Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 14

Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 14
14 FRJALS VERZLUN ur, að liggja framundan vöru- skemmunum svo að unnt sé að koma við sameiginlegri einangrun skips og húss, ef á þarf að halda. í stað þess er mikið af þessum vör- um nú flutt frá skipi í mjög ófull- komin hús, sem dreifð eru hingað og þangað um bæinn. Gerir þetta viðhlítandi eftirlit að kalla ófram- kvæmanlegt og er alltof dýrt fyr- ir skipafélögin. Nokkrar vonir standa nú til að úr þessu rætist. í hinni nýju toll- stöð er all mikið rúm til geymslu á vörum. Auk þess er Eimskipa- félag íslands h.f. að hefja bygg- ingu stórrar vöruskemmu á Aust- urhafnarbakkanum. Liggja bæði þessi hús vel við hafnarbökkun- um og skapast góð skilyrði til eft- irlits að því er þau snertir. Þá verður og að vænta þess, að vöruskemmur verði byggðar á hentugum stöðum við Sunda- höfnina, sem byrjað er að byggja. Ég hef lengi hvatt til þess, að Austuruppfyllingin við gömlu höfnina verði eingöngu notuð til afgreiðslu á kaupskipum og geymslu á ótollafgreiddum vör- um og á henni byggðar stórar vörugeymslur. Mér var það því mikið gleðiefni, að danski skipu- lagsfræðingurinn, prófessor P. Bredsdorff, lagði til sumarið 1966, að tvílyft hús yrðu byggð yfir allt þetta svæði, upp að væntanlegri götulínu Tryggvagötu, og á þaki þeirra 1000—1200 bílastæði, er tengd yrðu brúnni, sem byggja á yfir hafnarsvæðið. Komist þetta í framkvæmd, sem ég vona, yrðu skilyrði til uppskipunar, vöru- vörzlu og eftirlits bætt svo stór- lega, að ósambærilegt væri við nú- verandi ástand. Einnig myndi kostnaður við meðferð varanna lækka verulega. Tollstöðvarnefnd er nú að láta byggja fyrsta hluta fyrrgreindr- ar brúar, þ. e. þann hluta, sem liggur yfir nyrsta hluta tollstöðv- arhússins. Ýmsir hafa litið þessa brú illu auga. Bygging hennar hefur þó þann mikla kost, að þeg- ar hún er komin getur allur sá mikli akstur, er á sér stað um hafnarbakkana horfið. Skapast við þetta stórbætt aðstaða til uppskip- unar og eftirlits. Má ætla, að án þessara breytinga haldi gamla höfnin áfram að vera lítt hæf til afgreiðslu kaupskipa, eins og telja má, að hún sé nú. — Eru ekki uppi fyrirætlanir um að loka höfninni? — Brýna nauðsyn ber til þess, að hafnarsvæðinu verði lokað. Hefur tollgæzlan, lögreglan og Slysavarnarfélagið margsinnis far- ið fram á þetta við hafnaryfir- völdin, en jafnan fyrir daufum eyrum. Þó er rétt að geta þess, að máli þessu hefur verið tekið betur síðustu árin og er nú von til þess, að bráðlega verði hafist handa um lokun hafnarsvæðanna. — Er um fleiri atriði að ræða, sem gera tollgæzlu í Reykjavík sérstaklega erfiða? — Það veldur bæði tollgæzl- unni og skipafélögunum miklum erfiðleikum, að margir innflytj- endur láta vörur sínar liggja óhóf- legalengi í afgreiðsluhúsum skipa- félaganna. í fyrsta lagi eru vörur oft tollafgreiddar óhóflega seint. í öðru lagi nota sumir innflytj- endur afgreiðsluhúsin eins og þau væru pakkhús þeirra sjálfra, taka vörusendingarnar smátt og smátt og oft löngu eftir tollafgreiðslu. Hvorttveggja veldur þetta mikl- um þrengslum í afgreiðsluhúsun- um og skipafélögunum og toll- gæzlunni miklum baga. Skipafé- lögin eru með þessu neydd til óþarfrar fjárfestingar. Þetta ástand er auk þess mjög óhagstætt þjóð- inni, þar sem af því hljóta að leiða óþarfar vaxtagreiðslur og miklar vöruskemmdir. Þess má geta, að í frumvarpi því til tollalaga, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, eru nokkur nýmæli, sem miða að því, að í þessu efni verði breyting til batn- aðar. Þá er og vöruvarzla Toll- vörugeymslunnar h.f. dálítið spor í rétta átt. LANGFERÐABÍLAR Í0y]gf[(J STRÆTISVAGNAR í Stokkhólmi STOKKHÓLMUR, KAUPMANNAHÖFN, KÓPA- VOGUR velja það bezta: LEYLANDS-vagna í HÆGRI-umferðina. LEYLAND er í sér gæðaflokki sterkbyggðra farartækja Allt það fullkomnasta í einum bil er i LEYLAND Enda LEYAND heimsins stærsta þróunarfyrirtæki og útflytjendur slikra farartækja _ LEYLAND umboðið sS|ALMENNA verzlunarfélagið? Ji. , Corpottlion SIMI 10199 SKIPHOLT 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.