Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 39
Sigurhæðir, hús Malthíasar Jochumssonar ó Akureyri, sem nú er minjasaín um þjóðskáldið Matthíasarsafn á Akureyri Vorið 1958 var stofnað Matthíasarféla gið á Akur- eyri í þcim tilgangi að koma upp minjasafni um þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson, og í fyrra- sumar var svo safn þetta opnað af menntamála- ráðherra í húsinu Sigurhæðum, sem skáldið bjó lengst af í á Akureyri, en húsið er nú við það kennt og kallað Matthíasarhús. Formaður Matthíasarfélagsins og vörður safns- ins er Marteinn Sigurðsson. Við opnun safnsins lýsti liann tildrögum að félagsstofnuninni, sagði frá kaupum á húsi skáldsins. Félagið á ekki nema hús- ið hálft, neðri hæðina, þar sem mörgum munum úr eigu skáldsins hefir verið komið fyrir og því líkast, sem skáldið sjálft liafði. En áformað er, að félagið eignist húsið allt. Akureyrarbær lagði fram 140 þús. króna til að félagið gæti komið safninu ára, svo sem fyrr er getið. Þótt slíkt þyki ekki stórt afmæli einstaklings, cr hér um merkan áfanga að ræða. Félagið sem stofnað var fyrir 25 árum norður á Akureyri hefir á starfsferli sínum rofið aldagamla einangrun margra byggðarlaga. Það hefir stytt vegalengdirnar og fært landsmenn nær hver á fót, rikið lagði fram 80 þús. kr., Menningarsjóður KEA gaf 25 þús. kr. og Júlíus Júlínusson fyrrv. skipstjóri gaf 5 þús. kr. Emil Andersen gaf vandaða gestabók, og er safnið opið almenningi daglega á sumrin kl. 2—4 síðdegis nema laugardaga. Við opnun safnsins töluðu auk formanns Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi, séra Sigurður Stef- ánsson vígslubiskup, menntamálaráðherra og sonur skáldsins, Gunnar Matthíasson, sem búsettur er í Inglevvood í Suður-Kaliforníu. Hann og Þóra systir hans og nokkrir aðrir niðjar séra Matthíasar færðu safninu ýmsa muni úr eigu skáldsins, svo sem göngustaf og pípuhatt, silfurbikar, tóbaksdósir og loftvog. Bikarinn gaf Einar Benediktsson skáld séra Matthíasi með þessari vísu áletraðri: Eins og gulli gegn um sáld gneistum slær þinn andi. Ilöfðingja og helgi skáld, hátt þín minning standi. Verður haldið áfram að safna munum í Matthías- arhús, og hefir Menntamálaráð ákveðið að gefa safninu brjóstmynd af þjóðskáldinu. öðrum. Það hefir átt sinn stóra þátt í því að gera land okkar byggilegra en ella. Á hinn bóginn hefir Flugfélag íslands tengt ísland nágrannalönd- unum. Það býður ferðamönnum þægilegustu og fljótustu ferðirnar heiman og heim. FfíJÁhS VERZLUTf 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.