Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 28
26 FRJÁLS VERZLUN Kaupstaðir Hafnarfjörður er að verða sfærsti kaupstaður landsins... Hafnarfjörður hefur vaxið fremur hægt, miðað við ná- grannabæinn Kópavog, en vöxturinn hefur verið nokkuð jafn og þéttur og því hefur tekizt að nokkru að byggja upp atvinnurekstur í sæmilegu hlut- falli við fólksfjölgunina. Það var árið 1907 sem samþykkt var á Alþingi að veita Hafnar- firði kaupstaðarréttindi, og voru lög þess efnis allra náð- arsamlegast samþykkt af hans hátign Konunginum í nóvem- ber það ár, en fullt gildi öðluð- ust þau 1. júní 1908. Um landeign og takmörk hins nýja kaupstaðar sagði svo: ,,Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysja- mýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal, þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns þar til kemur móts við austurhorn Hraunholtstúns. Þaðan bein stefna yfir neðanverðan Kapla- krika í vörðu á háholtinu fyrir ofan Jófríðarstaði, þaðan yfir Fuglastapaþúfu efri beina leið í sjó fram.“ Þessi takmörk voru bænum sett, en því fór fjarri að hann ætti allt þetta land. Hins veg- ar var þegar hafizt handa við að fá það land keypt, sem bær- inn átti ekki, og var því að mestu lokið á hálfrar aldar kaupstaðarafmælinu 1958. Árið 1908, voru þeir 1351, íbúarnir, sem héldu daginn há- tíðlegan, og flestir þeirra sóttu björg sína til Ægis. ÚTGEEÐ. Hafnarfjörður hef- ur alltaf verið útgerðarbær, en í dag eru íbúarnir 9750, og atvinnulífið töluvert fjölbreytt- ara. Bæjarútgerðin rekur nú aðeins einn togara, Maí, en núna um miðjan desember verður gengið frá samningum um kaup á nýjum 1000 tonna skuttogara frá Spáni, sem á að vera tilbúinn rétt eftir mitt ár 1972. Smábátum hefur fækkað nokkuð undanfarin sex ár, en stærri bátar komið í staðinn. Þó mun útkoman sú að bátaútgerð- in hefur degizt nokkuð saman. í Hafnarfirði eru að sjálfsögðu frystihús, bærinn rekur stórt og fullkomið fiskiðjuver, og svo er þar auðvitað Norðurstjarn- an, sem virðist skína skærar en margar aðrar stjörnur á hafn- firzkum himni. Það hefur mik- ið háð þessum fyrirtækjum eins og mörgum öðrum slíkum að hráefnisskortur hindrar fulla nýtingu á afkastagetunni. Mið- in hafa einkum verið undan Suðurlandi og því hefur aflinn oft verið fluttur með vörubílum frá t. d. Grindavík og Þorláks- höfn, og þetta hefur auðvitað töluverðan aukakostnað í för með sér. í því sambandi telja Hafnfirðingar mjög brýna nauðsyn að setja varanlegt slit- lag á veginn til Grindavíkur og til Þorlákshafnar. En hafnarað- aðstaða í Firðinum sjálfum er hins vegar einhver hin bezta á landinu. IÐNAÐUR. Stórkostlegasta iðnaðarframleiðsla, sem á ein- hvem hátt snertir Hafnarfjörð er að sjálfsögðu frá álverinu í Straumsvík. Það hefur haft veruleg áhrif á atvinnulíf og efnahag bæjarins. Þegar bygg- ing þess stóð sem hæst, á ár- unum 1967-1968 var nokkur samdráttur í atvinnulifi á land- inu, álverið bætti úr brýnni þörf fyrir Hafnarfjörð, þannig að hann varð ekki eins hart úti og margir aðrir. Nú vinna þar um 150 til 200 manns, frá Hafn- arfirði, og þetta hefur líka haft í för með sér að íbúum fjölgar. íbúunum fjölgar nú um tvö og hálft prósent á ári, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.