Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 22
SEÐ AUSTUR YFIR AKUREYRI - ODDEYRI OG POLLINN 1 þessu hefti Frjálsrar verzlunar er brugðið upp myndum af ýmsum þáttum bæjarlífs Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Rifjuð er upp saga bæjarins í aðalatriðum frá því að hann hlaut kaupstaðarréttindi, stiklað á stóru, eins og gefur að skilja, ritað um ýmis menningarmál og þar fram eftir götunum, og nokkuð birt af myndum. Þær eru þó flestar gamlar, og þótt flestir hafi vafalaust gaman af að sjá þær og rifja jafnvel upp liðría daga, verða Akur- eyri ekki gerð fullkomin skil, ef ekki er birt mynd af bænum, eins og hann er í dag. ITér er því mynd af merkum hluta bæjarins frá góðum sjónarhóli. Litið er yfir nokkurn hluta Oddeyrar og Pollinn, sem svo margar minningar úr sögu bæjarins eru við tengdar.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.