Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 20
Jón Benediktsson prentari í P. O. B. í 50 ár — og enn í fullu fjöri starfað samfleytt hér í 50 ár, Jón Benediktsson, sem byrjaði 14 ára gamall í prentverkinu hjá afa og starfar hér enn. Nú vinna urn 40 manns alls í prentsmiðjunni, bókbandinu og á skrifstofunni. Mér þykir ekki úr vegi að geta þess, að afi varð fyrstur íslenzkra atvinnuveitenda til að taka ujip 8 stunda vinnudag, árið 1919. Vélakostur prentsmiðjunnar liefir aukizt jafnt og þétt, og prentsmiðjan eignaðist hraðvirka ameríska myndamótavél fyrir nokkru, sem er eina prentmyndavélin hér á Akureyri. Lengi vel varð að fá allar prentmyndir unnar í Reykja- vík. — Hverjar telurðu helztu útgáfubækur ykkar seinni árin og hvers er helzt að vænta í ár? — Merkastar bækur, sem komið hafa út í seinni tíð hjá forlaginu, eru „Fornar grafir og fræðimenn“, „Grafir og grónar rústir“, Vestur-íslenzkar ævi- skrár (sem byrjaði að koma út í fyrra og á að verða tíu bindi og verður einstakt rit í sinni röð). Af þjóðfræðiritum hafa vakið mesta athygli bækur Magnúsar Björnssonar frá Syðra-Hóli, „Manna- $0 ferðir og fornar slóðir“ og „Hrakhólar og höfuð- ból“. Þá má ekki gleyma barna- og unglingabók- unum eftir Hjört Gíslason og Ármann Kr. Einars- son, sem þegar er farið að þýða og gefa út í Noregi og Þýzkalandi. Nú koma út nýjar bækur eftir þá. I fyrra voru gefnar út flestar bækurnar, 10 talsins. Forlagið keypti tímaritið „Heima er bezt“ árið 1956 og er það gefið út eingöngu handa áskrifend- um, en er keypt á flest sveitaheimili á landinu. Áskrifendur þess fá allar bækur forlagsins á lægra verði. Nýjasta bókin, sem kom út á dögunum, er alþýðlegt fræðirit, „Dyngjufjöll og Askja“, mikið myndskreytt og með ágripi á ensku aftast. Höf- undur er Ólafur Jónsson, sem samdi „Ódáðahraun“ og „Skriðuföll og snjóflóð“. Mesta bók, sem við gefum út í haust nefnist „Hnattferð í mynd og máli“ landafræðirit með 261 mynd, 47 litmyndum, og eru þær prentaðar erlendis, en bókin er eftir þýzkan höfund, stórfögur bók, sem mörgum verður starsýnt á og tíðlitið í. Það er bók fyrir alla. Guðmundur Tómasson Eina kexverksmiðjan á Norðurlandi Kexverksmiðjan Lorelei hf. á Akureyri, er stofn- uð var haustið 1953, hin fyrsta og eina sinnar teg- undar á Norðurlandi, hefir getið sér hið bezta orð. Fékk hugmyndina á ferðalagi Stofnandi og aðaleigandi verksmiðjunnar er Guð- mundur Tómasson byggingameistari á Akureyri, og hefir hann verið forstjóri hennar frá byrjun. (Þess má geta, að þeir eru bræður, Guðmundur og Eyþór forstjóri og stofnandi verksmiðjunnar Lindu á Akurcyri.) Hugmyndina að verksmiðjustofnun- inni mun Guðmundur hafa fengið á ferð sinni um meginland Evrópu, er hann skoðaði þar fvrirtæki sömu tegundar. Stórvirkari vélar — stærra hús Verksmiðjan byrjaði í mjög smáum stíl og var fyrst til húsa að Hólabraut 16, í húsi, sem þeir FRJÁLS VERZLTrX

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.