Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Side 11

Frjáls verslun - 01.04.1970, Side 11
FRJAL5 VERZLUN' 11 tækni byggingariðnaðarins til fullnustu? Það er vægast sagt mjög ósennilegt, því fæstir fs- lendingar fara þannig að. Nú gerist 'þcr „húsbyggjandi“, sæk- ið um lóð og borgið fyrir hana, viðið að yður þekkingu, efni, aðstoð og pcningum úr ótal átt- um. Þetta kostar æma fyrir- höfn o'g mikið erfiði, — og ekki sízt allt of mikla peninga. En þrátt fyrir allt þetta, er alls óvíst, að notagildi og gæði íbúð- arinnaír svari eðlilegustu kröf- um. Þetta „ævintýri“ hefur sem sé reynt svo um munar á þolrifin og budduna, e. t. v. án viðunandi árangurs, og í hryn- unni liafið þér tapað starfsorku til að sinna brauðstritinu, svo fullnægjandi væri. En einhvern veginn var þetta svo sjálfsagt, kerfið er svona. Þér hafið í aukavinnu tekið að yður hlut- verk byggingafyrirtækis, snið- gengið meira og minna reynzl- una, þekkinguna og tæknina, og sopið af því seyðið. En um leið hafið þér gerzt þátttakandi í „bjóðaríþrótt“, sem við höf- um alls engin efni á að stunda. Enda sjáið þér það í hendi yðar við umhugsun, hve þetta er frá- leitt, þegar yður verður hugsað til bess, að smíða eigin bifreið, sem er þó margfalt minna fyr- irtæki fjárliagslega séð. Og í rauninni er mjög ósennilegt, að þér hefðuð ráðizt í „ævintýrið“, ef aðstæðurnar hefðu ekki beinlínis knúið yður til þess. Það er nú það. O Þannig er, að við íslend- ingar eigum heimsmet, sem ekki er miðað við fólksfjölda, og meira að segja lítil sem eng- in hætta á að aðrir slái. Við erum allir „húsbyggjendur“, stundum íbúðabyggingar sem handverk og nánast sem heim- ilisiðnað, eins og peysuprjón. Við högum okkur eins og flón í langstærsta þætti einkafjár- festingar, brjótum þvers og kruss ýmis þau grundvallarlög- mál, sem hagkvæm og full- nægjandi íbúðagerð byggist annars á. Við sóum miklu af fé og dýrmætu vinnuafli, og er- um bó jafnan á hrakhólum í húsnæðismálum. O Opinber stefna og aðgerð- ir í þessu efni hafa verið handa- // 11 11 II 11 11 11 II II II 11 II II II II II II II II II II II 11 11 II 11 11 11 II II II II II II II II II II 'ý Hús í byggingu heimtar tryg*g*ing*u l>< » * l«<»W Vt n*SiM Allir húsbyggjendur leggja i talsveröa áhættu. Margir taka há lán og leggja eignir sinar aö veði. Þeim er því afar mikilvægt að óhöpp eða slys raski ekki fjárhagsafkomu þeirra. Brunatrygging fyrir hús i smíðum er mjög ódýr, tryggingartaki greiðir 1,5 af hverju þúsundi. ÁbyrgSartrygging gegn óhöppum eða slysum á starfsliði er nauðsynleg hverjum húsbyggj- anda, því annars kann svo að fara að skaða- bótaskylda baki honum verulegt tjón. ALMENNAR tryggingaRf 'uj'* PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SIMI 17700 I I I I I I I I I I ' I /'/ Fullkomnasta gardínu- uppsetning á markaðnum ZETA Skúlagötu 61 símar 25440 25441 meö og án kappa fjölbreytt litaúrval

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.