nú eru bæjarskrif- stofur, bókasafn, lögreglustöð o. fl. Er barnaskól- inn árið 1950 fluttist í hið nýja hús, fékk skólinn gamla skólahúsið, sem reist hafði verið 1912, til afnota. Árið 1959 var svo flutt í nýtt og vandað skólahús, sem reisa á í áföngum og mun nægja skólanum um langt árabil. Iðnskóli Akraness var stofnaður árið 1936. Var hann löngum í sambýli við hina skólana og aðeins kcnnt síðari hluta dags, en hcfir nú fengið gamla skólahúsið einn til um- ráða og var breytt í dagskóla árið 1960. Tónlistar- skóli hefir starfað hér síðan 1955, og Námsflokkar Akraness frá 1957. Tónlistarskólinn er í leiguhús- næði, en námsflokkarnir hafa fengið inni í Barna- skólahúsinu. Sundlaug og íþróttahús standa hlið við hlið við Laugarbraut. íþróttahúsið er ekki gam- alt, en allt of lílið, og er ráðgerð bygging nýs húss. Sundlaugin er vfirbyggð. Nefnist hún Bjarnalaug 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.