Frjáls verslun - 01.10.1970, Blaðsíða 14
12
FRJALS VERZLUN
Ostaðfestar fregnir
A FLAKKI
Niðurskurður á Hvanneyrarfé ?
Fyrir nokkru kom upp garnaveiki í fé
Hvanneyrarbúsins, og hefur heyrzt, að það
verði skorið niður. Hvanneyri er á garna-
veikisvæði, en veikinnar hefur ekki orð-
ið vart þar fyrr.
Á Hvanneyri og víðar hafa verið rækt-
aðir upp stofnar fjár með alhvíta ull og
gærur. Stofninn á Hvanneyri er mikilvæg-
ur í þessari ræktun, og er það því áfall og
mikið tjón, að þurfa að farga honum.
Aðstoðarráðherra viðskiptamála ?
Skv. nýjum lögum um Stjórnarráðið, er
heimilt að útnefna aðstoðarráðherra. Það
hefur flogið fyrir, að hugmynd sé uppi um
skipun aðstoðarráðherra viðskiptamála,
enda ekki talin vanþörf á í kjölfar stórauk-
ins vafsturs í viðskiptaheiminum yfirleitt
með alþjóðlegum samsteypum og miklum
sviftingum. Og a. m. k. mun vera laust
herbergi í viðskiptamálaráðuneytinu, sam-
boðið slíku embætti, þótt þar sé annars
þröngt setinn bekkur.
Hörð ásókn í ríkiskassann
Nú hefur verið tilkynnt, að útgefendur
fjögurra dagblaða hafi stofnað hlutafélag
um offsetprentsmiðju, sem ætlunin er að
koma upp á næstu tveim árum. Er sagt, ab
stofnkostnaður verði um 23 milljónir kr.,
og að sameiginlegur sparnaður, miðað við-
núverandi ástand hjá þessum fjórum blöð-
um, verði 11 milljónir á ári. Út af fyrir
sig verður vart talið, að um óeðlilega ráð
stöfun sé að ræða. En það er mönnum hul-
in ráðgáta, hvernig minnstu blöðin, Al-
þýðublaðið og Þjóðviljinn, ætla að fjár-
magna breytinguna af sinni hálfu, enda
bæði blöðin sögð stórskuldug, og Alþýðu-
blaðið var við það að stöðvast í haust af
þeim sökum. Verður að ætla, að skuldir
þessar verði blöðin að greiða jafnframt.
Að undanförnu munu tvær nefndit
tengdar Alþingi hafa unnið að atbugun á
hugsanlegum styrkveitingum til dagblað-
anna eða stjórnmálaflokkanna, en ekki er
ljóst, hvort samstaða næst um einhvers
konar styrk. Ólíklegt er þó að einhugur
verði um styrk til dagblaðanna, þar sem
einn flokkurinn hefur engin tengsl við
dagblað, og aðeins eitt dagblaðanna, Tím-
inn, er gefið út beinlínis af stjórnmála-
flokki. En formið skiptir ekki höfuðmáli,
ásóknin af hálfu sumra dagblaðanna í rík-
iskassann er hörð, og að auki 'hefur verið
beðið um ríkisábyrgð vegna hinnar fyrir-
huguðu offsetprentsmiðju.
En verði styrkur veittur í einhverju
formi, mætti spyrja: Hvers eiga þeir að
gjalda, sem ekki reka einsýna flokkspóli-
tík?
Stórhuga, en í miklum vanda
Akureyringar hafa unnið að því síðustu
misseri, að efla atvinnulíf bæjarins, enda
engin vanþörf á, þar sem atvinnuleysið
svarf hvað harðast að. Einkum ‘hefur ver-
ið unnið að eflingu iðnaðar og umbótum í
samgöngumálum til að tryggja flutninga
og verzlun. Á döfinni er nú að endurnýja
togaraflota Ú. A., og er lagt kapp á að iðn-
aðurinn í bænum njóti verkefnisins.
Nú mun svo komið, að skortur á fag-
lærðum iðnaðarmönnum er orðinn tilfinn-
anlegur, og skortur á vinnuafli í fleiri
greinum mun á næsta leyti, ef atvinnu-
uppbyggingin gengur skv. áætlun. Aðflutn-
ingur fólks er því næsta mál á dag-
skrá hjá Akureyringum, að því er bezt
verður séð. Þar er meira vandamál á ferð-
inni en menn kunna að ímynda sér í
fljótu bragði. Húsnæði er ekki fyrir
hendi og skólahúsnæði fyrir skyldunáms-
stigið ekki heldur. í þessum efnum verður
því að gera úrbætur skjótt, ef nýta á það
fjármagn á fullnægjandi hátt, sem lagt hef-
ur verið og er í atvinnuuppbyggingu.
Nýfni getur borgað sig
Kjötkaupmenn henda yfirleitt svoköll-
uðu kjötsagi, sem fellur til við sögun á
kjöti hvers konar, og mun það geta orðið
nokkurt magn, Það álit hefur komið fram,
að kjötsagið sé úrvalshráefni í minkafæðu,
og væri það hagnýtt þannig, gætu feng-
izt fyrir það allnokkrar krónur. Heyrst 'hef-
ur ágizkun um kvart milljón króna verð-
mæti á mánuði frá kjötkaupmönnum í
Reykjavík einum saman. Það mætti hugsa
málið fyrir færri hugsanlegar krónur.
iii