Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 2
Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri:
’r tf
AKUREYRI
100 ára kaupstaður
Ekki er auðfundið í fornum heimildum, hvenær
Akureyri hefir hlotið nafn sitt, því að staðarins er
hvergi getið í fornsögum, og yfirleitt er mjög á
huldu, hvernig nafnið hefir til orðið, þótt lcitað sé
í síðari heimildum. Klemenz Jónsson kannaði þetta
mál all-náið á sínum tíma, er hann viðaði að sér
heimildum til að semja Sögu Akureyrar, og hann
kemst svo að orði á einum stað:
„Nafnið Alcureyri bendir á, að akrar hafi verið
í nánd í fornöld, eins og víða annars staðar á land-
inu, svo sem ótal nöfn benda á. Hvar þeir akrar
hafa verið, er nú ckki hægt að fullyrða neitt um,
en sennilega hafa þeir verið í brekkunni fyrir ofan
eða í Búðargilinu, scm auðvitað hefir fengið nafn
sitt af verzlunarbuðunum niðri á eyrinni. í gilinu
er skjólgott mjög, og þar blasir við sólu, enda hafa
þar í freka heila öld vcrið stórir kartöflugarðar.“
Og jafnóljós og aldur nafngiftarinnar er upphaf
verzlunar á staðnum. Fram eftir öldum sóttu Ey-
firðingar verzlun sína að Gásum við Hörgárósa,
svo sem sjá má í mörgum fornsögum, því að það
mun hafa verið erfð frá Noregi, að gott væri að
leggja skipum í árósa, enda var það altítt frá upp-
hafi íslandsbyggðar. En um svipað leyli og Akur-
eyrar er getið, kemur fram í birtuna önnur eyri við
hlið hennar, Oddeyri, sem er nú orðinn lduti af
sjálfri Akureyri, onda nær bærinn yfir miklu stærra
svæði en áður, bæði til norðurs og suðurs.
★
Akureyri stendur fyrir botni Eyjafjarðar og er
þar fagurt umhverfi, fagurt að horfa fram dalinn
Jakob Ó. Pétursson
Á höfuðdaginn, 29. úgúst, voru liðin 100 úr frú því að
Akureyri, sem margir nefna höfuðstað Norðurlands, ]>ar
sem hún er stærsti kaupstaður utan Reykjavikur, hlaut
kaupstaðarréttindi, og liefir Frjálsri verzlun þess vegna
þótt hlýða að helga þetta tölublað afmælisbarninu og
sögu þess fyrr og síðar.
eða þvert yfir fjörðinn til Vaðlaheiðar. Eru þeir
margir, sem halda því fram, að Akureyri sé með
umgerð sinni fegursti bær á landinu, og um það
mun að minnsta kosti ekki deilt, að hann er meðal
þeirra, sem fegurstir eru. Til þess eru líka mörg
skilyrði, því að þar er veðursæld meiri en á flestum
öðrum stöðum á landinu, og vilja sumir nefna
meginlandsvcðráttu, þar sem bærinn er byggður
fyrir botni svo djúps fjarðar. ltaunar er gróðurinn
bezt vitni þess, að veðursæld er þar mikil, því að
tré dafna þar betur en viða annars staðar, hitastig
mælist þar oft meira en annars staðar á sumrurn,
en frost geta einnig reynzt hörð og leggur J)á oft
Pollinn, svo að hann getur orðið erfiður litlum skip-
um, en gefur J)á einnig ærin tækifæri til iðkunar
skautaíþróttarinnar, sem leitt hefir til J)ess hin síð-
ari ár, að engir standa Akureyringum á sporði í
])eirri fögru íþrótt.
Vaxandi bæir og borgir krefjast sífellt meira land-
rýinis, og þar hefir Akureyri ekki verið nein undan-
tekning. 1 rauninni hefir útþensla hennar verið
meiri en fólksfjöldinn einn hefir gefið tilefni til og
stafar það af J)ví, að Jiar í bæ hefir sú stefna löng-
um verið ríkjandi, að bæjarbúar hefðu nægt svig-
rúm. Lóðir hafa Jæss vegna ekki verið skornar við
nögl, og jafnvel í hjarta bæjarins er að finna stórar
Ióðir einbýlishúsa. En annað veldur og, hversu ört
Akureyri hefir þanizt út, og það er að brekkur eru
þar svo brattar, að þær eru að sumu leyti erfitt
2
FRJÁLS VERZLUN