Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 47
FRJALS VERZLUN
45
arfulltrúinn, Donaid C. Eebbit,
sagði nú fyrir skömmu að það
lægi í augum uppi að velmegun
í Evrópu væri nú mjög jákvæð
fyrir bandaríska fjármálamenn
og vaxandi velmegun myndi því
bæta þar um. Tebbit sagði að á
árunum 1950—1958 hefði út-
flutningur Bndaríkjanna tii
EBE-landanna, áður en banda-
lagið var stofnað, vaxið aðeins
um 5% árlega, en undanfarið
hefði hann vaxið um 10% ár-
lega og myndi enn halda áfram
að vaxa. Tekjur bandarískra
fyrirtækja af starfsemi þeirra
í V-Evrópu hefðu numið 1.4
milljarði dollara árið 1968, en
1.9 milljarði 1969.
NEFND í ATVINNUMÁL
GRÆNLENDINGA.
Danska stjórnin hefur nú á-
kveðið að skipa sérstaka stjórn,
sem eingöngu á að sjá um að
sérhæfa Grænlendinga til starfa
í atvinnuvegunum á Græn-
landi. Hingað til hafa danskir
menn annazt rekstur og yfir-
umsjón með mörgum atvinnu-
fyrirtækjum. Þá hefur einnig
verið gerð. samþykkt, þar sem
gert er ráð fyrir meiri náms-
styrkjum, ferðastyrkjum o. f 1.,
sem auðvelda á Grænlending-
um að mennta sig til að taka við
eigin atvinnurekstri.
ROLLS-ROYCE TAPA.
Brezka stjórnin samþykkti
nýlega að veita brezku véla-
verksmiðjunum Rolls-Royce 60
milljón punda styrk, eftir að
stjórn fyrirtækisins hafi skýrt
frá því að tapið fyrir reiknings-
árið 1970 hefði og myndi nema
48 milljónum punda. Nýir
menn hfa verið skipaðir í fram-
kvæmdastjórastöður fyrirtæk-
isins og er áætlað að nær al-
gerlega verði skipt um ráða-
menn. Þegar skýrt var frá
þessu í brezka fjármálaheimin-
um féllu hlutabréf Rolls-Royce
um 7 shillinga. Tap fyrirtækis
ins á rætur sínar að rekja til
erfiðra tíma í bandaríska flug-
vélaiðnaðinum, en Rolls-Royce
hefur byggt afkomu sína mjög
á viðskiptum við Bandaríkin.
HVAÐ VELDUR
SÍVAXANDí VmSÆLDUM
FORD CORTiNA
Reynsla Íslenzkra
bifreiðaeigenda
og tæknikunnátta
og reynsla FORD
verksmiójanna
• Ný yfirbygging • Ný fjöðrun.- gormar
• Nýir litir framan og aftan
• Meiri sporvídd • Aukin breidd og rými
• Nýr stýrisútbúnaður • Aflmeiri vélar
• Lengra hjólamillibil (65, 78, 98, 112) verð frá
Enn fremur innifalið í verðinu: Styrkt fjöðrun,
hlifðarpönnur undir vél og benzingeymi,
stærri rafgeymir, vandaðri startari, öryggis-
belti, aurhlífar, og frostlögur.
SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00