Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 21
Nýr þáttur athafnasögu Akurnesinga hófst, þegar ákveðið var, að sements- verksmiðja ríkisins skyldi staðsett þar. Nú malar hún „gull" úr efnum, sem feng- in eru bæði á sjó og landi. Myndin sýnir, hvernig skeljasandi af botni Faxa- flóa er dælt á land nærri verksmiðjunni. eftir Bjarna Ólafssyni, skipstjóra og kaupmanni, er drukknaði árið 1939. Aðalsamkomusalur Akurnesinga er Bíóhiillin við Vesturgötu. Er hún gjöf til Akraneskaupstaðar frá Ilaraldi Böðvarssyni og konn hans, Ingunni Sveins- dóttur. En Haraldur er, sem kunnugt er, stórtæk- asti og dugmesti athafnamaður, er um getur í sögu Akraness. Sjúkrahús var tekið í notkun árið 1952, og stend- ur nú fyrir dyrum veruleg stækkun á því. Apótek var stofnsett árið 1935. Akraneskirkja var smíðuð 1896. Er það fyrsta og eina guðshúsið, sem staðið hefur á Ski]>askaga. Aður sóttu menn tíðir að Görðum, og þar er enn kirkjugarður Akurnesinga. Bókasafn var stofnað árið 1864 fyrir atbeina Hall- gríms í Guðrúnarkoti. Var það lengi vel lestrar- félag og var löngum til húsa í gamla skólanum En vaxandi staður þarf meira en atvinnutæki. Borg- ararnir krefjast allskonar þjónustu, sem er ekki ónauð- synlegri þáttur í daglegu lífi þeirra en sjálf atvinnan. Á Akranesi hafa risið myndar- legir skólar á undanförnum árum, og þar er einnig full- komið sjúkrahús, sem hér birtist mynd af. FRJALS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.