Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 41
lagi. Auðvitað kemur að því að hann deyr, gamli maðurinn á bak við. En það getur dregizt og hversu lengi veit enginn, kannski eitt, kannski þrjú, sex, eða tíu ár. Það er drepandi kvalræði að bíða svona í óvissu. Stundum reyni ég að vera bjartsýnn og tel mér trú um að frændi minn, forstjórinn, muni hringja í mig, óvænt, einn góðan veðurdag og segja eitt- hvað á þessa leið: — Heyrðu — hann er nú dáinn, gamli maðurinn á bak við. Nú kæmi mér fjarska- lega vel ef þú gætir tekið að þér þetta sem hann hafði á hendi, að minnsta kosti í bráð og lengur ef þér lízt. Og þá mundi hefjast nýtt tímabil í ævi minni og dagarnir hlaðast örlagaþrunginni spennu. Hver og einn mundi færa mig nær takmarkinu með eðli- legum hætti, samkvæmt áætlun. Fyrst lipurt og þægilegt viðmót, síðan vingjarn- legt bros og þá nokkrir snotrir gullhamrar. Þá mætti fara að þreifa sig áfram með óvæntum og að því er virtist meiningarlausum snertingum. Þá færi nú að koma röðin að dálítið ástleitnu brosi. Síðan kæmi ofurlítið fitl eða kitl í góðlátlegunr gáska. Það eru þröngir gangar milli hillna í birgðageymsl- unni, skuggasæl skot, ákjósanlegir staðhættir fyrir tilbúna árekstra og samslætti. Og þá mætti nú fara að viðhafa brennheitt og seiðandi augnaráð og svo yrði hendi strokið um lokka, hönd þrýst, vangi að vanga, barmur að barmi og að síðustu fullkomin sameining líkama og sálar — og við sælustu verur í heimi. Það er sárgrætilegt að ekki skuli vera hægt að hefjast handa um að framkvæma þessa lokkandi framtíðaráætlun og allt skuli stranda á þessari gam- almennistitju, sem hangir uppi á hjartanu einu saman. Stundum þegar ég sé flaggað í hálfa stöng á fyrir- tækinu, fyllist ég ótímabærri eftirvæntingu og hugsa með mér: — Jæja. Ætli hann hafi nú loksins hrokk- ið upp af, gamli maðurinn á bak við? En því miður kemur alltaf í ljós að það cr ein- hver annar; einhver sem ég hefði svo hjartanlega getað unnt þess að vera á lífi og stundum atkvæða- fólk á bezta aldri. Ég er farinn að hata gamla manninn á bak við og ég get ekki neitað því að mér hefur stundum orðið á að biðja honum óbæna. Hann hefur gert mig að verri manni og verið orsök í margri ljótri hugsun, sem hvarflað hefur að mér á einverustundum. Ég hefi jafnvel verið að hugleiða hvernig ég gæti með hægu móti komið því í kring að stytta honum aldur og verið með margvíslegt ráðabrugg í því sambandi. Mér hefur dottið í hug að ráðast að honum með skömmum og svívirðingum og espa hann svo til reiði að hann fengi slag. En svo minntist ég ])ess að mér hafði verið sagt að hann skipti aldrei skapi á hverju sem gengi. Mér hefur hugkvæmst að láta lögg af saltsýru á vasapela og bjóða honum síðan kumpánlega að dreypa á. En svo sannfrétti ég að hann hefði aldrei á sinni lífsfæddri ævi þegið snafs. Ég ráðgerði að fá hann með mér niður á bryggju i náttmyrkri og stjaka honum síðan útaf með hægð, þar sem dýpið væri mest. En svo rifjaðist það upp fyrir mér, að hann hafði verið syndur sem selur og svandað fjara á milli á sínum yngri árum. Mér hefur jafnvel dottið í hug að biðja hann góðlátlega að heyra mér útundir vegg, ganga svo aftan að honum og grípa um hálsinn á honum og halda þéttingsfast svona nokkra stund — það ætti ekki að þurfa langan tíma og það mundi hætta að slá þetta gamla, seiga og þolinmóða hjarta, sem var að hökta þetta svona mest vegna þráa og af göml- um vana. Það gat varla verið neinn stórglæpur að stöðva svona óverulega og tilgangslausa líffæra- starfsemi. Og því fremur var það fullkomlega rétt- lætanlegt, að það hafði ekki annað en gott í för með sér fyrir alla viðkomandi aðila. Gamli maðurinn fengi verðskuldaða og sennilega Iangþráða hvíld, fjarskyldir ættingjar fengju loks- ins handa á milli það sem hann hafði nurlað saman á langri ævi, fyrirtækið fengi nýjan, ungan og upp- rennandi starfsmann — og ég fengi hana og hún fengi mig. En þó þetta mætti virðast auðveld leið og vanda- lítið að framlcvæma þessa hluti, hefur þó aldrei orðið af því, að ég reyndi til að gera nokkurn skap- aðan lilut í þessa átt og mér er orðið ljóst, að til þess mun ég aldrei hafa hug né dug. Það er ein tegundin af þessari meinbölvuðu feimni, sem ölluin færum leiðum lokar. Og árin hafa liðið eitt af öðru og ekkert gerist. O, jú. Það gerist raunar ýmislegt, sem maður veitir ekki athygli fyrr en eftir á. Dagarnir hafa ekki fært mér það, sem ég vonaði og þráði, en þeir hafa þó vitjað mín trúlega, allir með tölu. Og hver og einn hefur þjónað illum tilgangi, hvað mér viðkemur. yRJÁLS verzlun 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.