Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 33

Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 33
FRJÁLS VERZLUN 33 vara okkar sé óboðleg af þessum ástæðum, sem kenna má kæru- leysi þeirra, sem annast vinnslu hennar. Víða er notaður sjór til skolunar á fiski í frystihúsum á íslandi, og' þess eru dæmi, að vatnsinntakið sé í tveggja eða þriggja metra fjarlægð frá klóak- opi alls þorpsins. Á eftirlitsferðum sínum hefur Edward Frederiksen oft verið beð- inn að kanna aðstæður í verzlun- um, við vatnsból og sorphauga í þorpum og kaupstöðum. Þetta er þó ekki hans starfssvið held- ur heilbrigðisnefndanna á hverj- um stað. Þær hafa hins veg- ar af einhverjum ástæðum víða brugðizt þessu hlutverki sínu. — Væntanlega breytast þessivið- horf til batnaðar nú á næstunni, segir Edward. Fyrir Alþingi ligg- ur frumvarp um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. í því er gert ráð fyrir, að kaupstaðir með fleiri en 10 þúsund íbúa hafi sérmennt- aða heilbrigðisfulltrúa í fullu starfi og kauptún með 800 íbúa eða fleiri og kaupstaðir ráði heil- brigðisfulltrúa í sína þjónustu. Heilbrigðiseftirlit ríkisins mun hafa yfirumsjón með störfumheil- brigðisfulltrúanna, en á þess veg- um eiga að starfa forstöðumaður, sem verður iæknir, og tveir eftir- litsmenn með aðsetri í Reykjavik. Síðar er áætlað að ráða eftirlits- menn til starfa á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. — Hvernig er heilbrigðiseftir- litinu háttað á hinum einstöku stöðum nú sem stendur? — Nú gegna sýslumenn eða bæjarfógetar formennsku í heil- brigðisnefndum, og héraðslæknar eru framkvæmdastjórar. Þá eru líka fiskmatsmenn starfandi og heyra undir heilbrigðismálaráðu- neytið. — Hversu ötullega vinna þessir aðilar að því að uppræta alls kyns ósóma, sem við vitum, að er víða fyrir hendi? — Það er sennilega mjög mis- jafnt. Sumar nefndirnar eru gagnslausar, ef dæma má af ástandinu, sem blasir við gest- komanda í smærri kaupstöðum ogþorpum úti um landið. Þaðhlýt- ur að vekja furðu þeirra, sem að heilbrigðiseftirliti vinna, að sjá mjólkurbíla aka bak við fiskverk- unarstöð, yfir slorhauga til að af- henda mjólkina í vinnslustöð, sem er í öðrum enda fiskverkunarinn- ar. En þarna er um að ræða sj álf sbj argarviðleitni viðkomandi byggðarlags, sem þarf að stunda fiskverkun og mjólkurvinnslu jöfnum höndum til að bæta af- komu sína, þó að skilyrði séu ekki raunverulega fyrir hendi. Þessa viðleitni verð ég greinilega var við í eftirliti með gististöðum og veit- ingahúsum. Þörfin er mikil áþjón- ustu við ferðafólk að sumarlagi, og því er lögð áherzla á, að bara einhverjir aðilar taki hana að sér, þó að aðstaða sé léleg. Fyrir bragð- ið hafa viðkomandi yfirvöld ekki framfylgt sjálfsögðum reglum um aðbúnað á þessum stöðum, því að með tilliti til heillar alls plássins verður þessi starfsemi að vera fyrir hendi, hversu léleg sem hún kann nú annars að vera. — Er algengt, að viðskiptavinir greiðasölustaða úti á landi kvarti vegna lélegrar þjónustu? — Nei. Fólk virðist ekkileggja það í vana sinn að gagnrýna lé- legan aðbúnað. En hins vegar er það sjálfsagt, að slíkum sann- gjörnum umkvörtunum sé komið til réttra aðila. Þá verður líka að geta staðar og stundar og allra atvika, ef rétt skal haldið á málinu. Við megum þó vera nokk- uð bjartsýnir á framtíðina i þess- um efnum, því að framfarir hafa víða orðið geysimiklar, þó að enn séu húsakynni oft léleg og ekki hægt að koma fyrir nauðsyn- legum útbúnaði eins og kæliklef- um eða frystikistum. Af einhverjum ástæðum hefur sumu framreiðslufólki ekki skilizt, að það á að þvo sér um hendurnar eftir að hafa farið á salerni, og gæta verður fyllstu varúðar til dæmis, ef vogrís er við auga eða graftarbóla aftan á hnakkanum. Með því að káfa á þess konar igerð með fingrunum og stunda svo matargerð án þess að þvo sér um hendurnar og bursta neglur og skafa undan þeim er beinlínis stuðlað að matareitrun, því að sýklarnir úr ígerðinni margfald- ast ört við stofuhita og geta hlot- izt af alvarleg slys. Hvað móttöku ferðamanna úti á landi snertir má segja, að sal- ernisvandamálin séu alvarlegust. Á gistihúsum og matsölustöð- Enn eru sósupottarnir og kjöt- bolludnllarnir geymdir á rykug- um hillum undir stigaþrepum á matsölustöðum. Nýtízku frysti- klefar eins og hér að neðan hafa þó víða verið innréttaðir fyrir matvælageymlu á síðustu árum. um er ekki gert ráð fyrir, að salerni séu fyrir nema hæfi- legan fjölda viðskiptavina á hvei-j- um stað. Þess vegna hefur fyrir atbeina samgöngumálaráðuneytis- ins verið komið upp nokkrum al- menningssalernum við fjölsótta staði úti á landsbyggðinni, og hafa þau reynzt vel og umgengnin ver- ið mjög góð. Annars verður að sjá

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.