Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.03.1968, Qupperneq 31
FRJALS vefízluim 31 af störfum Alþingis og hafa öðru fremur orðið til að grafa undan virðingu þess. Fólk hefur ekki lengur áhuga á að hlusta á þras- kennt rifrildi, hvort sem það fer fram milli stjórnmálamanna eða einhverra annarra. Með þessu er ekki verið að segja að fella beri niður kappræður stjórnmálaflokk- anna, — þær geta átt við t. d. fyrir kosningar. Það er hægt að gefa fólki miklu raunsannari mynd af störfum Alþingis gegn- um útvarp, heldur en með eldhús- dagsumræðum, og er hægt að til- nefna sem dæmi útvarp frá þing- fundum eða rökræðum forystu- manna flokkanna eða flutnings- manna frumvarpa og andstæðinga þeirra. ÞÖRFU MÁLI HREYFT. Pétur Benediktsson hefurhreytt þörfu máli á Alþingi. Er þar átt við hugsanlega breytingu á stjórn- arskránni um kosningar til Al- þingis. Mikið ávannst við kjör- dæmabreytinguna 1959, en stöð- ugt sækir í þá átt aftur, að fólk hefur ekki sama rétt til að hafa áhrif á gang þjóðmála. Það er til dæmis athyglisverð staðreynd, að íbúar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandskjördæmi vestra hafa þrefaldan kosningarrétt á við íbúa Reykjavíkur og Reykjaness. Slíkt óréttlæti er raunarmeðfullu óviðunandi, og vonandi fylgir Pét- ur Benediktsson þessu máli fram. Þær raddir, sem tala um, að tekin verði upp að nýju einmenn- ingskjördæmi verða æ háværaiá. Með slíku skipulagi er hægt að koma á fullum jöfnuði, eins og með hlutfallskosningafyrirkomu- lagi. Vitanlega mundu ekki verða sömu mörk kjördæma og 1959, og Reykjavík yrði þá væntanlega skipt í nokkur einmenningskjör- dæmi. Jafnvel stórþjóðir hafa hjá séreinmenningskjördæmi, oglönd, sem tekið hafa upp hlutfallskosn- ingu í ekki ólíkri mynd og hér hefur tíðkazt að undanförnu, hafa horfið frá þeim aftur. SPARNAÐAR- FRUMVARPIÐ. Sem vonlegt er, hafa efnahags- málin verið ofarlega á baugi á Alþingi í vetur. Sennilega verður séð fyrir endann á þeim umræð- Þessi fagra bjalla var gjöf frá íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn til Alþingis 1930. um með framlögðu sparnaðarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Fi’um- varp þetta gerir ráð fyrir 138 millj. kr. sparnaði á fjárlögum, auk þess sem tekið veroi lán til nokkurra framkvæmda, sem áður nutu beinna fjárveitinga á fjárlög- um. Það hefur verið erfitt verk að skera fjárlögin niður um þessa upphæð, þegar tillit er tekið íil þess, að við samningu þeirra í haust var reynt að fara eins gæti- lega í sakirnar og unnt var. Um einstaka liði sparnaðarfrumvarps- ins má vitanlega deila, en þegar á heildina er litið, hefur vel tekizt til, og þeirri meginstefnu hefur verið framfylgt að láta sparnað- inn koma fram á rekstrarútgjöld- um ríkisins, án þess að dregið væri úr þjónustu hins opinbera við borgarana að neinu marki. Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn voru samir við sig og spiluðu enn einu sinni plötuna, að ekkert væri hægt að gera án þess að fjármál ríkisins yrðu tek- in til heildarendurskoðunar. Á mörgu var þó hægt að marka nú, að hugur fylgdi ekki eins mikið máli og áður, enda hafði verið gengið til móts við tillögur þær, sem þeir fluttu um lækkun út- gjaldanna, þegar fjárlagafrum- varpið var til afgreiðslu fyrir ára- mótin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.