Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.04.1962, Qupperneq 39
Bernhöftsbakarí við Bankastræti (bakaríið er nu ilutt þaðan) 1) Norðborgarverzlunin í Reykjavík, í Hafnarstræti 8—10, sem Knudtzon fékk. 2) Miðbúðirnar í Hafn- arfirði, sem Thomsen yngri fékk og rak árin 1824— ’33, enda var þá búsettur þar, — og 3) Miðbúðirnar í Keflavík, sem voru eign Sveinbjarnar Ólafssonar 1804 og seinna H. P. Duus.] P. C. Knudtzon er því búinn að reka verzlun hér á íslandi um full 50 ár, og er óhætt að segja, að Juað hafi verið bæði af mestu gerð og með svo hreinum og affaragóðum viðskiptum landsmönnum til handa, sem orðið gat og framast var kostur á með því fyrirkomulagi verzlunarinnar, sem var hér á landi fram til 1854, er verzlunin var gefin laus. Það var hvorttveggja, að Knudtzon kom hér sjálfur árlega á sumrin um nokkuð mörg ár á tímabilinu 1824—’38, ferðaðist hér á milli 4 kaup- staða sinna, er þá voru í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og Vestmannaeyjum, leit sjálfur eftir öllu, samdi um aðalkaupin og mátti þá heita, að hann væri aðalsálin í verzluninni hér sunnanlands þau sumur, og að hann hcfði hana einn í hendi sér; því sjaldan þótti það ráð ráðið með kaupmönnum vorum hér, nema Knudtzons ráðum hlítti, enda hefur hann einkennt verzlanir sínar hér syðra, að minnsta kosti, flestum sunnlenzkum kaupmönnum fremur, er hér hafa átt viðskipti sem verzlunar- eigendur og fastakaupmenn um þessi sömu 50 ár, með 3 aðalkostum, — að hann hefur jafnan haft einhverja hina áreiðanlegustu verzlunarstjóra (,,factora“) og vinsælustu, og hefur ekkert til þess sparað, hafa því viðskiptin við þær verzlanir hans jafnan þótt hin áreiðanlegustu að haldinyrðum í samningum og reikningsfærslu, — vér vitum og eigi nema sárfá dæmi þess, að afreikningar frá verzlunum Knudtzons hafi verið véfengdir. — Ann- ar kosturinn hefur það verið, að hann hefur eigi aðeins verið oftast fyrstur allra kaupmanna til þess að senda hingað skip sín með nauðsynjavöru á vorin, þegar skortur hefur verið orðinn mestur á þeim vörum, heldur hefur hann oftast haft, vetrar- birgðir hér flestum kaupmönnum fremur. — Þriðja kostinn teljum vér þann, er þess hefur jafnan verið gætt við verzlanir hans fyrr og síðar, að þaðan hefur aldrei neinn skildingur verið sendur til Dan- mcrkur, svo vér vitum, en þær þvert á móti verið birgðar upp með peningum, er Knudtzon hefur FR.TÁLS VERZUTN 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.