Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 37
Önnur skrúfuþota F. í., Hrímfaxi á Reykja- víkurflugvelli vélin, sem þar lenti eftir stríð. Alls voru fluttir 56 farþegar milli landa þetta sumar. í ljós kom, að sjóflugvél var ekki heppileg lil þessara flugferða. T. d. þurfti flugvélin í síðustu ferð sinni að bíða nokkra daga eftir heppilegu veðri til flugtaks í Kaupmannahöfn vegna undiröldu á Eyrarsundi. Vorið 1946 samdi Flugfélag íslands við Scottish Airlines um leigu á tveim Liberator-flugvélum til millilandaflugs. Þessi Iiáttur hélzt í tvö ár og var flogið til Prestvíkur í Skotlandi og Kaupmanna- hafnar. Elugfélagið eígnaðist um þetta leyti þriðja Katalínaflugbát sinn og árið 1946 eignaðist það einnig fyrstu Dakota-flugvél sína. Innanlandsflugið jókst jafnt og þétt og flogið var til flestra stærri kaupstaða á landinu. Félagið hafði og stefnt að því að eignast eigin flugvél til millilandaflugs. Slíkt fyrirtæjci var fjárfrekt og stefnt skyldi að því að fá góða og trausta flugvél. Eimskipafélag íslands hljóp undir bagga og veitti Flugfélaginu drengilega aðstoð í þessu máli. Hinn 8. júlí 1948 koin flugvélin svo til landsins og hlaut nafnið „Gullfaxi“. Millilandaflug Flugfélags íslands var nú framkvæmt með eigin flugvél og af íslenzk- um áhöfnum. Hafnar voru ferðir til fleiri staða er- lendis. Næsta viðbót á millilandaáætluninni varð Osló og stuttu síðar London. Árið 1950 varð merkis- ár í sögu Flugfélags Islands að tvennu leyti. Það ár hófust Grænlandsferðirnar og félagið gekk í Al- þjóðasamband flugfélaga, IATA. Fyrsta Grænlands- flugið var farið 15. júlí fyrir rannsóknarleiðangur dr. Lauge Koehs, en fimmtán menn úr lciðangri hans voru fluttir til Ellaeyjar í Óskarsfirði á norð- austurströnd Grænlands. Sumarið eftir hófust flug- ferðir fyrir leiðangur Frakkans Paul Emile Victors og 1952 byrjaði Flugfélagið flutninga fyrir ýmsa aðila sem atvinnurekstur hafa í Grænlandi o. fl. Arið 1951 hættu Loftleiðir, sem um sjö ára skeið lúifðu tekið þátt í innanlandsflugi, þeirri starfsemi og hefir Flugfélag íslands síðan eitt annazt allt reglubundið innanlandsflug hér á landi. Er hér var komið mátti segja að Flugfélagið hefði slitið barns- skónum. Flutningar jukust jafnt og þétt og við- komustöðum fjölgaði. Hlutur Flugfélagsins í atvinnusögu landsins er þáttur út af fyrir sig. Auk þess að flytja vertíðar- fólk, síldarfólk o. fl. með skjótum hætti landshorn- anna á milli, tók það að sér hlutverk, sem vakti mikla athygli jafnvel langt út fyrir landsteinana. Það var þegar fjárflutningarnir miklu úr Öræfum áttu sér stað. Hundruð líflamba voru flutt frá Ör- æfum upp í Borgarfjörð til sinna nýju heimkynna. Nokkru áður hafði loftbrúin til Öræfa, sem síðan hefir verið starfrækt hvert haust, einnig verið opn- uð. Innanlandsflugið krafðist. aukins flugvélakosts, FRJALS VERZLUN 87

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.