Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 24
24 FRJALS VERZLUN kostað um 25000 kr. fullunnin, en hún er ekki gerð á kvikmynd heldur myndsegulband og var tek- in upp í sjónvarpssal. Sjónvarpið hefur mjög góða að- stöðu til gerðar auglýsingamynda á myndsegulbönd og gefst aug- lýsendum að sjálfsögðu kostur á að nota hana. Kvikmyndagerðar- menn hafa gert flestar kvikmynda- auglýsingarnar og hefur sjónvarp- ið veitt þeim alla fyrirgreiðslu hvað varðar framköllun, hljóðupp- töku o. fl. Nú þurfa menn ekki lengur að einskorða sig við 16mm. filmur með auglýsingamyndum, því að nú getur sjónvarpið einnig sýnt 35 mm. myndir. Þar með geta þeir, sem auglýst hafa í kvik- myndahúsum, einnig notað þær kvikmyndir í sjónvarpsauglýs- ingatímunum. Kostnaður við gerð blaðaaug- lýsinga er yfirleitt minni, þó að hann sé raunar einnig drjúgur. Heilsíða í Morgunblaðinu unnin af teiknistofu kostar samkvæmt lágmarkstaxta 5000 kr., en við það bætast 4500 kr. í myndamóta- gerð. Ef auglýst er á baksíðu í Vikunni og þá í fjórum litum, má reikna með, að teiknistofan taki 8—10000 kr. og myndamótagerð 9000 kr. Hér hafa tölurnar einar verið látnar tala. Lesendur geta þvi sjálfir kveðið upp dóm um það, hvort sj ónvarpsauglýsingar séu of dýrar. Um áhrif sjónvarpsauglýs- inga, sem eru raunar aðalatriðið, þarf vart að véfengja, og eftir við- tölum að dæma við sjónvarpsaug- lýsendur mælir allt með því, að kaupsýslumenn færi sér þennan nýja auglýsingamiðil meira í nyt. Nánari upplýsingar um þá að- ila, sem fást við gerð sjónvarps- auglýsinga, er hægt að fá hjá aug- lýsingastofu sjónvarpsins og einn- ig má leita til forsvarsmanna Hagsmunasamtaka kvikmynda- gerðarmanna um slíkar upplýs- ingar. Þess má einnig geta, að Frjáls verzlun birti ítarlega grein um sjónvarpsauglýsingar í október- hefti 1967 og eru þar m. a. birtar auglýsingareglur sjónvarpsins og vísum við til þeirrar greinar, ef lesendur, sem ekki lásu þá grein, vilja kynna sér málið nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.