Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 41
WANAMAKER stofmmdi fyrstu stórverzlunarinnar Um þessar mundir eru liðin rúm 100 ár frá því, að John nokkur Wanamaker hóf kaupsýslustörf fyrir eigin rcikning í Fíladelfíu, sem var þá ein helzta borg Bandaríkjanna. Wanamaker var ])á tuttugu og tveggja ára gamall, og hann átti eftir að verða frægur, því að það var hann, sem síðar stofnsetti fyrstn stórverzlunina með fjölmörgum deildum, „department store“, eins og slíkar verzlanir nefn- ast á ensku. Wanamáker byrjaði á því, að hann kevpti karl- mannabuxur í stórum stíl, kom sér upp skýli og byrjaði að verzla. Hann gerði sér frá öndverðu grein fyrir gildi auglýsinga, og af þeim 24,07 doll- urum, sem inn komu hjá honum fyrsta daginn, notaði hann 24 dollara til auglýsinga, en 07 sentin hafði hann eftir í kassanum sem skiptimynt til næsta dags. Og Wanamaker hélt uppteknum hætti, auglýsti mikið og með allskonar óvenjulegum brellum til að vekja athygli á verzlun sinni og varningi hennar. Þegar hann hafði verið við kaup- sýslu í 27 ár, gerði hann það, sem enginn kaup- maður hafði gert áður í Bandaríkjunum. Hann setti svo stóra auglýsingu í blað, að hún fyllti hcila síðu. Það vakti undrun margra, sem fannst hann eyða ofmiklu í þetta, en það vakti líka athygli al- mennings, sem streymdi í verzlunina til hans. Fyrsta verzlun Wanamakers var engin nýjung nema í því, að hann setti ákveðið verð á hverja vöru og frá því var ekki vikið. Þar með var úr sögunni prútt það og þref um verð, sem tíðkazt hafði áratugum saman í Bandaríkjunum og víðar. Hann lofaði líka að taka hverja vöru aftur, sem kaupendur væru ekki ánægðir með. Árið 1870 réðst Wanamaker svo í stórvirkið. Hann keypti gamla járnbrautarstöð, sem notuð hafði verið til vöruflutninga, og breytti henni í verzlun, þar sem fá mátti að kalla allt, sem selt hafði verið einungis í sérverzlunum áður. Hann kallaði verzlun „Grand Depot“ (sjá myndina) og auglýsti, að þar væri að finna þúsundir hluta, sem FRJÁLS VERZLUN 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.