Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 40
jafnaðarlega sent út'hingað hvert sumar til verzl- ana sinna, og það stórsnmmur stundum. — Vér iEtlum líka, að verzlunum hans hefði eigi orðið eins haldsamt á svo mörgum hinna ríkari og merkari viðskiptamanna hér á landi, hefðu þeir ekki fengið þar jafnan peninga eftir þörfum, jafnframt áreið- anlegum viðskiptum að öðru. Knudtzon stórkaupmaður kvað nú að sögn vera stórríkur maður orðinn; — mega Islendingar unna honum þess vel, hvort sem honum hefur mest- megnis græðzt auður sinn fyrir verzlun sína hér á landi, eður meðfram fyrir önnur verzlunarfyrir- tæki sín, er hann kvað enn halda uppi víðsvegar annarsstaðar. Því Knudtzon hefur aldrei einbund- ið sig við smásmugleg viðskipti hér á Iandi ein- göngu sér til gróða, heldur hefur hann bæði lagt hér stórfé í sölurnar til ýmsra fyrirtækja, er mætti verða til þess að auka atvinnuvegi vora og efla hag vorn á ýmsan veg, og hefur að því leyti tekið fram öllum öðrum samtíða kaupmönnum vörum. — Þá er hann hélt Vestmannaeyja-verzlunina lagði hann mikið stórfé í sölurnar til þess að koma þar upp, eins og hér syðra, hákarla og fiskveiðum á þiljubátum. — Uin 1830—’33 keypti hann brenni- steinsnámana i Krýsuvík, og kostaði ærnu fé til þess að gjöra þá arðsama og landinu og landsmönn- um atvinnusama, og var þetta eins viðurkenningar- vert fyrir því, þó að ekki hefði hann annað né meira í aðra hönd upp úr öllum þeim tilkostnaði, heldur en Buhsbyl) hafði um árin 18.59—’61, — helberan skaðann og eigi annað. — Knudtzon reisti fyrstur bakarastofnun þá, sem hér er enn, pantaði hcnni til forstöðu heiðursmanninn D. Bcrn- höft bakarameistara, og lét halda þar uppi bak- verki um hríð á sinn kostnað að öllu, en seldi síðan Bernhöft við næsta vægum og aðgengilegum kjör- um. — Knudtzon lét og byggja hér frá stofni þá eínu vindmylnu, sem hér er að liði, þá sem enn er hér á Arnarhólsholti fyrir sunnan alfaraveginn. Það er ckki sérlega tiltökuvert, að verzlun Knudtzons hér í Reykjavík hefur um mörg ár mátt bera langþyngst bæjargjald allra gjaldenda í bæn- um, og hefur hann þó aldrei borið sig upp undan því. Vér ætlum að það hafi svarað nálega 1/25 allra bæjargjaldanna árlega, en samt er það til sannindamerkis um, hvað verzlun hans hér hefur staðið föstum fótum og með miklum blóma til þessa, og hve margir aðrir bæjarbúar hafi haft 1) T*. e. Englewlingur, sem tók námurnar á leigu. atvinnu sína af þeirri verzlun nú um hálfa öld. — En hitt er tiltökuverðara, að Knudtzon, þótt hann sé búsettur erlendis, hefur ríkulega og rausnarlega veitt og gefið fríviljuglega stórfé til þeirrar stofn- unar, er Reykjavík er til ómetanlegs viðgangs og framfara, en það er barnaskólinn. Bæjarbúar hefðu að vísu mátt bíða hans enn um mörg ár, hefðu ekki þeir Knudtzon og Carl Fr. Siemsen gefið bæn- um sameiginlega svo vænt og rúmgott hús, eins og er þetta barnaskólahús vort, er þeir gáfu bænum 1860, fullra 5—6000 rd. virði. Því bæjarbúum sjálf- um hefði orðið um megn og það um langan aldur, að leggja fram jafnmikið fé, auk hins er árlega þarf til skólahaldsins. — Má því mcð sanni segja, að það sé að þakka þessari ríklund Knudtzons og C. F. Siemsens, og veglyndi þeirra og rækt við Reykja- víkurbæ, að vér Reykvíkingar eigum nú að fagna velskipaðri barnaskólastofnun þessari, þar sem allt að 100 börnum geta notið góðrar uppfræðingar og menntunar. Óðar en Knudtzon stórkaupmanni var skýrt frá því héðan nú í haust, að nú væru menn farnir að skjóta saman fé til sjúkrahússtofnunar í bænum, svaraði hann aftur með þessari síðustu póstskips- ferð, að hann vildi gefa til þeirrar stofnunar 50 rd. árlega um hin næstu 5 ár eða samtals 250 rd. — Carl Fr. Siemsen kaupmaður gaf jafnmikið og Knudtzon, og svo gaf Hans A. Clausen agent einn- ig 100 rd. til sjúkrahússins. — Knudtzons stórkaupmanns mun því bæði lengi og að góðu getið í annálum vorum, ekki aðeins sakir kaupmannsauðnu sinnar og allrar röggsemi, dáðar og dugnaðar nú um fulla hálfa öld, heldur einnig fyrir það, að hann hefur viljað efla sannan og verulegan hag og viðgang Jiessa lands fléstum kaupmönnum fremur.“ Rúmum hálfum mánuði eftir að grein þessi birt- ist, eða 17. nóvember 1S64, andaðist Knudtzon suður í Kaupmannahöfn, og var talinn stórauð- ugur maður. Ekkja hans hélt verzlunum hans áfram þangað til hún afhenti syni sínum, N. II. Knudtzon þær árið 1872, og cftir það voru verzlanirnar reknar undir nafninu P. C. Knudtzon & Sön. Þessar miklu verzlanir voru svo reknar til ársins 1895, cn það ár seldi Knudtzon eignir sínar og varð bankastjóri í Þjóðbanka Dana. Þá keypti Landsbankinn eign- irnar í Reykjavík, enda standa nú húseignir bank- ans á þessum gömlu lóðum grossera Knudtzons. 40 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.