Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 42
Kristján Ó. Skagfjörð lón Guðbjartsson K. Ó. SKAGFJÖRÐ — 50 ára — I>ann 27. apríl síðastliðinn voru liðin fimmtíu ár frá stofnun heildverzlunar Kristjáns O. Skag- fjörð, og er hún þess vegna eitt elzta fyrirtæki sinn- ar tegundar á landinu og einnig í hópi hinna stærstu. Kristján 0. Skagfjörð hóf sjálfstæða verzlunar- starfsemi vestur á Patreksfirði, og þar var honum veitt borgarabréf 27. apríl 1912, en J)ó var honum ekki heimilt að verzla með allt milli himins og jarð- ar, ])ví að sýslumaður bætti })cirri athugasemd í bréfið, að ekki mætti hann verzla með „áfenga drykki“. Var Kristján allvel undir verzlunina búinn, þegar hann hófst handa, })ví að hann hafði ver- ið í Englandi nokkru áður, cins og fleiri fram- gjarnir, ungir menn, sem ætluðu að gerast kaup- koma mundu mönnum á óvart. Fyrsta daginn komu hvorki meira né minna en 70,000 manns í verzlunina til að skoða hana, dást að henni og gera kaup. Wanamaker fór víða um lönd til vörukaupa, meðal annars til Frakklands, en hann var ættaður þaðan, og hann var fyrsti kaupmaður, sem auglýsti og seldi innfluttan varning í ríkum mæli í Banda- ríkjunum. Hann bauð líka bandarískum listamönn- um að selja listmuni sína í verzluninni. Og alltaf var Wanamaker sami auglýsingamað- urinn. Hann lét reisa 30 metra háar grindur úli fyrir verzluninni, þar sem auglýstar voru allskonar vörur með risastóru letri. Eitt sumarið lét Wana- maker sleppa loftbelgjum á loft í Fíladelfíu, og hét hverjum þeim, sem næði slíkum belg og færði verzluninni aftur, alfatnað endurgjaldslaust. sýslumenn, og er hann kom heim þaðan hafði hann aflað umboða fyrir ýmis fyrirtæki þar. Var verzlun hans frá upphafi heildsala og umboðsverzlun og hefir aldrei verið annað. Eftir nærfellt fjögurra áratuga kaupsýslu and- aðist Kristján árið 1951, og árið eftir var fyrir- tækinu breytt í hlutafélag. Eru nú i stjórn þess, frú Emilía Skagfjörð, ekkja stofnandans, Haraldur Á.gústsson og Margeir Sigurjónsson, en Jón Guð- bjartsson hefir verið framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins síðan 1954. Þótt segja megi, að heildverzlun Kr. Ó. Skagfjörðs „verzli með allt“, eins og stofnandanum var heim- ilað forðum með einni undantekningu, er þó lögð höfuðáherzla á veiðarfærasölu. Er um helmingur veltu fyrirtækisins vegna slíkra viðskipta, og eru veiðarfærin aðallcga kcypt í Vestur-'Þýzkalandi og Japan, hinu síðarnefnda einkum upp á síðkastið. Frá upphafi lagði Kristján Ó. Skagfjörð ríka áherzlu á áreiðanleik og orðheldni í öllum viðskipt- um og var því jafnan viðbrugðið, hve gott væri að skipta við fyrirtæki hans af þeim sökum, og hinir nýju eigendur gera sér einnig grein fyrir því, hvc traustan grunn hann lagði að fyrirtækinu með þeim reglum sínum. Býr það að því enn og kappkostað, að viðskiptamenn hafi aldrei aðra sögu að segja af skiptum við það. Heildverzlun Kr. Ó. Skagfjörðs heíir stækkað ört, síðan henni var breytt í hlutafélag. í upphafi var hlutaféð til dæmis 90 þús. kr., en er nú orðið milljón, og fyrir átta árum voru starfsmenn þrír en eru nú 26. Þegar stórverzlunin var sett á laggir, var einnig tekið upp á að póstsenda vörur samkvæmt vöru- skrá, og varð þetta svo vinsæl söluaðferð, að um 1000 pantanir voru afgreiddar daglega árið 1883. En einna mesta athygli mun Wanamaker hafa vakið 1876, þegar hann hafði látið leggja rafmagn í stórverzlunina og lét allt í einu kvcikja á öllum ljósunum í senn, svo að byggingin var öll upp- ljómuð. Ituku blöðin í Fíladelfíu þá upp til handa og fóta og kröfðust þess, að lögreglan gerði við- eigandi ráðstafanir til að girða fyrir, að viðskipta- vinir verzlunarinnar brenndu sig á þessum nýja „andskota“. Þegar Wanamaker andaðist 1922, var hann löngu viðurkenndur rnesti kaupmaður Bandaríkjanna, sem ótal margir hafa síðan reynt að líkjast í hug- kvæmni og dugnaði — en fáum tekizt. 42 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.