Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 4
skipaður af ríkisstjórninni og Lúðvig Guðnnmdsson, skólastjóri, tilnefndur af Félagi útvarpsnotenda. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, tók síðar sæti Lúðvigs Guðmundssonar vegna fjarvistar hans. Nefndin samdi frumvarp til iaga um heimild handa ríkisstjórninni til ríkisrekstrar á útvarpi, og var það samþykkt sem lög frá Alþingi réttu ári síðar, í maí 1928. Með þessum lögum var Landssímanum falinn rekstur stöðvartækjanna og reikningshald, en yfir- umsjón með starfsemi útvarjjsins var falin út- varpsráði og daglegur rekstur útvarpsstjóra, sam- kvæmt fyrirmælum útvarpsráðs og landssímastjóra. Lögin gerðu ráð fyrir, að hallinn, sem verða kynni á rekstrinum, skyldi greiddur úr ríkissjóði, en tekna skyldi aflað með ákveðnu ársgjaldi á hvert tæki. Nefndin hafði hugleitt þá leið til þess að auka tekjur útvarpsins að taka 10% aukatoll af viðtækj- um og varahlutum, en réð frá því, þar sem hún taldi, að gjöldin, sem notendur ættu að greiða, væru há. Svo gerist það einhvern tíma árið 1929, að Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðhcrra, býður Jónasi Þorbergssyni að taka að sér forstöðu útvarpsins, og tekur Jónas því, með þeim skilvrðum þó, að út- varpið yrði sjálfstæð stofnun, og að honum yrði falið að semja nýtt frumvarp til laga um útvarpið, og var gengið að þessum skilyrðum. í marz 1980 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um viðauka og breyting á Iögum frá maí 1928 um heimild handa ríkisstjórninni til ríkis- rekstrar á útvarpi. Flutningsmenn frumvarpsins voru Bjarni Ásgeirsson og Lárus Helgason. Frumvarpið fól í sér breytta skipan á stjórn út- varpsins og aðskilnað frá rekstri Landssímans og auk þess heimild til ríkisstjórnarinnar til þess að ákveða einkasölu á útvarpstækjum. Skyldi ríkis- sjóður leggja fram nauðsynlegt rckstrarle, en hagn- aður af einkasölunni rcnna til útvarpsins. Um frum- varpið urðu harðar deilur á Alþingi. Sjálfstæðis- menn snerust gegn því og voru andmælendur þeir Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Auðunn Jónsson, Jón Þorláksson, Sigurður Eggerz, Olafur Thors og Pét- ur Ottesen, en með frumvarpinu mæltu, auk Bjarna Ásgeirssonar, Hannes Jónsson, Ingvar Pálmason og Tryggvi Þórhallsson. Þeir sem með frumvarpinu mæltu, héhlu [)ví fram, að hagur notenda yrði bezt tryggður ineð því að hafa einkasölu, sem aðeins skipti við þá fram- leiðendur útvarpstækja, sem þá voru viðurkenndir. Andstæðingarnir bentu hins vegar á þá staðreynd, sem landssímastjóri hafði leitt í ljós, að útvarps- tæki væru hér mun ódýrari en í nágrannalönd- unum og að í frjálsri samkeppni héldu beztu tækin velli, og innflytjendur legðu sig fram um að út- vega sem bezt tæki við sem vægustu verði. Hvað hefur svo reynslan sýnt í þessu efni? Við- tækjaverzlun ríkisins hefur aðallega beint viðskipt- um sínum til þeirra þriggja verksmiðja, sem áður höfðu unnið sér markað á Islandi og höfðu hér góða umboðsmenn. Nú er umboðið í höndum við- tækjaverzlunarinnar, og að sjálfsögðu vilja ávallt takast óeðlileg tengsl milli einkasölu og þcirra fáu framleiðenda, sem hún skiptir við. Á þessu sviði er einmitt mikil samkeppni milli framleiðenda og tæki hafa komið fram með nýjum eiginleikum, en að sjálfsögðu leggja notendur misjafna áherzlu á hina ýmsu eiginleika tækjanna. íslenzkir notend- ur hafa ekki notið góðs af þessari samkeppni nema að takmörkuðu leyti. í þessum efnum skiptir viðgerðaþjónusta mjög miklu máli. 1 október 1957 sendi yfirverkfræðingur útvarpsins útvarpsstjóra skýrslu vegna athugana á viðgerðastofu útvarpsins. Hún hafði þá verið rekin með halla um tíu ára skeið, þótt viðgerða- stofur einstaklinga hefðu hins vegar getað þrifizt. í þessari skýrslu scgir yfirverkfræðingurinn: „Önn- ur hlið þessara mála er innflutningur viðtækja og viðgerðarefnis hjá Viðtækjaverzluninni. Öll slík innkaup A'irðast vera af mesta handahófi og ])ess alls ekki gætt að hafa rétta varahluti á boðstólum, auk þess sem afgreiðsla hjá verzluninni er í mesta ólestri. Þetta atriði stendur öllu viðhaldi á tækja- kosti landsmanna mjög fyrir þrifum, og nú eru nær allar viðgerðir stöðvaðar fyrir efnisskort. Al- mennur gjaldeyrisskortur á þar nokkra og mikla sök, en val á varahlutum og skökk innkaup valda þó þar mestu um. Það virðist þvi vera eðlilegt, að ef Alþingi og ríkisstjórn ætlast til þess að Ríkis- útvarpið eigi að styðja að bættum útvarpsnotum í landinu með því að halda uppi og styrkja við- gerðaferðir, þá fái það íhlutun um iunkaup og út- hlutun söluumboða Viðtækjaverzlunarinnar“. Þrátt fyrir fyrirmæli reglugerðar hefur lítið sem ekkert samstarf vcrið milli Viðtækjaverzlunarinnar og Ríkisútvarpsins varðandi innkau]) viðtækja og varahluta, og minnist yfirverkfræðingurinn á ])etta annars staðar í greinargerð sinni. Útvarpstæki voru nokkuð sérstæð tæki fyrir 8« árum, en nú er á hverju heimili fjöldi heimilis- tækja sem svipar rnjög til þeirra sem verzlunar- 4 FRJÁI.S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.