Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 21
FRJALS VERZLUN' 19 með tilliti til litarfars á fénu. A það hefur líka verið lögð áherzla við ræktunina á þess- um alhvítu fjárstofnum, að gærurnar af alhvítu lömbunum hefðu sem bezt liðað og gljáa- mest tog, þannig að þær væru sem verðmætastar til loðsút- unar. Við höfum látið súta sér allar gærur frá Reykhólum og Hvanneyri undanfarin haust, og þær gærur hafa fengið þann dóm, að þær séu í sérflokki að gæðum sem skrautgærur. Þess- um gærum má fjölga stórkost- lega með því að útbreiða fjár- stofnana með sæðingum, en til þess að svo verði, þurfa for- ráðamenn iðnaðar og landbún- aðar að koma sér saman um, hvaða þóknun landbúnaðurinn þurfi að fá fyrir framtakið og hvaða verðlaun iðnaðurinn geti greitt fyrir bætt hráefni. Ems og stendur, virðist skorta nokk- uð á, að þessir aðilar geri sér grein fyrir því að þeir þurfa að vinna saman að umbótum á hráefninu, og báðir aðilar að leggja sig því betur fram sem eftir meiru er að slægjast. Ég vil taka það fram, að eins og markaðsmálum er nú hátt- að með iðnvarning úr ull, virð- ist ullin af Reykhóla- og Hvann- eyrarfénu falla eins vel að kröt- um markaðsins og bezt má verða, þannig að ullariðnaður- inn ætti að hafa áhuga á því, að sá árangur, sem náðzt lief- ur í tilraununum, komi sem fyrst að notum í fjárrækt bændanna. TILRAUNIR MEÐ DROPÓTTAR GÆRUR. Að lokum vil ég til gamans geta hér um tilraunir, sem verið er að gera á Hólum með rækt- un á fé með dropóttar gærur. Þetta fé er flekkótt, og það er vitað, hvernig á að rækta flekk- ótt fé. En í dropótta fénu eru hvítu hlutar gærunnar alsettir svörtum dílum niðri í þeli. Þess- ir dílar sjást ekki utan á ull- inni, en koma fram, þegar gær- an er klippt. Nú er kominn vísir að svona fjárstofni á Hólum, og það er líka komið í ljós, að það er t/Lltölulega adðvelt að rækta upp fé með dropóttar gærur, þegar byrjað er á annað borð að velja fyrir þeim í flekkóttu fé. Það er engan veginn vitað, hvers virði þessi litur getur orð- ið okkur í framtíðinni, en það eitt er víst, að hann mun hvergi vera þekktur í heiminum nema hjá okkur, og þess vegna ætti að vera hægt að gera hann verðmætan með réttri notkun á gærunum og góðri sölu- mennsku. Og það er kannski rétt að nefna það: líka, að sam- kvæmt útkomum úr tilraunum, sem gerðar voru á Hólum í vetur með blöndun á dropóttu fé og fé með alhvítar gærur, virðist mega hafa ærnar al- hvítar og fá af þeim alhvíta ull, en hrútana dropótta og fá 50 lömb af hverjum 100 með dropóttar gærur, en hin 50 með alhvítar gærur. Þetta er eitt af þeim verkefnum, sem nú er unnið að, og vegna þess að það líða nokkur ár, þangað til fulln- aðarreynsla er fengin á þessa aðferð, er það kannski full- snemmt að setja fram slíka spá. En eftir þeirri reynslu, sem þeg- ar er fengin af ræktun á litum í íslenzku sauðfé, ætti þessi möguleiki að vera fyrir hendi. KAUP OG SALA SJÁVARAFURÐA. SELJUM VEIÐISKIPUM BEITU OG IS. ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA HF., STRANDVEGI 28, VESTMANNAEYJUM. SÍMAR 99-1100, 99-1101 OG 99-1102. VÉLSMIÐJA — JÁRNVÖRUVERZLUN — SKIPAVIÐGERÐIR VÉLSMIÐJA, JÁRNSMIÐJA, MÁLMSTEYPA, RAFSUÐA, LOGSUÐA, MIÐSTÖÐVAR- OG PÍPULAGNIR, PLÖTUSMÍÐI, JÁRNVÖRUVERZLUN, VÉLA- OG STÁLSKIPAVIÐGERÐIR. 36 ÁRA REYNSLA. VÉLSMIÐJAN MAGNI HF., VestmannaeYjum. Símar 99-2238 og 99-2288 (skrifst.), 99-1488 (verzlun), 99-2235 (vélsmiðja), 99-2236 (plötusmiðja).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.