Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 31
Nonnahús bækur, þar sem hann skýrir mjög opinskátt og af furðulegri nákvæmni frá öllum heimilishögum sín- um og hugarástandi. Eru dagbækur þessar nú varð- veittar meðal handrita Landsbókasafnsins, og má af þeim ráða, hve líf hans og heimilisástæður voru þungbærar eftir að hann fluttist til Akureyrar. Átti hann í vonlausri baráttu við hungur og kulda, veikindi og hverskonar armæðu. í byrjun árs 1865 verður honum tíðrætt um hið örðuga samband sitt við amtmann, og lýkur þeim hugleiðingum með þessum orðum: „Ég er vesæll og ber dauðann í brjóstinu, er gremjufullur og óánægður með lífið.“ Hinn 7. júní kveðst hann liafa verið mjög lasinn og ckkert getað aðhafzt. Þann dag fékk hann fjóra menn til þess að flytja allt sitt til Akureyrar. Þegar til Akureyrar kom, átti Sveinn að engu að hverfa. Hann hélt að vísu Möðruvallaumboði og hafði af því óverulegar tekjur, sem nægðu ekki einu sinni fyrir brýnustu nauðþurftum livað þá heldur meir. Hann varð því að revna að hafa ofan af fyrir sér með skriftum og verzlunarstörfum, sem til féllu, því að heilsa hans leyfði með engu móti erfiðisvinnu eða aðra áreynslu. í ágúst 1866 skrifar hann: „Eg gat lítið skrifað fyrir veikindum. Lá mcð óþolandi þrautum á sál og líkama og svitnaði ákaflega. Fékk svo ákafan blóð- og graftaruppgang, að læknirinn ætlaði að verða ráðalaus.“ Þessi harmsaga hins helsjúka og urnkomulausa manns skal ekki rakin lengra. Örlögin léku þennan vel gefna og fíngerða mann grátt, en þannig fór mörgum í þá daga, þegar allt lagðist á eitt, fátækt og hungur, harðræði og skortur, innlend og erlend áþján. Þegar þetta er hugleitt, verður skiljanlegra en ella, hversu margir hugsuðu til brottfarar og hversu auðvelt var að telja mönnum trú um, að allt væri betra en að lifa við sult og vonleysi á landi, sem enga framtíð virtist eiga. Sveinn gerði allt sem liann mátti til þess að bjarga sér og sínum, en allt kom fyrir ekki. Fárveikur og bólginn af kulda skreið hann framúr til þess af veikum mætti að gegna störfum sínum. Þegar allt þraut, reyndi hann að koma á fót barnaskóla, og ýmislegt fleira reyndi hann. En sérhver tilraun fór út um þúfur og reynd- ist árangurslaus. Þegar ofan á allt þetta bættist, að á heimilinu gaus upp taugaveiki, var ekki að furða, þótt viðnámsþrótturinn og viljaþrekið tæki að bila. Dró smátt og smátt, af honum, unz hann andaðist 16. júlí 1869, aðeins 48 ára að ahlri. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hver áhrif slíkar aðstæður hafa liaft á allt heimilislíf Sveins og fjölskyldu hans. Að vísu varð honum vel til vina, og margir reyndu af veikum mætti að greiða götu lians í hinum miklu þrengingum. Þannig var Nonni oft á Espihóli og átti þar jafnan vináttu og FJUÁhS VEBZI.TTN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.