Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 44
„Sannleikurinn er nú sá, að hann datt bara úr skíðalyftunni." „Ég var alls ekki undir áhrifum áfengis, yðar náð,“ sagði hinn ákærði. „Nú, lögregluþjónninn segir, að þér hafið reynt að klifra upp í götuljósker." „Hvað munduð þér gera, yðar náð, ef fíll og tveir krókodílar væru á hælunum á yður?“ ★ Læknir var kallaður heim til geðstirðs auðmanns. „Jæja, hvað amar að yður?“ spurði hann glaðlega. „Það er nú einmitt það, sem þér eigið að ganga úr skugga um,“ anzaði auðmaðurinn. „Stendur heima,“ mælti læknirinn, „en vður er vonandi sama, þótt ég kalli á dýralækni, því ég treysti mér ekki til að komast að því, án þess að fá svör við nokkrum spurningum.“ ★ Sonurinn, sem er að tala í símann, snýr sér að föður sínum, sem situr og reiknar af kappi: „Pabba Nonna langar til að fá að skrifa heimadæmin rnín upp, þegar þú ert búinn með þau!“ ★ Kona spyr í listmunabúð: „Teljið þér þessa hryll- ingu list?“ „Nei, frú,“ svaraði afgreiðslustúlkan, „þér eruð að horfa í spegil.“ Lögregluþjónninn stöðvaði bílinn með miklum hemlahvin og spurði lítinn dreng, sem var að leika sér úti í móa. „Hefur þú séð flugvél hrapa hérna í grenndinni?" Drengurinn (reynir að leyna teygjubyssunni sinni): „Nei, ég hefi bara verið að skjóta á flöskuna þarna á staurnum.“ ★ „Hvað tekur langan tíma að draga úr mér tönn?“ spurði sjúklingur. „Aðeins tvær sekúndur.“ „Og hvað kostar það.“ „Tvö hundruð krónur.“ „Fyrir aðeins tveggja sekúndna vinnu?“ „Nú, ég get svo sem dregið hana hægt, ef þér viljið.“ ★ Gesturinn sá flugu í súpunni sinni, svo að hann kallaði á þjóninn og spurði: „Hvað er Jjessi fluga að gera í súpunni minni?“ Þjónninn leit andartak á fluguna og sagði síðan: „Mér sýnist, að hún sé að æfa baksund, herra.“ ★ „Jón, þú ert órakaður!"

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.