Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1970, Síða 59

Frjáls verslun - 01.04.1970, Síða 59
FRJÁLS VERZLUN 51 um mikinn svip (Terrazzo). Þegar um staerri gólf er að ræða, er bezt að hafa gadda- skó á fótum, sem ganga má á í blautu gólftexinu á meðan flögunum er stráð. (Þetta má útbúa með því að reka í gegn- um fjalarbúta). Dreifingin fæst jöfnust með því að kasta flög- unum vel upp í loftið og með sveiflu út á við um leið, líkt og við sáningu á fræi. Ef loftból- ur myndast þegar gólftexinu er rakað út, er hægt að eyða þeim með þar til gerðum gaddarúll- um, áður en plastflögunum er dreift. Gólftexið harðnar á ca. 16 tímum við stofuhita. Þegar flögur eru notaðar í Gólftexið, er sjálfsagt að lakka einu sinni til tvisvar yfir með glæru Gólftex-lakki. Til þess má nota pensil eða lakkrúllu. Bezt er að lakka sem fyrst eftir að Gólftexið er orðið hart. Gólftex-lakkið þornar fyrir áhrif rakans í loftinu, en þorn- uninni er hægt að flýta með því að nota lakk-herði. Nota skal þá 6—10% af herði miðað við lakk. Gólftex getur verið hált, ef snjór er undir fótum, en þetta má fyrirbyggja með því að strá grófum jafnkornuð- um sandi í blautt Gólftexið. Þegar Gólftex er látið ganga upp á veggi (gólflistar, upp- stig í stigum), þarf að mála lóðrétta flötinn undir með plastmálningu í svipuðum lit og Gólftexið er, því ekki er hægt að bera þykkt á lóðrétta fleti. Er þá ráðlegast að mála undir með Polytex. Bezt er að nota límband til þess að af- marka gólflistana. Gólftexið skal bera fyrst á lóðrétta flöt- inn og kasta flögunum í, sópa síðan upp þeim flögum, sem dottið hafa á lárétta flötinn, áður en borið er á hann. Nota skal pensil eða lakkrúllu við að bera á lóðrétta fieti. Athug- ið að fjarlægja límbandið strax og búið er að ganga frá gólflistanum, þ. e. áður en lagt er á sjálfan gólfflötinn. Gólftex-grunnur þekur ca. 7m2 pr. lítra. Gólftex þekur ca. lm“ pr. lítra, ef lagt er 1 mm. þykkt lag. Gólftex-lakk þekur ca. 9m" pr. lítra. Gólftex, Gólftex-grunn og Gólftex-lakk má þynna með Gólftex þynni. Varast ber að þynna Gólftex meira en sem svarar 5—7%. Þynninginseink- ar hörðnun Gólftexins. Áhöld skal ávallt þvo strax að lokinni notkun. Ef Gólftex harðnar á áhöldum, er bezt að reyna að brenna það af, ef áhöldin leyfa. Gólftex-grunnur og Gólftex- lakk geta harðnað fyrir áhrif raka í andrúmsloftinu. Þess vegna er nauðsynlegt að loka vel og vandlega þeim ílátum, sem þessi efni geyma, ef þau eiga ekki að harðna. Rétt er að geta þess, að Gólf- tex-lakk er í flokki þeirra sterkustu parket gólflakka, sem hægt er að fá. Framleiðandi: Efnaverksmiðjan Sjöfn, Akureyri, sími (96)21400. (Auglýsing.) Við gerum myndamótin fyrir yður Fljót og góð afgreiðsla PRENTMYNDAGERÐIN Hverfisgötu 4-Reykjavík-Sími 24510 Prentmyndagerðin h/f Hverfisgötu 4. Sími 24510.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.