Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 52
5D FRJALS VERZLUN Frá ritstjórn Stöðnunar- hættan er yfirvofandi Verðstöðvun er gengin í gildi og er gert ráð fyrir að ihún renni ekki út fyrr en 31. ágúst á næsta ári. Eins og skýrt hefur verið frá, er iþetta ráðstöfun gegn víxlhækk- uinum kaupgjalds og verðlags, sem tóku geigvænlegt skrið i vor. Ekki er vafi á, að ráðstöfun í þessu augnamiði var þjóðfélaginu nauðsynleg. Um liitt má vissulega deila, hvort verðstöðvun liafi verið rélta ráðið og eins hvort verð- stöðvunin hafi verið nægjanlega undirhúin til að ná til- gangi sínum með sæmilegu móti. Þróun kaupgjalds- og verðJagsmála fyrir verðstöðvun var slík, að a tvinaiuvegirnir bera nú stórum meiri kostn- aðarhækkanir, umfram bætur, en gera mátti ráð fyrir í vor, að þeir stæðu undir áfallalaust. Launahækkanir á ár- inu voru almennt orðnar um og yfir 30%, enda þótt þjóð- artekjurnar aukist vart nema um 10% allt árið. Hið opin- bera hafði tekið inn í þjónustutaxta stofnana sinna megnið af tilföllnum kostnaðarhækkunum, án þess at- vinnuvegunum væri hætt það upp í nokkru, og er at- vinnuvegunum þannig ætlað að bera mum meira en fært þótti að leggja á stofnanir hins opinhera, sem segir sína sögu. Þessi þróun eftir skamman bata frá kreppuástand- inu síðustu ár, hefur leitt til þess, að rekstraraðstaða at- vinnuveganna er mjög veik í upphafi verðstöðvunar, svo að nánast ekkert má út af hera. Að auki tryggir verð- stöðvunin ekki atvinnuvegina fyrir áframhaldandi liækk- unum kaupgjalds og annars kostnaðar, enda eru ákvæði hennar fyrst og fremst miðuð við að tryggja kaupmáti launa. Þenslulhættan er þvi ekki úr sögunni gagnvart at- vinmuvegunum. Bresti á áföll, þótt í smáum stíl verði, er ekki um annað að ræða en rifa seglin, og hvort eð er vofir slikt yfir við ihið þvingaða ástand, sem ávallt fylgir verð- stöðvun til þetta langs tíma. IMerkur áfangi í verzlunar- sögunni Opnun hins mikla verzlunarhúss Silla og Valda i Álf- Iieimum i Reykjavík er merkur áfangi í íslenzkri verzlun- arsögu, eins og raunar þáttur Silla og Valda í smásöluverzl- un í Iiöfuðborginni um áratugaskeið. Sá þáttur er einstæð- ur. 1 þessu nýja verzlunarhúsi er stærsta matvöru- og ný- lenduvöruverzlun landsins, og vöruúi'valið er gifurlegt bókstaflega um allt að velja, hvað gæði og verð snertir. Og á næstunni mun hver verzlunin af annarri opna í þessu húsi og margs konar þjónusturekstur hefjast. En alls verða fyrirtækin i húsinu um 30. Þangað má því sækja á einn stað flest það, sem neytandinn þarfnast af vörum og þjón- ustu, og er óhætt að fullyrða, að svo stór og alhliða mið- stöð er með því myndarlegasla, sem gerist í verzlun og þjónustu í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.