Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 29
sachsen kröfu til verksmiðjanna, sem hafa aðal- stöðvar í Wolfsburg, innan lögsagnarumdæmis fylk- isins. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) hafði forystu um stjörn fylkisins, en var í stjörnarandstöðu á þinginu í Bonn, og i'lækti ])itð málið fyrir ríkisstjórn- inni. Hins vegar komu lil sögunnar svonefndir „Volkswagensparendur“, um 300 þúsund, cr lagt höfðu fram fé til stofnunar verksmiðjanna á ár- unum 1038—40 og áttu í þess stað að fá bifreiðir, scm verksmiðjurnar framleiddu. Sakir styrjaldar- innar varð þó ekki af efndum af hálfu verksmiðj- anna, enda óvíst, að það hafi nokkru sinni staðið til, en „Volkswagensparendur" kröfðust skaðabóta. Varð þetta hvort tveggja til að tefja framkvæmdir í málinu um nær fjögur ár. Samkvæmt samkomulagi sambandsstjórnarinnar og Niedersachsen, sem gert var 11.—12. nóvember 1959, skyldi stofna hlutafélag um Volkswagenverk- smiðjurnar og hlutur einkaaðila nema 60 af hundr- aði, lýðveldisins 20 og Niedersachsen 20. í 3. grein samningsins er kvcðið á um stofnun sjóðs til styrkt- ar vísindum og tækni („Stiftung Volkswagenwerk“). í sjóðinn rennur meðal annars andvirði þeirra hlutabréfa, sem seld voru. Á síðasta sumri (1961) fékkst lausn í máli „Volks- wagensparenda“, sem hlutu sæmilcgar skaðabæt- ur. Þar sem vestur-þýzka stjórnin áleit, að dregizt hcfði úr hömlu, að unnt væri að frámkvæma áætl- unina um útgáfu almenningshlutabréfa í Volks- wagenverksmiðjunum, tók hún að svipast um eftir öðru fyrirtæki, og varð fyrir valinu „Preussische Bergwerks- und Hútten A. G.“, Berlín-Hannover, venjulega nefnt „Preussag“, sem er allstórt námu- og bræðslufyrirtæki. Á aukaaðalfundi „Preussag" hinn 2. febrúar 1959 var samþykkt aukning hluta- fjár um 30 millj. marka, og skyldu gefin út 300 þúsund hlutabréf, scm hvcrt yrði að nafnverði eitt hundrað mörk, og yrði um handhafabréf að ræða. Útgáfugengi bréfanna var ákveðið 145% að við- bættum kauphallarveltuskatti og þóknun, sem talið var mjög hagstætt væntanlegum hluthöfum. Hver einstakur hluthafi mátti aðeins skrifa sig fyrir fimm bréfum og gera eitt tilboð. Ekki komu félög til greina, né þeir einstaklingar, sem árið á undan höfðu liaft luvrri skattskyldar tekjur en 16.000 mórk. Veittur var 20% afsláttur af kaupverði bréf- anna, ef hluthafar undirrituðu skuldbindingu um það, að þeir seldu elcki bréfin í a. m. lc. jimm ár, og gerði það um þriðjungur þeirra, en öðrum var frjálst að láta bréf sín. Bréfunum fylgdi atkvæðis- réttur samkvæmt hlutareign, sem þó var takmark- aður við 1/1000 alls hlutafjár. Áhugi almennings á hlutabréfum í „Preussag“ reyndist meiri en vænzt hafði verið. 216.119 kaup- endur skrifuðu sig fyrir lilutum að nafnverði sam- tals um eitt hundrað milljónir marka. Ríkisstjórnin ákvað þess vegna, að út skyldu gefin til viðbótar hlutabréf að nafnverði 53 millj. marka og hlutur hins opinbera skertur sem því næmi. Átti hið opin- bera eftir það hlutabréf fyrir 22 millj. marka, en „almenningshluthafarnir“ 83 milljónir. Ekki munu allir á einu máli um gildi tilraunar þessarar, og hefur menn einkum greint á um það, hvort nógu vendilega hafi verið tryggt, að hluta- féð safnist ekki fljótlega á hendur fárra manna. „Almenningshluthafarnir“ hafa borið dágóðan liagn- að úr býtum. Gengi hlutabréfanna var við útgáfu 145% nafnverðs, þótt ckki sé tekið tillit til afslátt- arins, en í ársbyrjun 1960 var gengi þeirra á kaup- þingum komið upp í 200%, og á síðasta ári komst það yfir 300%. (Orsakanna er ekki að leita til verðbólgu.) Samkvæmt skýrslum vestur-þýzku bankanna voru i byrjun árs 1961 um 70—80 af hundraði þeirra hlutabréfa, sem einkaaðilar höfðu eigimzt í ,,Preussag“, í eigu sömu aðila og höfðu lceypt þau tveimur árurn áður. Talið var, að „smá- ir“ hluthafar ættu um 90 af hundraði bréfanna. Þess ber að geta, að gengi hlutabréfanna hefur á þessum tíma jafnan farið hækkandi, svo sem fyrr var getið, og er þess vegna óreynt, hvernig „al- menningshluthafarnir“ mundu bregðast við falli gengis, jafnvel þótt óverulegt kvnni að revnast, auk þess sem fimm ára fresturinn er enn ekki út- runninn, svo að ekki er fullséð, hvort þeir munu halda bréfum sínum til frambúðar. — Á síðasta ári var fyrirtækið „Vereinigte Tanklager- und Transportmittel GmbH“, sem var eign hins opin- bera, sameinað „Preussag“ og hlutafé hins síðar nefnda aukið sem því nam. Gafst „almennings- hluthöfunum“ í „Preussag“ þá færi á að auka hlut sinn með því að skrifa sig fyrir nýjum bréfum. V olkswagenverksmiðjurnar Með lögum frá 28. júlí 1960 um sölu eignarrétt- inda að Volkswagenverksmiðjunum til einkaaðila er loks endanlega skorið úr um stofnun almennings- hlutafélags um verksmiðjurnar, fyrst um sinn að 60 hundraðshlutum, en svo mun ráð fyrir gert, að FKJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.