Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 6
Akureyrar, en þangað sækja unglingar og aðrir mjög sér til gamans og fróðleiks. ★ Akureyri er einn helzti iðnaðarbær landsins, og sé miðað við fólksfjölda, eins og við íslendingar gerum svo oft, stendur enginn bær á landinu fram- ar Akureyri í þessu efni. Elzta fyrirtækið er Prent- smiðja Björns Jónssonar, sem starfað hefir sam- fleytt í 110 ár, því að hún var stofnuð árið 1852. Er þetta elzta prensmiðja landsins og jafnframt elzta fyrirtæki, sem starfrækt hefir verið óslitið, hvar sem er á landinu. Annars mun Gefjun vera eitt af elztu iðnfyrir- tækjum Akureyrar og er nú meðal hinna stærstu. Það er Samband íslenzkra samvinnufélaga, sem rek- ur það fyrirtæki ásamt skógerðinni Iðunni. Ilúsa- kynni þessara fyrirtækja, sem eru á Gleráreyrum, eru hin stærstu í bænum, og hafa þó margar mynd- arlegar byggingar risið síðustu árin. Samvinnufélög- in reka einnig ýmis önnur fyrirtæki á sviði iðnaðar, og má þar til nefna fataverksmiðju, brauðgerð, málmhúðun, sápugerð, vélsmiðju og smjörlíkisgerð auk annarra. Hlutur einstaklinga og hlutafélaga í iðnaðinum er einnig mikill, og má til dæmis nefna niðursuðu, húsgagnasmíði og bólstrun, prentun og bókagerð, amboðasmíði, kexframleiðslu, véla- og plötusmíði, súkkulaðigerð, kaffibrennslu, netagerð og þar fram eftir götunum. Hér skal einnig getið Mjólkursamlags KEA, því að þótt það sé vitanlega nátengt landbúnaðinum, er það öðrum þræði iðnfyrirtæki, sem gjarnan má nefna í þessum kafla. Það var stofnað fyrir um það bil þriðjungi aldar, og við stofnun þess kom svo mikill fjörkippur í mjólkurframleiðsluna á því svæði, sem samlagið náði til, að íbúar svæðisins, fyrst og fremst þó Akureyringar, geta ekki torgað öllu því mjólkurmagni, sem til fellur á degi hverj- um. Verður því iðnaður að taka við því magni mjólkur, sem eigi er selt til daglegrar neyzlu, en það er um þrír fjórðu hlutar framleiðslunnar, og er unnið úr því smjör, skyr og ostar, sem selt er víða um land, svo sem kunnugt er. ★ Verzlun hefir alla tíð verið mikil á Akureyri, síð- an hún fékk kaupstaðarréttindi, og er það sannmæli, að viðskipti öll umhverfis Eyjafjörð snúast um Ak- ureyri, þótt talsverð verzlun sé í kauptúnum þeim, sem standa út með firðinum beggja vegna. f fyrstu voru danskir kaupmenn allsráðandi á Akureyri eins og annars staðar, en er á leið síðustu öld, fór verzl- unin æ meira að færast á innlendar hendur, heima- manna sjálfra. Gránufélagið var stofnað á Akur- eyrí á sínum tíma og er nafnið enn til, þótt félagið sé löngu horfið, og laust fyrir aldamótin var Kaup- félag Eyfirðinga farið af stað ineð starfsemi sína í bænum. Eigi má heldur gleyma ýmsum einstakling- um, sem snemma stofnuðu verzlanir í bænum, svo sem Snorra Jónssyni, er stofnaði Snorraverzlun 1885, Sigvalda E. S. Þorsteinssyni, er stofnaði verzl- un skömmu fyrir aldamótin, en hún gekk síðar undir nafninu París, eða bróður hans, Jóhannesi, sem stofnaði verzlunina Hamborg og starfrækti hana um árabil. Árið 1908 stofnaði Ragriar Jónsson verzlun með kol, salt og olíu, en kolaverzlun er nú að hverfa sem sjálfstæð atvinnugrein vegna auk- innar notkunar rafmagns og olíu til kyndingar. Hér eru því miður ekki tök á að nefna alla þá. sem vert væri að gcta, en elzta verzlun bæjarins er Verzlunin Eyjafjörður hf., sem stofnuð var 1909, og er annar stofnandi hennar, Kristján Jónsson, enn á lífi og starfandi við fyrirtækið, kominn á níræðis- aldur. Verzlanir á Akureyri eru með sama hætti og víða annars staðar, að sumar verzla bæði með matvöru og nýlenduvöru, vefnaðarvöru og búsáhöld og þar fram eftir götunum. Sérverzlanir eru þó margar, meðal annars nokkrar vefnaðarvöruverzlanir, en þeirra helzt er Amaró-búðin, þrjár byggingavöru- verzlanir, þrjár kjötverzlanir (og útbú að auki), þrjár skóverzlanir, húsgagnaverzlanir, veiðarfæra- verzlun, nokkrar raftækjaverzlanir, fjórar bóka- og ritfangaverzlanir, tvær lyfjabúðir, tvær verzlanir með sportvörur og hljóðfæri, bifreiðavöruverzlun o. s. frv. Bifreiðaverkstæði eru nokkur á Akureyri, trésmíðaverkstæði, rakarastofur eru þrjár, snyrti- stofur jafnmargar, nokkur skósmíðaverkstæði, reið- hjólaverzlun og verkstæði og svo mætti lengi telja, en rúmið leyfir það ekki ★ Greiðar og góðar samgöngur er mikilvæg undir- staða uppgangs og framfara, og í þeim efnum hefir Akureyri yfirleitt verið vel sett. Meðan vegakerfið var hvarvetna ofullkomið á landinu, var fyrst og fremst um siglingar að ræða, viðkomur strandferða- skipa, og gat þo komið fyrir að hafís hindraði sigl- ingar, eins og varð 1915, en síðan hafa Ieiðir með ströndum fram verið greiðar. Akureyringar voru fljótir að taka bifreiðina í FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.