Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.1968, Blaðsíða 36
36 FRJÁLS VERZLUN MARKAÐSMÁL ISLAND ORÐIÐ FULLGILDUR AÐILI AÐ GATT Alþingi íslands samþykkti hinn 20. marz s.l. að heimila ríkisstjórn- inni að gerast fyrir íslands hönd fullgildur aðili að Hinu almenna samkomulagi um tolla og við- skipti, þ. e. GATT (Generai Agree- ment on Tariffs and Trade). Þann 5. marz 1964 fékk ísland bráða- birgðaaðild að GATT, en gert er ráð fyrir því, að bráðabirgðaaðild leiði síðar til fullgildrar aðildar. í samræmi við ályktun Alþingis hefur nú verið gengið frá fullri aðild íslands að GATT. GATT, Hið almenna samkomu- lag um tolla og viðskipti, öðlaðist gildi 1. janúar 1948. Ríkin, sem undirrituðu samkomulagið, voru 23 talsins. Samkomulagið var árangurinn af fyrstu alþjóðlegu viðræðunum um lækkun tolla og minnkun viðskiptatálmana. í fyrstu var ætlunin sú, að GATT yrði aðeins til bráðabirgða, eða þar til komið hefði verið á fót al- þjóðlegri viðskiptastofnun. En ráðagerðir um alþjóðlega við- skiptastofnun voru lagðar á hill- una, og GATT hefur orðið varan- leg stofnun. Frá því að hinar fyrstu alþjóðlegu tollaviðræður fóru fram í Genf 1947—1948 hafa farið fram margar alþjóðlegar tollaviðræður. GATT beitti sér fyrir alþjóðlegum tollaviðræðum í Annecy í Frakklandi árið 1949, síðan í Torquay í Englandi árið 1951, í Genf árið 1956, aftur þar í borg 1960—1962, hinar svo- nefndu Dillon-viðræður, og í Genf árið 1964—1967, hinar svonefndu Kennedy-viðræður. í öllum þesum alþjóðlegu tolla- viðræðum hefur náðst verulegur árangur. Mestur varð þó árangur- inn í Kennedy-viðræðunum, og verður nánar vikið að því síðar. GATT-sáttmálinn hefur nokkrum sinnum verið endurskoðaður síðan hann var fyrst undirritaður árið 1947. Árið 1963 var ákveðið að bæta nýjum hluta við sáttmálann, hluta um viðskipti þróunarríkj- anna. Náðist samkomulag um þennan nýja hluta, og tók það gildi í júní 1966. Hinn nýi hluti sáttmálans, 4. hluti, heitir Við- skipti og þróun. Hlutverk GATT er að stuðla að auknum milliríkjaviðskiptum með lækkun tolla og afnámi viðskipta- hafta. Grundvallaratriði samkomu- lagsins kemur fram í 1. grein sáít- málans, þ. e. hin svonefnda „beztu kjara“ regla. En í 1. greininni segir: „Sérhvert hagræði, fyrir- greiðsla, forréttindi eða undan- þága, sem samningsaðili veitir vegna vöru, sem kemur frá eða fer til hvaða annars lands, sem er, skal þá þegar og skilyrðislaust veitt samsvarandi vöru, sem kem- ur frá eða fer til landssvæðis allra annarra samningsaðila“. Þetta á við um tolla og hvers konar álög- ur, sem lagðar eru á, eða í sam- bandi við innflutning eða útflutn- ing, eða í sambandi við færslu greiðslna milli landa fyrir inn- flutning eða útflutning og að- ferðir þær, sem beitt yrði við álagningu slíkra tolla og gjalda. Ennfremur á þetta við um allar reglur og fyrirmæli í sambandi við innflutning og útflutning. Sátt- málinn veitir þó undanþágur frá þessu „beztu-kjara“ ákvæði, ef um er að ræða stofnun tollabanda- laga eða fríverzlunarsvæða. í 11. grein GATT-sáttmálans er fjallað um almennt afnámviðskiptahafta. Þar segir: „Enginn samningsaðili skal viðhalda eða setja önnurbönn eða höft en tolla, skatta eða aðrar álögur, hvort heldur sem er með kvótum, inn- eða útflutningsleyf- um eða með öðrum aðgerðum, á innflutning neinnar vöru frá lands- svæði annars samningsaðila eða útflutning eða sölu til útflutnings neinnar vöru til landssvæðis ann- ars samningsaðila“. Ýmsar undan- tekningar eru þó frá þessari grein. T. d. er heimilað að hafa við- skiptahöft í gildi, ef það er talið nauðsynlegt vegna greiðslujafnað- arins eða gjaldeyrisstöðunnar. í 6. grein GATT-sáttmálans er aðildar- ríkjum GATT heimilað að leggja á undirboðs- og jöfnunartolla, ef talið er sannanlegt, að um undir- boð sé að ræða. OEEC, Efnahagssamvinnustofn- un Evrópu, vann ásamt GATT að afnámi viðskiptahafta. Þegar því marki hafði verið náð að afnema að mestu viðskiptahöftin, var talið nauðsynlegt að snúa sér af aukn- um þunga að afnámi tolla. Starf GATT að því að koma á samning- um um lækkun tolla þótti sein- virkt, og því var það, að myndað var markaðsbandalag í Evrópu, Efnahagsbandalag Evrópu. Þótti augljóst, að unnt yrði að ná skjót- ari árangri í því efni að lækka og afnema tolla með svæðisbundnum markaðsbandalögum en með al- þjóðlegum tollaviðræðum. Hefur það reyndar komið á daginn, og i framhaldi af stofnun E...ahags- bandalags Evrópu var einnig stofnað fríverzlunarbandalag Evr- ópu, EFTA. ísland tók ekki þátt í stofnun GATT í upphafi. Ástæðan var sú, að hér voru þá í gildi mikil við- skiptahöft. En eftir að innflutn- ingshöft höfðu að mestu verið af- numin, hafði skapazt grundvöllur til þess, að ísland gerðist aðili að GATT, Hinu almenna samkomu- lagi um tolla og viðskipti. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.