Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 26
mun einkum um þrjár leiðir að ræða til að bæta úr fjárþörfinni: 1. Á frjálsum fjármagnsmarkaði. Þessi aðferð er ef til vill hin eðlilegasta. Hins vegar cr hún ótrygg. 2. Fjáröflun með verðhækkun. 3. Ilið opinbera sér um, að nauðsynlegt fjár- magn sé til staðar. Með því að fyrirtækin hafa stöðugt orðið stærri, oft samfara verulegum einkasölutilhneigingum, hcf- ur fjárþörf þeirra vaxið til mikilla muna. Jafn- framt hefur tekju- og eignaskipt.ing orðið jafnari í flestum Evrópulöndum, svo að það er oftast ekki lengur á valdi fárra aðilja að leggja fram nauðsyn- legt fjármagn. Efnahagsleg viðreisn í Vestur- Evrópu árin eftir síðari heimsstyrjöld var að veru- legu leyti grundvölluð á erlendum lánum og gjöf- um (Marshallfé). Ríkisvaldið hafði forgöngu um viðreisnina, þar sem fjárhagur alþýðu manna var mjög bágborinn í flestum þessum löndum. Nú mundi þess fremur von, að allur almenningur feng- ist til virkrar þátttöku í atvinnurekstrinum og fyrir- tækin gætu bætt úr fjárþörf sinni með sölu hluta- bréfa á almennum markaði. Illutafélagsformið er vel til þess fallið að safna fjármagni margra mis- stórra aðila, og má vænta þess, að gildi hlutafélaga fari enn vaxandi í náinni framtíð. Aukinn sparnaður Hin langvarandi verðbólguþróun síðustu ára hef- ur valdið jafnvægisleysi milli framboðs og eftir- spurnar á fjármagni. Óttinn við sífclldar hækkanir verðlagsins, verðbólguhugsunarhátturinn, hefur raskað sparnaðarvenjum þjóðarinnar. Þar sem pen- ingaverðmæti rýrna með verðbólgu, forðast menn að leggja fé sitt í þau, en kappkosta að koma því í verðmæti, sem búast má við að hækki í verði, svo sem fasteignir. Iílutur hreyfanlegs sparnaðar af heildarsparnaðinum fer minnkandi við verðþcnsl- una, enda hafa bankavextir af sparifé til dæmis lengstum verið negatífir, sé tekið tillit til rýrnandi vcrðgildis peninganna, og er þá borin von, að það sparnaðarform njóti virðingar. Með viðreisnarstefnu núverandi ríkisstjórnar var lagt til atlögu við verðbólgudrauginn. Of snemmt er að fullyrða, hvernig þeirri viðureign lyktar, enda er það ekki sízt koinið undir því, hvort forystu- menn ýmissa hagsmunahópa þjóðfélagsins bera gæfu til að setja heilbrigða skynsemi ofar flokka- streitu. Enn mun þess langt að bíða, að verðbólgu- hugsunarhátturinn verði upprættur, en heilbrigt efnahagskerfi er skilyrði þess, að árangurs sé að vænta af tilraunum til að fá alþýðu manna til að öðlast hlutdeild í atvinnurekstrinum, hvort sem það yrði í formi almenningshlutafélaga eða með öðrum hætti. Á verðþenslutímum ætti að öðru jöfnu að verða hagkvæmara að verja fé sínu til kaupa á hluta- bréfum, þar sem búast má við, að gengi þeirra fylgi verðbólgunni. Aðalorsaka þess, að almenning- ur hefur ekki fest fé í hlutabréfum fremur en raun ber vitni, mun hins vegar einkum að leita til skatt- lagningar hlutafélaganna og vöntunar á almennum verðbréfamarkaði. Hinn stighækkandi tekjuskatt- ur, er til skamms tíma var lagður á félög ein- staklinga, varð þeim æ þungbærari sakir verðbólg- unnar, þar sem hækkun peningatekna einna eykur ekki skattgetu manna, séu raunverulegar tekjur óbreyttar. Þurft hefði að stórlækka skattstiga, til þess að skattbyrðin yrði óbreytt. Þessu hefur verið breytt þannig, að nú er Iagður á hlutafélög hlut- fallslegur skattur í stað stighækkandi skatts. Var sú leiðrétting vissulega tímabær. Eigi tilraunir með almenningshlutafélög að gefa góða raun, ber að haga skattlagningu og verðlagningarákvæðum á þann veg, að sú ráðstöfun sparifjár sé a. m. k. að öðru jöfnu ekki óarðvænlegri eigendum þess en „passíf“ (,,óvirk“) ráðstöfun þess, og verður í þvi sambandi að hafa í huga áhættu þá, er fylgir hinni virku þátttöku. Einn megintilgangur ahnenningshlutafélaga er að örva fjármagnsmarkaðinn með því að beina til hans auknu fjármagni. Skilyrði þess, að því marki verði náð, er það, að sparnaður aukist vegna hiny nýja sparnaðarmöguleika, sem til verður. Sé hins vegar einungis um að ræða tilfæringar milli sparn- aðarforma, eru þjóðfélagsleg áhrif hverfandi. Almenningshlutafélögin gefa hinum efnaminni kost á að ávaxta sparifé sitt á fjármagnsmark- aðinum með því að öðlast eignarréttindi á fram- leiðslutækjum. í flestum ríkjum Vestur-Evrópu hafa brúttótekjur þeirra, sem stunda ósjálfstæða atvinnu, vaxið meira hin síðari ár en heildarþjóðar- tekjurnar. Af þessu leiðir meðal annars, að veru- legar breytingar hafa orðið á eignaskiptingunni í þjóðfélaginu. Nú er takmarkasparnaðarhneigðin (þar sem átt er við það hlutfall af tekjuaukningu, sem sparað verður) að öðru jöfnu mun hærri hjá þeim, er hafa háar tekjur, en hinum, sem lægri tekjur bera úr býtum. Þess vegna virðist mega gera ráð fyrir, að öðru óbreyttu, að breytt tekju- 26 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.