Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.08.1962, Blaðsíða 4
mjög upp til slíkra manna, er flestir voru fyrir- menn, og reyndi að líkja eftir þeim í ýmsum siðum og tungutaki. Akureyri er, eins og aðrir staðir, breytt að þessu leyti, og þar mun nú aðeins eima eftir af einum sið, sem danskir menn eða danskættaðir fluttu þang- að. Er hér átt við öskudagsfagnað yngstu kynslóðar Akureyringa, sem halda sitt „karneval“, líkt og þeir stæli suðrænar þjóðir, sem kveðja sína kjöt- neyzlu, þegar langafasta gengur í garð. Börnin klæð- ast litklæðum, fara um bæinn syngjandi eða blás- andi í ldjóðfæri og heimsækja vinnustaði og verzl- anir, J)ar sem þeim er tekið með kostum og kynj- um og þau leyst út með gjöfum — sætindum eða einhverjum skildingum til glaðnings hópnum. En þegar nánar er að gáð, fer því fjarri, að þessir l)arnaleikir sé hið eina, sem eftir er af dönskum áhrifum á Akureyri. Þau blasa víða við í bænum — t. d. í ræktun, sem danskir menn kenndu bæjar- búum fyrstir. Það var til dæmis einn úr hópi danskra kaupmanna, sem hófst handa um allskonar ræktun og vakti þegar athygli annarra bæjarbúa, sem sáu skyndilega, að moldin var búin meira frjómagni en þeir höfðu gert sér grein fyrir. Bæjarbúar fengu þá ekki aðeins áhuga fyrir matjurtarækt, því að þeir tóku einnig til við ræktun skrautblóraa og trjáa. Og hlý sumur og ágætt skjól sá fyrir því, að ræktunin tókst svo að víða er að finna tré, sem gróðursett voru um aldamót. Sá maður mun vart til hér á landi, er kann ein- hver skil á ræktun og viðleitni manna á því sviði á ýmsum stöðum á landinu, að hann hafi ekki hevrt getið — ef til vill heimsótt — Jystigarðinn á Akureyri, sem er landsfrægur og jafnvel víðar. Það var dönsk kona, sem búsett var á Akureyri, sem átti hugmyndina að stofnun garðsins og hratt henni í framkvæmd. Segja má, að ræktunaráhugi Akureyringa hafi aldrci rénað, síðan fyrst var sýnt, hvers veðrátta og mold voru mcgnug þar nyðra. Það er til dæmis meira en hálf öld, síðan Ræktunarfélag Norður- lands var stofnað þar, og félagið hefir verið sá stofn, sem borið hefir mikinn og fagran ávöxt. Síðan hafa til orðið skógræktarfélög og félagadeildir, sem vinna mikið og gott starf að skóggræðslu í bæjarlandinu og raunar víða. Gegnt Akureyri blasir við Vaðla- skógur í hlíðum samnefndrar hciðar, og Skógræktar- félagið hefir uppeldisstöð í Kjarnalandi, þar sem félög og einstaklingar geta aflað sér trjáplantna til gróðursetningar. Loks er að geta þess, að brekkan ofan við aðalgötu bæjarins liefir verið girt og í hana plantað skógi, sem siðar mun verða bæjar- búum og gestum augnayndi. ★ Akureyringar hafa löngum verið miklir áhuga- menn um félagsmál og haft forgöngu að sumu leyti í þeim efnum. Þeir stofnuðu meðal annars fyrstu góðtemplarastúkuna, Ísafold/Fjallkonuna, þegar sögur bárust hingað til lands um þessa hreyfingu erlendis. Einnig skaut ungmennafélagshreyfingin snemma rótum þar, því að UMF Akureyrar hefir að líkindum verið elzta eða a. m. k. eitt elzta ung- mennafélag landsins. Þá hefir íþróttalíf staðið þar með miklum blóma um áratuga skeið, en einkum hafa það verið vetraríþróttirnar, sem Akureyringar hafa stundað og skarað fram úr í, eins og getið er að nokkru liér að framan. En bæta má því við það, sem þar er sagt, að Akureyringar eru í hópi slyng- ustu skíðamanna landsins. Óþarft er að taka fram, að samvinnuhreyfingin nam snemma land á Akureyri, og hefir vöxtur henn- ar verið mikill og ör. Kaupfélag Eyfirðinga er meðal elztu kaupfélaga landsins, og það er jafnframt eitt af hinum umsvifamestu. Hefir það sett svip sinn á bæinn að nokkru leyti með starfsemi sinni, en annars eru ýmis fleiri fyrirtæki samvinnumanna starfandi á Akureyri, svo sem kunnugt er. ★ Síðan um aldamót eða skömmu síðar hafa þrjár verið meginstoðir atvinnulífs á Akureyri — verzlun, útgerð og iðnaður, en hann hefir einkum aukizt síðustu árin. Ekki má þó gleyma þeim þætti, sem er í senn atvinnugrein og tómstundagaman margra. Það er landbúnaðurinn og þó frekar kvikfjárrækt- in. Þetta hvort tveggja hefir reynzt nokkur búbót tekjulitlum mönnum, en þó verður aðstaða smám saman óhægari, því að beitilönd eru lítil og afrétt- urinn rýr. Árið 1915 áttu bæjarbúar 133 nautgripi, 822 kind- ur og 92 hross, en fyrir tveim árum var búfjáreign- in 574 nautgripir, 3295 sauðfjár og 270 hross. En hér verður það einnig að vera mönnum í huga, að ekki er þetta allt eign og starf áhugamanna, því að þess hefir þegar verið getið, að undir bæinn hafa verið lögð nokkur býli í Kræklingahlíð, og svo á tilraunastöð Sambands nautgriparæktarfélaga Eyja- fjarðarsýslu á annað hundrað gripa að Lundi. Upp úr aldamotum var á Akureyri nokkur út- gerð þilskipa, sem haldið var út til ýmissa veiða, bæði á þorski og síld, og svo hákarl, sem þá þótti 4 FRJÁL8 VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.