Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Page 16

Frjáls verslun - 01.03.1968, Page 16
16 FRJALS VERZLUN skapnum. Við eigum við lánsfjár- skort að stríða og megum m. a. af þeirri ástæðu ekki lækka vextina, ríkissjóður er í fjárþröng, og ekki er unnt að auka ríkisútgjöldin án þess að halli verði á ríkisbúskapn- um, og af sömu ástæðu er ekki unnt að lækka skatta. Hætt er einnig við því, að úrræði sem þessi myndu stuðla að því, að gjaldeyrisvarasjóðurinn yrði fljóí- lega að engu. Helzt virðast mér nú koma til greina nýjar, tímabundn- ar ráðstafanir til verndar íslenzk- um iðnaði. Sannleikurinn er sá, að samdrátturinn í íslenzku at- vinnulífi nú á ekki eingöngu ræt- ur sínar að rekja til erfiðleika sjávarútvegsins, heldur einnig til erfiðrar aðstöðu íslenzks iðnaðar. Mörg íslenzk iðnfyrirtæki eiga nú í miklum erfiðleikum vegna láns- fjárskorts og stóraukins innflutn- ings erlendra iðnaðarvara. Enda þótt íslenzkur iðnaður njóti mik- illar tollverndar, virðist hann ekki standast samkeppnina við inn- fluttar iðnaðarvörur. Ef til vill hefur verið farið of geyst í það að gefa innflutning erlendra iðnaðar- vara frjálsan. Sé svo, verður að stíga nokkur skref aftur á bak og setja ákveðnar iðnaðarvörur und- ir innflutningsleyfi á ný — a. m. k. um stundarsakir. Full atvinna hlýtur að vera þyngri á metunum en innflutningsfrelsið. í sambandi við erfiðleika at- vinnuveganna um þessar mundir verður ljósara en áður, hversu einhæft atvinnulíf okkar er og hversu mikla nauðsyn ber til þess að breikka grundvöll þess. Sérstaklega er okkur nauðsynlegt að fá nýjar útflutningsiðngrein- ar. Ber að fagna því, að þegar er hafin uppbygging nýrra útflutn- ingsiðngreina. Eðlilega verður okkur íslend- ingum tíðrætt um þau efnahags- vandamál, sem við eigum nú við að glíma. Stafar það m. a. af því, hve umskiptin á kjörum okkar hafa verið snögg. Áður var at- vinna svo mikil og tekjur svo há- ar, að allt lék í lyndi. En það má vera okkur huggun í vanda okk- ar, að erfiðleikar sjávarútvegs- ins eru áreiðanlega tímabundnir eins og ég vék að í upphafi. Og þá má búast við, að ástandið batni aftur í náinni framtíð. Aðrar þjóðir eiga einnig við efnahagsvanda að glíma um þess- ar mundir. Svo er t. d. um Breta. Þeirra efnahagsvandamál eru þó bæði djúpstæðari og langvinnari en okkar. Bretar hafa um mjög langt skeið átt við mikil efna- hagsvandamál að stríða, fyrst og fremst vegna mikilla hernaðar- útgjalda erlendis, en einnig vegna þess, að framleiðslan hjá þeim hef- ur ekki gengið nógu vel. Þeir hafa nú horfzt í augu við vandann og skorið niður hernaðarútgjöld sín erlendis. Einnig hafa þeir hvað eftir annað gert strangar ráðstaf- anir til þess að draga úr kaup- mætti, og þar með vörueftirspurn, til þess að stuðla að hagstæðari greiðslujöfnuði við útlönd. Almenningur hér mundi ekki taka vel svo hörðum ráðstöfunum, sem jafnaðarmannastjórn Wilsons hefur gert í Bretlandi. Brezkur almenningur hefur vissulega fund- ið fyrir hinum ströngu efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnar Wil- sons, — í kjaraskerðingu af völd- um nýrra skatta. Almenningur hér hefur einnig orðið fyrir kjara- skerðingu, en ekki vegna ráðstaf- ana stjórnarvalda, heldur vegna aflabrests og verðfails. Sá er mun- urinn. MÚLALIJIMDIJR auglýsir LALSBLAÐABÆKUR BRÉFABIIMDI FUMDARIUÖPPLR O. FL. k/ift gyllum efta silfrum nöfn fyrirtækja og stofnana eftir óskum. I/ÖMDUÐ ÍSLEMZK FRAIULEIÐSLA. MDLALLMIUK, ahmila i6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.