Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 48

Frjáls verslun - 01.03.1968, Síða 48
4B FRJALS VERZLUN- INTERMTIOML SCOIJT OXIILL H.F. að nagladekk valda auknu sliti á yfirborði gatnanna, þar sem þau eru notuð óslitið frá hausti og fram á vor. Notkun á keðjum valda að sjálfsögðu einnig auknu sliti á malbikinu, þó er það hverf- andi samanborið við nagladekkin, þar sem bifreiðastjórar nota þær ógjarnan að þarflausu vegna ó- þæginda í akstri. Annað atriði í sambandi við aukið slit gatnanna eru hinar þungu vöruflutninga- bifreiðir, sem mjög hafa rutt sér til rúms hin síðari ár í sambandi við atvinnurekstur ogmannvirkja- gerð. Meginþorri gatnanna er ekki byggður upp til að taka við slík- um þunga, sem hér er um að ræða. Samkvæmt umferðarlögun- um er leyfilegur hámarksöxul- þungi 6000 kg. og á tvo öxla, sem eru nær hvorum öðrum en 2.0 m., 8000 kg. Vegamálastjóri getur leyft meiri öxulþunga og heildar- þyngd ökutækis á einstökum veg- arköflum, svo og ákveðið minni öxulþunga eða heildarþyngd á öðrum, hvort tveggja miðað við burðarþol brúa eða vega. Á s.l. ári auglýsti vegamálastjóri undan- þágur frá umferðarlögunum varð- andi öxulþungann, og er leyfileg- ur þungi 7.0 tonn á einfaldan öx- ul og 11.0 tonn á tvöfaldan öxul á öllum þjóðvegum. Ennfremur er leyfður 10.0 tonna öxulþungi á einfaldan og 16.0 tonna á tvöfald- an öxul á ýmsum vegum og vegar- köflum. Vegna gatnakerfis borgarinnar er nauðsynlegt, að borgin hafi ákveðnar reglur í þessu sambandi og samræmi þær fyrirmælum vegamálastjóra varðandi vegi ut- an kaupstaða, og er það mál í undirbúningi, en mikil brögð eru að því, að bifreiðir með töluvert meiri öxulþunga en hér er um að ræða aki hér um gatnakerfið og valdi á því skemmdum. í sam- bandi við malbikunarframkvæmd- ir er það ætíð töluvert matsatriði, hversu miklu fé á að verja í und- irbyggingu gatnanna miðað við malbikslögin, væntanlega umferð og þau stóru verkefni, sem fyrir liggja í að koma varanlegu slit- lagi á malargötur borgarinnar, og má vera, að hér hafi verið sparað of mikið. Margar hinna nýrri gatna hafa ekki enn fengið endan- lega slitlagið, þótt malbiksundir- lagið sé komið, en malbikslögin auka mjög burðarþolið, og vex því burðarþol götunnar í hvert skipti, sem nýju lagi er bætt við. Það er því t. d. ekki viðhald, þeg- ar sett verður slitlag á Miklu- braut austan Háaleitisbrautar, heldur er hér um að ræða síðasta áfanga nýbyggingar, en notuð hef- ur verið nýbygging í áföngum (stage-construction), þar sem mal- bikið samanstendur af 7 cm. und- irlagi, 5 cm. yfirlagi og 3 cm. slit- lagi, sem bætt er á nokkrum ár- um síðar.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.