Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Síða 29

Frjáls verslun - 01.04.1970, Síða 29
FRJÁLS VERZLUN 29 FJÁKMÖGNIJN ÍBÚÐABYGGINGA Grein eftir Ottó Schopka viðskiptafrœðing, sem fjallar um fjármögnun íbúðabygginga og œskilega stefnu og aðgerðir í því efni. Inngangur. — Húsnæðismálafrumvarpið. FYRIR nokkru síðan var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Húsnæðismálastofn- un ríkisins. Tilgangurinn með því lagafrumvarpi er að koma nýrri skipan á fjármögnun í- búðabygginga og miðar m. a. að aukinni samþjöppun ákvörð- unarvalds um lánveitingar frá því sem nú er. Líklegt er að fjármuna- myndun í íbúðarhúsnæði á næstu árum þurfi að nema urn 2,5 milljörðum króna á ári mið- að við núverandi verðlag ef fólksfjölgun og efnahagsástand verður með eðlilegum hætti. Síðastliðin 2 ár hefur fjár- munamyndunin numið um 2 milljörðum króna á ári og árið 1968, en frá því ári eru til nýjastar upplsingar, var upp- runi fjármagnsins sem hér seg- ir: Frá húsnæðismálastjórn og Byggingasj. ríkisins . . 530 millj. kr. — Stofnlánadeild landbúnaðarins ............... 24 — — — lífeyrissjóðunum .......... — Byggingasjóði verkamanna. . — bönkum og sparisjóðum . . . . Onnur lán og eigið fé.......... Á næstu árum er búizt við geysilegri aukningu á ráðstöf- unarfé lífeyrissjóðanna og munu þeir eiga eftir að gegna vaxandi hlutverki í fjármögn- un íbúðabygginga. Með hinum nýju lögum um Húsnæðismála- stofnunina er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir verði skyldaðir til að lána Byggingasjóði ríkis- ins, sem aftur fjármagnar hús- næðismálast.jórn, Va af árlegu ráðstöfunarfé sínu. Er talið að þessi upphæð muni skipta hundruðum milljóna króna á ári eftir nokkur ár. Þá er gert ráð fyrir að stjórn Byggingasjóðs verkamanna verði falin húsnæðismálastjórn, sem mun annast úthlutun lána til verkamannabústaða. Enn- fremur verður tekjuöflun Bygg- ingasjóðs verkamanna efld verulega frá því sem nú er. Ef ofangreint yfirlit yíir fjármögnun íbúðabygginga væri borið saman við sams konar yf- irlit frá einhverri af þjóðum Vestur-Evrópu kæmi fram eftir- tektarverður munur að tvennu leyti. Annars -vegar er hlut deild eigin fjár (og einkalána) mjög há hér á landi og vafa- laust óvíða hærri. Hins vegar vantar hér á landi stofnanir, sem eru mjög öflugar erlendis á húsnæðislánamarkaðnum, þ. e. a. s. fasteignaveðlánastofn- anir. Ennfremur gegna bankar 350 — — 33 — — 150 — — 890 — — Alls: 1977 millj. kr. og sparisjóðir veigameira hlut- verki erlendis á fasteignalána- markaðnum en hér á landi. Að vísu er Húsnæðismálastofnunin fasteignaveðlánastofnun, en fjáröflunarleiðir hennar, eða Byggingasjóðs ríkisins, eru yfir- leitt allt aðrar en þeirra veð- lánastofnana, sem veigamestu hlutverki gegna á erlendum fjármagnsmörkuðum, og útlána- reglur hennar eru einnig að ýmsu leyti öðru vísi og bera með sér, að um er að ræða rík- isstofnun, sem einkum er ætlað að mæta þörfum hinna efna- minni einstaklinga og ungs fólks, sem er að hefja búskap. Helztu tekjustofnar Bygginga- sjóðs eru 1% launaskattur, skyldusparnaður ungs fólks og bein framlög af fjárlögum, auk vaxtatekna. Þessu fjármagni er varið til að kaupa bankavaxta- bréf Veðdeildar Landsbankans, en andvirði þeirra gengur síðan til lánveitinga Húsnæðismála- stjórnar. Annar þýðingarmikill kaupandi bankavaxtabréfa Veð- deildarinnar er Atvinnuleysis- tryggingasjóður, en honum ber lögum samkvæmt að verja jafn- miklu fé til vaxtabréfakaupa og nemurframlagi ríkissjóðs í sjóð- inn samkvæmt lögunum um at- vinnuleysistryggingar. Um aðra kaupendur bankavaxtabréfa hefur varla verið að ræða nú um margra ára skeið, þrátt fyr-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.