Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 13
8% álagningu, sem má teljast hátt miðað við það, sem verðlagsstjch'i skammtar öðrum, en hefði þurft 12,25% til að standast kostnaðinn. Niðurstaðan af þessu rabbi mínu hér er því sú, að fram verði látin fara hið fyrst.a athugun á því á hvern hátt sé hægt að spara meira í rekstri Tó- baksverzlunarinnar en útlit cr fyrir að verði gert í náinni framtíð með óbreyttum aðstæðum. Og fyrst við erum svo heppin, að Afengis- og Tóbaks- verzlunin heyrir undir ráðherra úr okkar flokki, þá treysti ég honum manna bezt ásamt öðrum þingmönnum flokksins til að láta framkvæma þá at- hugun á hlutlausan hátt. Ég hefi bent hér á leið, sem ég hygg að sé til sparnaðar, því ég held, að hún verði, eins og málin standa nú, ódýrust fyrir þjóðarbúið og mjög auðvelt og fljótlegt að koma henni í framkvæmd. En sjálfsagt, eru fleiri færar leiðir til, það mun koma í Ijós, þegar athugunin hefur farið fram, og þá á að velja eingöngu þá leið, sem er happadrýgst fyrir land og þjóð. Birgir Einarson: Áfengisverzlun ríkisins Það er ákveðin skoðun mín, að allur ríkisrekstur og einkasölur séu úrelt rekstrarfyrirkomulag, sem eiga ekki rétt á sér, þegar cinstaklingar eða einka- framtak getur tekið að sér reksturinn. Ég vil því ganga lengra en framsögumaður, Þorvarður Jón Júlíusson, og láta leggja áfengissölu ríkisins niður ásamt hinum ýmsu deildum hennar. Það er eins og almenningi finnist, að enginn geti vcrzlað með áfengi nema ríkið, og hann heldur að þetta sé það fyrirkomulag, sem sé ríkjandi í lieim- inum, en það er öðru nær, því að ríkiseinkasala á áfengi er undantekning, hvar sem er í heiminum. Eins halda menn því fram, að ríkið missi svo miklar tekjur, ef áfengisverzlunin verði lögð niður, cn þetta er algjörlega rangt, því að ríkið getur fengið sömu tekjur af áfengissölu, þó svo að það sjái ekki sjálft um sölu og dreifingu áfengis. Ég' hafði ekki tækifæri til þess að kynna mér rekstur áfengisverzlunarinnar og hinar ýmsu deild- ir hennar fyrir þennan fund, en ég hef séð tölur frá uppgjöri A.V.R. fyrir árið 1956, og þar var kostnaðarverð þeirrar vöru sem A.V.R. seldi á ár- inu ca. 10 milljónir kr., en kostnaður við dreifingu og sölu var ca. 12 milljónir kr. Hvort um hag- kværnan rekstur er að ræða eða ekki, vil ég ekki dæina um, en ég vil leggja til, að Áfengisverzlunin verði lögð niður, ríkinu verði aflað þeirra tekna með tollum eða sköttum af áfengissölunni eins og þær eru í dag, en sá kostnaður, sem ríkið hefur haft af áfengissölu og dreifingu verði látinn renna til raunhæfrar baráttu gegn áfengisbölinu. Ef slikri upphæð, ca. 12 milljónum kr., vrði varið árlega til þess að berjast á raunhæfan hátt gegn ofnautn áfengis, yrðu ekki mörg ár liðin, áður en hér væri ekki lengur um neitt áfengisböl að ræða. Það mætti byggja hæli fyrir þá, sem eru áfengissjúklingar, og með fræðslu og skynsamlegum áróðri mætt.i kenna fólkinu að umgangast áfengið, þannig að af því hlytist aldrei neitt böl. Til þeirra starfa þarf að velja menn, sem vilja berjast gegn óhóflegri notkun áfengis og menn, sem viðurkenna bölvaldinn, og vilja með fræðslu og skynsamlegri baráttu leggja hann að velli. En þeir sem vilja banna sölu áfengis, og hyggjast á þann liátt leggja bölvaldinn að velli, mega ekki koma nálægt þessari starfsemi, því að menn sigrast aldrei á óvininum nreð því að bægja honum burt, heldur verður að berjast við hann þar til yfir lýkur. Frummælandi minntist á það í sambandi við Landssmiðjuna, að ríkisfyrirtæki, sem ætlað er að gegna ákvcðnum hlutverkum samkvæmt lögum, hefðu tilhneigingu til þcss að fara út fyrir þau tak- mörk, sem þeim væru sett. Ég ætla þess vegna að benda á dæmi frá rekstri Áfengisverzlunarinnar. L lögum um áfengisverzlun- ina er lyfjaverzluninni markaður starfsgrundvöllur á eftirfarandi hátt: , „Ríkisstjórnin skipar mann til að veita áfengis- verzluninni forstöðu. Hann eða aðstoðarmaður hans, sem stýrir lyfjaverzluninni, slcal hafa lyfsalapróf, og má fela honum eftirlit með lyfjabúðum lands- ins. Lyfjadeildinni er skylt að útvega frá útlöndum lyf, umbúðir og hjúkrunargögn, er talin verða í lyf- söluskránni, fyrir ríkissjóð, lækna, cr rétt hafa til FRJÁLS VERZI.UN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.