Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Page 12

Frjáls verslun - 01.03.1968, Page 12
12 FRJALS VERZLUN ar deilur rísa milli annarra aðila. Ýmsar sjómannadeilur hafa og verið erfiðar viðfangs. — Hvernig er andrúmsloftið á sáttafundunum? Fyrstu árin, sem éggegndisátta- semjarastörfum var andrúmsloft- ið á fundunum talsvert öðruvísi en nú. Samstarf forystumanna verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda var þá minna og viðhorf þeirra hvor til annars með öðr- um hætti en nú. Var þá stundum nokkur æsingabragur á fundun- um, sem nú er með öllu horfinn. Viðræður aðilanna eru nú jafnan kurteislegar og vinsamlegar. Kem- ur þar fram aukinn og gagnkvæm- ur skilningur hvors aðilans á að- stæðum hins. Gallinn á viðræðun- um er helzt sá, að samninganefnd- irnar treysta sér oft ekki á viss- um stigum málsins til að segja hug sinn allan af ótta við gagnað- ilann. — Hver eru laun sáttasemjara? — Enda þótt sáttasemjarastörf séu borgaraskylda er gert ráð fyr- ir að einhver þóknun sé fyrir þau greidd. Ég tók nauðugur við starfi sáttasemjara og vildi þá ekki taka við launum fyrir það og hefur svo haldizt, ef frá eru skildir 2—3 ferðastyrkir. Ég hef hinsvegarsem sáttasemjari kynnzt mörgum mál- efnum, sem ég væri annarsókunn- ugur og mörgu ágætu fólki frá báðum aðilum. Ég tel mér mikinn ávinning að hafa kynnzt þessu fólki og vil mega telja margt af því til vina minna og kunningja. — Hvernig er liáttað sambandi og samstarfi sáttasemjara og ríkis- stjórnar? — Vinnudeilur eru oft svo stór- felldar og afdrifaríkar fyrir þjóð- félagið, að ríkisstjórnirnar kom- ast ekki hjá að hafa af þeim meiri eða minni afskipti. Ríkisstjórnirn- ar hafa og mjög oft lagt fram drjúgan skerf til lausnar á vinnu- deilum og verið sáttasemjurunum mikill styrkur. Hins vegar er staða sáttasemj- ara þannig, að hann verður að leitast við að hafa traust beggja deiluaðila og má ekki blanda störfum sínum saman við stjórn- mál. Hlutverk hans er að leita eftir öllum hugsanlegum mögu- leikum til sem skjótastrar lausn- ar á hverri deilu og það er skylda hans að nota þá möguleika, sem fyrir hendi eru, hvort sem hon- um sjálfum eða ríkisstjórninni kann að líka lausnin betur eða verr. Ég hef því alltaf litið svo á, að sáttasemjari sé óháður fyrir- skipunum ríkisstjórnarinnar og verði sjálfur að meta að hvaða leyti hann getur tekið óskir henn- ar til greina. Hitt er svo annað mál, að samstarf sáttasemjara og ríkisstjórnanna mun jafnan hafa verið gott, og mér hafa þær oft veitt mikinn stuðning, einkum þegar um stórdeilur hefur verið að ræða. HVAR STENDUR VISITOLUBUNDIN líf- trygging tryggir fram- tíð fjölskyldu yðar. Iðgjöldin hjá Hagtrygg- ingu eru þau lægstu sem þekkst hafa hér á landi. HAGTRYGGING HF. Eiríksgötu 5-Reykjavlk-sími 38580

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.