Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 19
Þarna eru þrír ættliðir prent- ara og bókamanna á Akur- eyri. — Við borðið situr Sigurður O. Björnsson, prent- smiðjustjóri, og hjá honum stendur Geir. sonur hans. en á veggnum að baki þeim er málverk af Oddi Björnssyni, stofnanda prentsmiðiunnar, sem enn ber nafn hans. flokknum var Þyrnar eftir Þorstein Erlingsson, svo að sama árið komu lit fyrstu bækur þeirra Þor- steins og Einars Benediktssonar, 1897. Bækurnar urðu tæplega tiu talsins í flokknum. En Oddur liélt þó vissulega áfram bókaútgáfu eftir að þessu safni lauk. Um tíma var útgáfa forlagsins mjög dræm, en fyrir nokkrum árum kom aftur fjör í útgáfuna og nú er hún langstærsta l)ókaútgáfa á Norðurlandi. Stjórnendur hennar og prentsmiðjunnar eru sonur stofnandans, Sigurður O. Björnsson og sonur hans, Gcir S. Björnsson. Ég hitti Geir prentsmiðjustjóra að máli í prentsmiðjunni á dögunum og spurði hann undan og ofan af um sögu fyrirtækisins og sagðist honum svo frá: — Afi stundaði íslenzka bókaútgáfu í Kaup- mannahöfn í fjögur ár og amma var honum til aðstoðar með prófarkalestur. Þau fluttust heim ár- ið 1901, og þá kom afi með vélar og stofnaði hér prentsmiðju, sem var víst áreiðanlega sú full- komnasta á landinu þá. Guðmundur Hannesson læknir var aðalhvatamaður þess, að afi flyttist heim, og svo fóru þeir að gefa út Norðurfara hér á Akureyri, en Einar Hjörleifsson varð ritstjóri. Fyrst var prentsmiðjan til húsa í Aðalstræti 17, í Fjörunni, sem var aðalathafnasvæðið lengi. Þá var flutt í Hafnarstræti 90 og verið þar unz þetta hús, Hafnarstræti 88 B, var byggt lj'ðveldisárið 1944. Fyrsta pressan var handsnúin hraðpressa, sem gat prentað 1000 blöð á klukkustund og var notuð eingöngu til ársins 1919, en það var ekki létt verk að prenta með henni. Hún er enn til hér og raunar enn notnð. Fyrst vann afi sem sveinn og tók tvo lærlinga. Annar þeirra var Jakob Kristjánsson, sem seinna kom mcð fyrstu setningarvélina til Reykja- víkur. Sonur hans, Kristján, vinnur nú hér sem teiknari bókaforlagsins. Einn prentarinn hefir FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.