Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 38
og sama var að segja um millilandaflugið. Árið 1954
eignaðist Flugfélag íslands aðra millilandaflugvél
sína, „Sc')lfaxa“, og fjórðu Dakota-flugvél sína, „Snæ-
faxa“.
Vorið 195.5 hóf Flugfélag Islands flug til Stokk-
hólms, Hamborgar og Glasgow. Flug Lil Stokkhólms
lagðist niður um haustið og hafa viðkomustaðir
„Faxanna" erlendis síðan verið Kaupmannahöfn,
Glasgow, London, Hamborg og Osló og sl. vor bætt-
ist Bergen við. Á öllum þessum stöðum hefir Flug-
félag íslands komið sér upp myndarlegri aðstöðu,
góðum skrifstofum með æfðu starfsliði. Farþega-
talan jókst jafnt og þétt og' tækni í flugi fleygði
fram, jafnhliða kröfum um hraðflevgari og þægi-
legri flugvélar.
Skömmu eftir áramót 1957 var endurnýjun milli-
landaflugflotans á döfinni hjá forráðamönnum Flug-
félags Islands og litlu síðar festi félagið kaup á
tveim Viekers-Viscount skrúfuþotum af fullkomn-
ustu gerð. Þessar flugvélar komu til landsins 2. maí
1957, nákvæmlega 19 árum eftir fyrsta flug „Arn-
arins“ frá Reykjavík til Akureyrar. Flugvélarnar
hlutu nöfnin „Gullfaxi“ og „Hrímfaxi“ og hafa
reynzt sérstök happatæki. Þar með var forusta Flug-
félags íslands í flugmálum orðin þríþætt: Fyrst nreð
innanlandsflug, fyrst með millilandaflug og fyrst
mcð hverfilknúnar flugvélar. Nokkru eftir koniu
hinna nýju Viscount skrúfuþotna var gamli „Gull-
faxi“ seldur úr landi. Rétt fyrir 21. afmælisdag sinn
flutti Flugfélag Islands 500.000. farþegann. Hann
ferðaðist á leiðinni Akureyri/Reykjavík og það er
táknrænt, því sú leið hefir alla tið verið fjölfarnasta
flugleið félagsins.
Sem fyrr scgir höfðu Faxarnir frá því árið 1950
verið tíðir gestir í Grænlandi. Áhugi á ferðum til
þessa stóra og lítt numda lands var mikill og vorið
1959 hugðist Flugfélag íslands koma á föstum
áætlunarferðum þangað. Leyfi til þess fengust ekki,
en þá um sumarið efndi félagið til fyrstu hó])ferð-
anna til Grænlands. Slíkar ferðir hafa síðan verið
fastur liður í starfsemi félagsins og hafa verið fram-
kvæmdar í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins.
Auk hinna föstu áætlunarferða utan lands og inn-
an liafa flugvélar félagsins farið margar leiguflug-
ferðir til fjarlægra staða. Þá annaðist Flugfélag ís-
lands, sérstaklega fyrr á árum, sjúkraflug innan-
lands, en um nokkurra ára skeið hefir sá þáttur
flugsins fallið í hlut sérstakra sjúkraflugvéla. Árið
1960 samdist svo milli Flugfélags íslands og aðila,
sem hagsmuna hafa að gæta í Grænlandi, að félagið
tæki að sér flug þar í landi og yrðu áhafnir og flug-
vélar staðsettar í Grænlandi. I fyrsta lagi var um
að ræða ískönnunarflug með flugvél staðsettri í
Narssarssuaq og í öðru lagi innanlandsflug með flug-
vél staðsettri í Syðri-Straumfirði. Þessi starfsemi
hófst laust eftir áramót 1961 og síðan hafa tvær
af flugvélum félagsins gegnt fyrrgreindum verkefn-
um. Aukin verkefni krefjast aukinna tækja og
starfskrafta. Flugfélag Islands tók Skymastcrflugvél
á leigu í Bandaríkjunum til staðsetningarinnar í
Syðra-Straumfirði, en „Sólfaxi“ var útbúinn sér-
stakri ratsjá og leitartækjum fyrir ískönnunar-
flngið. Að frátöldu Grænlandsflugi þessara flugvéla
eru flugferðir félagsins til Grænlancls frá upphafi
orðnar talsvert á annað þúsund. Sumarið 1961 eign-
aðist Flugfélag íslands fyrstu Cloudmaster-flugvél
sína, flugvélina „Skýfaxa“. Hún er að mestu notuð
til leiguflugferða, en einnig til áætlunarflugferða
milli landa, þegar ástæður þykja til. Á 25 ára þró-
unarsögu Flugfélags íslands hafa margir sigrar ver-
ið unnir. En þeir sigrar hafa ekki unnizt fyrirhafnar-
eða sársaukalaust. I þrem flugslysum, sem hentu
flugvélar félagsins, fórst margt mætra karla og
kvenna. Flugfélagið gat á beztan hátt minnzt þeirra,
er féllu, með því að að efla flugið og allt öryggi og
tækni í því sambandi.
Starfsemi Flugfélags íslands hefir aukizt ár frá
ári. Jafnhliða auknum verkefnum hefir skipulagi
félagsins verið breytt og nú starfar það í átta deild-
um. Hilmar Sigurðsson stjórnar deild innanlands-
flugsins. Millilandafluginu stjórnar Birgir Þórhalls-
son. Véladeild stjórnar Brandur Tómasson og skoð-
unardeild flugvéla Jón N. Pálsson. Bókhaldsdeild
félagsins veitti Sigurbjörn Þorbjörnsson forstöðu í
mörg ár, en hann hefir nú látið af því starfi og við
tekið Þorvaldur Tryggvason. Flugrekstursdeild
stjórnar Jóhann Gíslason. Aðalgjaldkeri félagsins
er Páll Þorsteinsson og skrifstofustjóri Sigurður
Matthíasson. Stjórn Flugfélags íslands skipa: Guð-
mundur Vilhjálmsson, formaður, cn hann hefir gegnt
þeim störfum i 17 ár samfleytt. Aðrir í stjórn eru:
Bcrgur G. Gíslason, Björn Ólafsson, Richard Thors
og Jakob Frímannsson.
Síaukin starfsemi Flugfélags Islands hefir meðal
annars orsakað mikil þrengsli á afgreiðslum og skrif-
stofum félagsins í Reykjavík, og þær voru, þar til
á sl. vori, á þrem stöðum í bænum. í fyrsta sinn
í mörg ár hafa nú skrifstofurnar verið sameinaðar
í einu húsnæði, í rúsi bændasamtakanna. Hinn
3. júní síðastliðinn varð Flugfélag íslands 25
38
FRJÁLS VERZLUN