Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Side 15

Frjáls verslun - 01.04.1970, Side 15
FRJALS VERZLUNf 15 SKIPIJLAGNING BYGGÐAR Grein eftir Hrafnkel Thorlacius arkitekt um skipulagningu og skipulagsmál og hversu skammt við erum á veg komnir í þeim efnum. INNGANGUR. í víðustu merkingu er „skipulagning“ samheiti hvers kyns samræmdrar áætlunar- gerðar. Því aðeins getur það haft nokkurn skynsamlegan til- gang að fást við slíkt, að ein- hvers konar breytingar eða þróun eigi sér stað og að jafn- framt sé vilji fyrir hendi til að beina þeirri þróun að ákveðnu marki. Það var lengi útbreidd skoð- un að félagsleg þróun lyti hlið- stæðum lögmálum þeim, sem gilda í náttúrunnar ríki, þ. e. að æðra þjóðfélag þróaðist af lægra og lægra og vesæld yxi fyrir innri kraft og goðlega forsjón. Á grundvelli slíkra hugmynda var þá næst eðli- legt, að höfuðáherzla skyldi lögð á að rannsaka liðna at- burðarás í leit að þessu félags- og hagfræðilega „Darwinslög- máli” sem gerði mönnum kleift að sjá fyrir óorðna þró- un. Vissulega munu enn flestir samdóma um, að samhengi er náið milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, en heimsstyrjaldir, kreppa og nazismi á okkar öld, fengu afsannað áþreifanlega allar kenningar um sjálfstýrða, jákvæða þróun. Þessar breyttu hugmyndir um eðli þjóðfélagsins hafa að sjálfsögðu veruleg áhrif á við- horf manna og vinnuaðferðir. Nú mun það af flestum viður- kennt, að áætlunargerð er ekki eingöngu gagnleg sem spádóm- ur um framtíðina, heldur jafn- framt og öllu fremur sem stjórntæki til beinna áhrifa á framvindu mála og til að skipu- leggja leiðir að fyrirfram settu marki. Því skal þó ekki neit- að, að enn eimir eftir af þeirri skoðun, að hvers kyns stjórn- kerfi séu æ til bölvunar og því aðeins réttlætanleg, að „eðli- elgri þróun“ verði fótaskortur á framrás sinni. Þegar rætt er um skipulagn- ingu á vegum opinberra aðila, er gjarnan greint milli þrenns- konar áætlana, þ. e. áætlanir um einstaka þætti samfélagsins (t. d. heilbrigðismál, atvinnu- mál, samgöngur), hagfræðileg- ar áætlanir og skipulagning hins ytra umhverfis. Slík sund- urliðun er hentug, þar sem þeir menn, sem við þessi mál fást, hafa tileinkað sér mismun- andi menntun, en á hinn bóg- inn getur hún einnig verið ó- eðlileg í hæsta máta. Að byggja borgir, er, svo dæmi sé nefnt, allt í senn félagslegt, hagfræði- legt, tæknilegt og fagurfræði- legt viðfangsefni, og ef vel á að fara þarf að huga að öllum þáttum samtímis en ekki ein- um á eftir öðrum. Þótt ætlunin sé fyrst og fremst að fjalla lítillega um skipulagningu byggðar í þess- um skrifum, er ástæða til að leggja áherzlu á, að náið sam- hengi er og verður að vera milli þeirra mörgu og ólíku áætlana, sem gerðar eru um framtíð hvers byggðarlags. Hins vegar er hætt við að ýmsu sé ábótavant um þá samvinnu, sem æskileg væri í þessum efnum, sérlega þegar unnið er að áætlun til langs tíma. Kem- ur þar bæði til, að ekki eru bein fyrirmæli um slík vinnu- brögð. og að þekking sérfræð- inga hvers á annars sviði er furðu takmöi'kuð, en einnig hitt, að óumdeiidar aðferðir eru ekki til við gerð slíkra heildaráætlana og byggja þær því meira en æskilegt væri á ágizkunum eða ósönnuðum fræðum. MYNDUN ÞÉTTBÝLIS Saga þéttbýlis á íslandi er stutt og skipuleg uppbygging þess á enn styttri sögu að baki. Segja má, að hún hafi fram- an af einkennzt af undarlega neikvæðum viðhorfum til þess lífshorfs. sem eðlilegt er í borg- um, þar sem öll áherzla var lögð á að skilja sundur í stað þess að sameina; hver maður sinn blett afgirtan með eigin girðingu. Þéttbýli er vissulega samansett úr einstaklingum með ólík lífsviðhorf og áhuga- mál, en það er um leið tákn þess, að manneskjan leitar eft- ir samfélagi við önnur eintök sömu tegundar sér til gleði og gagnkvæms þroska. Það er meginorsök þess, að við byggj- um borgir og þess vegna ætti að vera meginsjónarmið við gerð þeirra að rækta þennan jákvæðasta þátt sambýlisins. Út frá þessu sjónarmiði verð- ur að líta á hvert byggðarlag sem samfellt kerfi fjölþættrar starfsemi, þar sem hver er öðrum háður og hver um sig þiggur af heildinni nokkuð og veitir annað í staðinn. Starf- hæfni heildarinnar byggist á líflegum samskiptum og snuðrulausum innbyrðis tengsl- um. En kerfið er jafnframt háð

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.