Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 5
Arthur Gook trúboði, sem lengi starfaði á Akureyri, skírir sóknarbarn í Eyjafjarðará
sjálfsagt að stunda, er þess var kostur. Umskipti
urðu þó eítir fyrri heimsstyrjöldina, því að þá fór
útgerðinni hnignandi og stóð svo í meira en tvo
tugi ára eða þar til síðari heimsstyrjöldin var á
enda og hafizt var handa um að endurnýja togara-
flota landsmanna. Akureyri, eins og fleiri bæjar-
félög, fékk þá áhuga á togaraútgerð, og var ráðizt
í að stofna Útgerðarfélag Akureyrar, og er það nú
eitt stærsta togaraútgerðarfyrirtæki landsins, því að
það gerir út fimm togara, en auk þess rekur það
nýtízku hraðfrystihús. Útgerðarfélagið hefir barizt
nokkuð í bökkum, eins og önnur slík fyrirtæki á
undanförnum árum, og þarf ekki að rekja ástæður
þess hér, en liitt leikur ekki á tveim tungum, að
starfsemi þess liefir verið ómetanleg fyrir borgar-
ana, og mundi mjög dauflegra um að litast í at-
vinnulífi bæjarins, ef starfsemi félagsins legðist nið-
ur og ekkert kæmi í staðinn.
Eins og víða annars staðar á landinu hefir jafnan
verið nokkur smábátaútgerð á Akureyri, en um
skeið átti hún við erfiðleika að etja að vetrarlagi,
þar eð smábátum var ætlað rúm við hafnarbryggj-
una, þar sem þeir frusu oft inni um vetur. Nú hefir
verið komið upp smábátahöfn á norðanverðri Odd-
eyri, við Glerárósa, en þar var hafnargerð hafin
fyrir allmörgum árum, og þar er dráttarbraut fyrir
skip og báta. Þarna heíir einnig verið komið upp
verbúðum fyrir smábátaeigendur, og þar er líka
góð bátakví, sem eykur mjög öryggi bátanna. Ekki
er þessi útvegur atvinna margra Akureyringa, en
ýmsir stundar smábátaútgerð sér til skemmtunar og
heilsubótar.
Fólki utan Eyjafjarðar mun almennt ókunnugt
um það, hvern þátt Pollurinn átti oft í öflun manna
á matföngum fyrr á öldum. Hann hefir jafnvel
verið nefndur „matarkista" manna í grenndinni,
því að þegar hart var í ári, öll matföng upp urin,
og liungur virtist blasa við, reyndist oft drjúgt tii
bjargar að róa út á Polliuu og dorga. Iiefir þaðan
komið margur góður bitinn. Fugl var og oft skotinn
þar, en nú eru slíkar veiðar úr sögunni, því að
menn gengust fyrir því fyrir eigi alllöngu, að ekki
má beita skotvopnum á höfninni, svo að liún er
alíriðuð að því leyti. Má geta þess í því sambandi,
að hinir sömu menn og gengust fyrir friðuninni,
Jakob Karlsson og Kristján Geirmundsson, báðir
alkunnir dýravinir, voru einnig forgöngumenn um
stofnun andatjarnarinnar í Grófargili við Sundhiill
FKJALS VERZLUN
5