Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 10
Steinn Steinsen Gegndi bæjarsljóraembætti lengst allra á landinu Sá, cr gegnt hefir bæjarstjóraembætti lengur cn nokkur annar maður á íslandi, er Steinn Steinsen verkfræðingur, sem var bæjarstjóri Akureyrar í 24 ár, frá 1934—1958, og það er ennfremur einsdæmi um bæjarstjóraembætti liér á landi, að frá stofnun þess á Akureyri, 1919, og í 40 ár gegndu því aðeins tveir menn, Jón Sveinsson lögfræðingur (bæjarstjóri 1919—’34) og Steinn Steinsen, en síðustu fjögur árin hefir Magnús Guðjónsson lögfræðingur verið bæjarstjóri á Akureyri, þriðji maðurinn í því emb- ætti frá byrjun. Steinn Steinsen er fluttur suður aftur, síðan hann lét af embætti, og við hittum hann að máli stundarkorn, þar sem hann býr hjá syni sínum, Eggerti verkfræðingi í Kópavogi. •k — Stækkaði Akureyri mikið í yðar bæjarstjóra- tíð? — íbúatalan mun hafa nálega tvöfaldazt, og mun það vera álíka hundraðsfjölgun og varð í Rcykja- vík á sama tíma. — Hver teljið þér helztu mannvirki, sem risu á Akureyri á þessum árum? — Tvímælalaust er það Laxárvirkjunin, sem byrj- að var á 1939. — Urðu ekki tafir á framkvæmdum sökum stríðs- ins, sem brauzt út þctta sama ár? — Nei, sem betur fór var efnið í fyrstu virkjun- ina komið til landsins áður en stríðið skall á, svo að tafir urðu ekki teljandi, framkvæmdir gengu mjög greiðlega, og komst virkjunin í gang haustið 1940. Það var feikileg búbót að þessari virkjun fyrir bæjarbúa, því að áður var þar aðeins lítil rafveita, varla meira en lil Ijósa, og þó lítilsháttar til suðu. Hin nýja virkjun var svo aukin á stríðsárunum og önnur aukning kom síðar. — Og helztu húsbyggingar og önnur mannvirki? — Af húsbyggingum ber fyrst að nefna Fjórð- ungssjúkrahúsið, sem er ein mesta bygging á staðn- um. Gamli spítalinn var byggður um aldamótin. Hann hefir nú verið rifinn og fluttur og endur- byggður uppi í Hlíðarfjalli, orðinn þar að fyrir- myndarskíðaskála og verður einnig sumargististað- ur og veitinga fyrir ferðamenn. Þarna kemur hann að góðu gagni, enda þótt hann liafi verið orðinn allsendis ónógur til síns upphaflega brúks. Þá var °g hyggð sundhöll, íþróttavöllur og gagnfræða- skóli, aukið við gamla barnaskólann og byggður annar nýr á Oddeyrinni. Þar var og smíðuð haf- skipabryggja og dráttarbraut. Nú er í smíðum geysistórt hús fyrir slökkvistöð, og þangað flytja víst skrifstofur bæjarins, þegar byggingin er full- gerð. Nú á fáum árum hafa risið á Akureyri hvert verzlunar- og verksmiðjuhúsið öðru myndarlegra, og er þeirra mest og nýtízkulegast hið glæsilega Amaro-hús við Hafnarstræti. — Hvað er annars um atvinnulíf á staðnum að segja? — Þegar ég settist að á Akureyri, var iðnaður l>egar farinn að blómgast þar og nokkrar verk- smiðjur orðnar þjóðkunnar, svo scm Gefjun, smjör- líkisgerðin, kaffibrennsla, mjólkursamlag, iil- og gosdrykkjagerð, vélsmiðjur og fleira má telja. Síðan hefir iðnaður farið hraðvaxandi og getið sér gott orð, bæði innan lands og utan, og á ég þar síðast við verksmiðjuvörur bræðranna Guðmundar og Eyþórs Tómassona (Lorelei- og Lindu-verksmiðj- urnar), og Skarphéðins í Amaró. Útgerðarfélag Ak- ureyrar var stofnað til að koma fótum undir togara- útgerð á staðnum, og hefir því verið stjórnað af miklum dugnaði, það hefir veitt fjölda fólks at- vinnu ýmist að staðaldri eða í ígripum, og það hefir skapað J)jóðarbúinu mikinn erlendan gjaldeyri. Iívað landbúnaði á sjálfri Akureyri viðvíkur, þá er það helzt kartöfluræktin, sem bæjarbúar hafa gefið sig við, og það í ríkum mæli, því að kartöflu- garðarnir á Akureyri eru engir smáskikar og vekja athygli aðkomumanna. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.