Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 28
Togaraútgerð á Akureyri Stórfelld togaraútgerð á Akureyri hófst með stofnun Útgerðarfélags Aktireyrar vorið 1945, en fyrsti togari félagsins kom til bæjarins réttum tveinr árum síðar. Nú eru togarar félagsins orðnir fimm, en auk þess rekur félagið hraðfrystihús og fiskverk- unarstöð með góðum vélakosti og hefir hátt. á ann- að þúsund manns framfleytt sér með vinnu hjá félaginu undanfarin ár. Fyrstu togarana þrjá fékk félagið nýja, Kaldbak í maí 1947, Svalbak í júní 1949 og Harðbak í des- ember 1950. En tveir höfðu verið nokkur ár í notk- un, er þeir komu til Akureyrar, Sléttbakur keyptur í september 1953 (byggður 1947) og Hrímbakur (áður Norðlendingur) keyptur í júlí 1900 (byggður 1948). Stofnendur félagsins voru 54 einstaklingar með 800 þúsund króna hlutafé. Nú er hlutaféð orðið 3 millj. og 594 þús kr. (þar af á Akureyrarbær 2 millj. kr.) og hluthafar orðnir 714. Strax fyrsta árið (1947) eignaðist Ú. A. verk- stæði til að annast hnýtingar á botnvörpunetum. Eftir að togararnir komu, voru þeir fyrst iátnir sigla með aflann og selja hann erlendis. En miðað var að verkun hans hér heima. Saltfiskverkunar- stöð var byggð 1950 og luin stækkuð 1954. Fram- leiðsla á skreið hófst 1953. Bygging hraðfrystihúss- ins hófst vorið 1955, og það tók til starfa haustið 1957. Frystiafköst þess eru 25—30 tonn af fiskflök- um á 12 klst. Frystitækin voru smíðuð hér og eru alls 16, þá þrjár karfaflökunarvélar og ein smá- fiskflökunarvél. námskeið hafa verið haldin á seinni árum, allvel sótt af ungu fólki. Sýnd hafa verið 2—4 leikrit á vetri, hvert sýnt 10—12 kvöld að meðaltali. I stjórn L. A. eru nú Guðmundur Gunnarsson formaður, Björg Baldursdóttir gjaldkeri og Har- aldur Sigurðsson (bankagjaldkeri) ritari. Fjögur síðustu árin hefir fiskframleiðslan verið þessi, talið í tonnum: Ar Freðjisltur Slcrcið Övr.rk. saltj. Verk. saltj. 1958 3911 333 48 311 1959 3496 326 36 21 1960 2745 319 73 190 1961 1673 330 398 85 Sömu árin hefir meðalafli togaranna verið í tonn- um: 4876 (1958), 3804 (1959), 2987 (1960) og 2423 (1961). Þetta verður hagstæður samanburður við togaraútgerð á öðrum stöðum, eins og sést líka af því, að árið sem leið, var meðalafli þcirra á úthalds- dag þessi, talinn í tonnum: Kaldbakur 6,5, Svalbakur 9,2, Ilarðbakur 9,1, Sléttbakur 8,7 og Hrímbakur 7,0, og meðaltal af því er 8,1 tonn, cn að því er Fiskifélag íslands upp- lýsir var meðalafli á togara sama ár i íslenzka tog- araflotanum 7,6 tonn. Starfsmannafjöldi Ú. A. hefir verið: Á togurunum 30 á hverjum, alls um 150. Fastráðið fólk í landi um 25. En fjöldi lausafólks hefir farið eftir fisk- vinnslu á hverjum tíma, stundum allt að 150 manns. Félagið hefir greitt í kaup, þegar með eru talin framlög í lífeyrissjóði: 23,7 millj. kr. (árið 1958), 22,9 millj. (1959), 26,8 millj. (1960) og 28,1 millj. (1961). Þó eru ekki talin þar með laun fyrir verk- stæðaviðgerðir og akstur, sem hvort tveggja hefir verið mjög kostnaðarsamt. Á sl. ári voru veiðidagar flestir á Harðbak, 245, en fæstir hjá Hrímbak, 168. Skipin fóru 24 sölu- ferðir til útlanda með samtals 3177 tonn. Fiskverk- unarstöðin og hraðfrystistöðin framleiddu á árinu 1673 tonn af fiskflökum, 329 tonn af skreið, 398 tonn af óverkuðum saltfiski og 84 af verkuðum. Úrgangur til vinnslu, seldur Krossanesverksmiðj- unni, nam 3859 tonnum. Framleidd voru um 8 þús. tonn af ís. Framkvæmdastjórar Útgerðarfélags Akureyrar eru Andrés Pétursson og Gísli Konráðsson, og stjórn félagsins skipa menn úr öllum stjórnmálaflokkum. 28 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.