Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1968, Page 53

Frjáls verslun - 01.03.1968, Page 53
FRJÁL5 VERZLUN 53 SKÓLAR — MENNTUN SKOLI FYRIR BANKAMENN OG STARFSFÓLK SPARISJÓÐA í REYKJAVÍK BANKAMANNASKÓLINN BANKAJRNIR í Reykjavík starf- rækja sérstakan skóla, Banka- mannaskólann, fyrir bankastarfs- menn, en einnig á starfsfólk spari- sjóða aðgang að honum. Skólinn var stofnaður árið 1959, og íreglu- gerð um störf og launakjör starfs- manna bankanna, er sett var í september 1963, segir, að nýjum starfsmönnum sé skylt að ljúka námskeiði við skólann. Skólinn heldur árleg námskeið fyrir bankastarfsmenn, og er kennslutíminn tæpir 3 mánuðir, og fer kennslan aðallega fram á morgnana milli kl. 9 og 12. Bank- arnir hafa nú séð skólanum fyrir nýju og varanlegu húsnæði að Laugavegi 103, og fer nú kennsl- an fram þar að mestu leyti. Á síðasta námskeiði skólans, er lauk í desembermánuði, vorunem- endur samtals 92. Aðalkennarar skólans eru allir bankastarfs- menn: skrifstofustjórar, starfs- mannastjórar og deildarstjórar helztu deilda bankanna. Aðal- námsgreinar eru: bankaskipulag og stjórn, réttindi og skyldur bankastarfsmanna, innlán, gjald- kerastörf, reikningur, gjaldeyris- og innflutningsreglur, erlend bankaviðskipti, lánastarfsemi, tryggingar og frágangur skjala, víxlar og starfsemi víxladeilda bankanna, tékkar og ávísanaskipti, skrift og meðferð og notkun reiknivéla. Einnig hafa verið sýndar fræðslukvikmyndir. Auk aðalnámskeiðs skólans fer nú einnig fram tungumálakennsla, og eru kennarar allir erlendir. Tungumálanámskeiðið er fyriralla starfsmenn bankanna, og erunem- endur nú tæplega 50. Þá fer og fram sérstök vélritunarkennsla á vegum skólans, og hefur orðið að takmarka þar fjölda nemenda. Ákveðið hefur verið að efna til framhaldsnámskeiða við skólann í aprílmánuði næstkomandi, svo og næsta haust. Verða bá teknir fyrir vissir þættir bankalögfræði, er- lend bankaviðskipti, peningamál, starf Seðlabankans og hugsanlega fleira. Skólanefnd Bankamannaskól- ans skipa þessir menn: Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, Gunnlaugur G. Björnsson, deildarstjóri í Útvegs- bankanum, Hannes Pálsson, úti- bússtjóri Austurbæjarútibús Bún- aðarbankans og Höskuldur Ólafs- son, skrifstofustjóri Landsbank- ans. Skólastjóri er Gunnar H. Blöndal, Búnaðarbankanum. Önnumst alls konar fyrirgreiðslu í ferSamálum innan lands og utan, fyrir einstaklinga og hópa. — • — Farmiðasala með skipum, flugvélum og járnbrautum: Hótel, bílaleiga, vegabréfsáritun, leiósaga, bátaleiga og aðstoð við gjaldeYrisumsóknir. _• — IT ferðir til 54 borga í Evrópu, Ameríku, Asíu og Afríku. 21 dags sérfargjöld til margra landa. „Routings". — FLUGFARMIÐAR SELDIR Á ÖLL FLUGFÉLÖG —. — • — Við kappkostum hagkvcema og örugga þjónustu. Látið okkur skipuleggja ferðina heima, heiman og heim. — • — FERÐASKRIFSTOFAN L A N □ SVN nr

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.