Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 22
(þeim elzta), og brann mestur hluti þess þar 1944. Hefir það skarð verið bætt að miklu. Bókavörður hefir lengst af verið Sveinbjörn Oddsson, og má segja, að vöxtur og viðgangur safnsins sé hans verk fyrst og fremst. Ymis félög vinna og hafa unnið að menningar- málum. Lengst þeirra allra mun Góðtemplararegl- an hafa starfað. Ekki verður svo skilizt við ritsmíð þessa, að ekki sé minnzt þess mannsins, er framar öðrum hefir unnið að því að bregða ljósi á sögu byggðarinnar á Skipaskaga, Ólafs B. Björnssonar, ritstjóra. Þótt honum entist ekki aldur til að ljúka hinu mikla verki sínu um sögu Akraness, niunu þau tvö bindi sögunnar, sem út komu, og ritgerðir hans í blaði hans, Akranesi, um langan aldur halda nafni hans á lofti. Munu ritverk hans jafnan talin grundvallar- rit um sögu Akraness. Við rit Ólafs hefi ég stuðzt mikið við samningu þessarar greinar. Landareign Skipaskaga náði áður fyrr aðeins yfir fremstu tá nessins, sem Akraneskaupstaður stendur á, og svo var og um laud verzlunarstaðarins um langan aldur. En í árslok 1929 var mestur hluti Garðalands keyptur og árið 1947, það, sem eftir var, og því bætt við kaupstaðarlóðina, sem fyrr segir, svo að nú má heita, að Akraneskaupstaður eigi landrými nokkurt og vaxtarrúm. íbúar kaup- staðarins voru 3932 um síðustu áramót, og hefur fjölgun verið hægari síðustu árin en t. d. 1950— 1956. I upphafi greinarkorns minntist ég þess, að Akra- nes hillir oft upp, þegar horft er yfir Flóann frá Reykjavík. Sýnist þar vera borg í hafi úti. Eigi er þó kaupstaðurinn á Skipaskaga hillingalönd ein og fjólubláar draumaborgir. Hann byggir nú dug- legt fólk og framgjarnt, svo sem knattspyrnumenn Aknrnesinga hafa sýnt og sannað. Hann byggir nú athafnasamt fólk, sem lætur hvergi sinn hlut eftir liggja í sókn þjóðarinnar til betri lífskjara og auk- innar mcnningar. Samkeppnin á öllum sviðum fer ört vaxandi með aukinni tækni í öllum efnum, og gott dæmi um nýja nýtingu hráefnis eru hattarnir, sem stúlkurnar á myndinni eru með á höiðinu. Þeir eru nefnilega úr pappír, sem hefir fengið sérstaka með- höndlun. Þar með má segja, að úr sögunni sé, að pappír sé aðeins til að skrifa og prenta á — eða til að vefja utan um dauðan vaming. Honum má sem sé breyta í fyrirtaks-„umbúðir" handa kvenfólkinu, og það er svo sem sitthvað fleira, sem hann er tilvalinn í. Innkaupataskan, sem konan til vinstri á myndinni heldur á handleggnum, er einnig úr pappír, og sama máli gegnir um netið, sem hangir á veggnum. Hlutir þessir voru allir til sýnis í sambandi við ársþing bandarískra pappírsframleiðenda, sem haldið var í New York ekki alls fyrir löngu, þar fengu menn að sjá níðsterkt garn, sem gert var úr pappír, er fengið hafði sérstaka meðhöndlun. Garn þetta er svo endingargott, að hægt er að sjóða það, þvo eða þurrhreinsa 30 sinnum, án þess að það láti á sjá eða slitni. 22 FR JÁI.S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.