Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 35
Sveinn Sæmundsson, blaðalulltrúi: FLUGFÉLAG ÍSLANDS var stofnað á Akureyri 1937 Sveinn Sæmundsson Oft er haft á orði, hve íslendingar sé fljótir að tileinka sér nýjungar á ýmsum sviðum, jafnvel svo fljótir, að þær eru stundum ekki fullreyndar og bregðast því jafnvel vonum manna. Agætt dæmi um viðbragðsflýti Islendinga að þessu leyti er hve fljótt þeir áttuðu sig á því, að rétt væri að athuga hvort fluglistin gæti ekki orðið okkur að gagni. Fyrsta flugfélagið, sem hér var stofnað, var í heim- inn borið 1919, og mundi það að líkindum vera elzta flugfélag heims, ef því hefðu enzt lífdagar — má þó vera að hollenzka flugfélagið, KLM, væri aðeins eldra, því að það er nú aldursforseti flugfélaga heimsins. En fluglistin var ekki komin á ]>að stig, að lnin gæti skotið hér rótum, ef nota má slíkt orðatiltæki um það, sem er svo tengt bláloftunum, og ísland var heldur ekki undir það búið að veita henni við- töku. Örðugleikar þeir, sem urðu á. vegi félagsins, voru því of miklir til þcss að á þeim yrði sigrazt, ])ótt dugnaður forráðamannanna væri mikill, og bjartsýnin ekki síður, og félagið hætti eftir tveggja sumra tilraunastarf. En hugsun manna var enn vængjuð, og aðeins fáeinum árum síðar — árið 1928 — var stofnað annað flugfélag, og hafði það leitað samvinnu við þýzka flugfélagið Lufthansa, sem var stjórnað af mikilli atorku, og hélt þetta Flugfélag íslands nr. 2 uppi flugi í fjögur sumur, en varð þá að hætta störfum. Varð félagið fyrir óhöppum, sem það réð ekki við, því að flugvélar þess, sem voru sjóflug- vélar, sukku í ofviðri, og auk þess lagðist hrammur heimskreppunnar á starfsemi félagsins eins og ann- arra. Síðan varð hlé í sex ár, en þá var hleypt af stokkunum þriðja flugfélaginu, sem hafði þó ekki ísland í nafni sínu, því að það var stofnað á Akur- eyri 3. júní 1937, og hét í öndverðu Flugfélag Akureyrar. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Agnar Ivofoed-Hansen núverandi flugmálastjóri. Hann hafði lokið námi og prófum atvinnuflugmanna í Danmörku og eftir heimkomuna tók hann strax að vinna að flugmálum. Ekki var hlaupið að því að stofna flugfélag, því að örlög hinna tveggja voru mönnum í of fersku minni. Hins vegar stofn- aði hann Svifflugfélagið og Flugmálafélagið, svo nokkuð sé nefnt. Eftir að hafa gengið bónleiður til búðar í Reykjavík hélt Agnar til Akureyrar, þar sem nokkrir framámenn tóku máli hans vel og þar var Flugfélagið stofnað, sem fyrr segir. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Vilhjálmur Þór, formaður, og meðstjórnendur Kristján Kristjánsson, forstjóri, og Guðmundur Karl Pétursson, læknir. Félagið ákvað strax að leita fyrir sér um kaup á fimm sæta flugvél og var svo ráð fyrir gert, að flugferðir gætu hafizt strax. Þetta varð þó ckki, vegna þess að lengri tíma hafði tekið að útvega flugvélina cn menn hugðu í fyrstu. Flugvélin kom til landsins í apríl vorið eftir og 2. maí flaug hún fyrsta flug sitt frá Reykjavík til Akureyrar. Við margs konar erfiðleika var að etja á fyrstu dögum flugsins. Flugþjónusta var þá engin innan- lands. Radíóvitar, sem nú þykja sjálfsagðir, voru heldur ekki fyrir hendi og veðurlýsingar, auk veð- urfrétta veðurstofunnar, voru fengnar með viðtöl- um við veðurglögga menn úti um land. Fyrsta árið sem TF-ÖRN Waco-sjóflugvél Flugfélags Akureyr- ar var her í förum, flutti hún 770 farþega. Vorið 1939 lét Agnar Kofoed-Hansen af störfum hjá félag- inu, en við tók Örn Ó. Johnson, sem ])á gerðist eini flugmaður félagsins og forstjóri og síðar talda starfinu hefir hann gegnt síðan. TF-ÖRN eða Örn- inn, eins og flugvélin var kölluð, flaug víða um land og flutti farþega og póst. Enginn flugvöllur var þá til á landinu, enda var flugvélin höfð á flotholtum. Snemma árs 1940 var félagið endur- FRJÁLS V lillZLUN 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.